Húnavaka - 01.05.2004, Page 107
H Ú N A V A K A
105
myndi klæða sig, hún vissi ekkert um hann. Þessi hugsun gerði hana
pínulítið órólega en hún ýtti því frá sér. Ur því sem kornið var ætlaði hún
að slá til, það var eitthvað svo niðurlægjandi að mæta ekki.
Dökkblá buxnadrakt gat átt við hvað sem var. Kannski var hún betri
til að fara í á viðskiptafund en hún treysti sér ekki til að fara í neinn af
kjólunum sínum. Flestir minntu hana um of á hennar fyrrverandi eða
einhver tilefni þegar hún hafði klæðst þeim. Dökkblátt var líka eitthvað
svo eindregið, hún yrði ekki áberandi en vissi að fötin klæddu hana vel.
Þetta stefnumót var líka algjör óvissa. Þau höfðu ekki ákveðið hvort þau
ætluðu að borða saman, fara út að dansa eða bara spjalla. Þetta var al-
gjört ótdssustefnumót.
Hún setti disk í spilarann á meðan hún vandaði sig við að mála sig og
farða. Vissulega gat hún verið ánægð með sjálfa sig. Það voru litlar hrukk-
ur í kringum augun og munninn en húðin var falleg og langt frá því að
vera veðruð eða gróf. Hún hafði alltaf hugsað vel um húð, hár og tennur.
Það breytti því samt ekki að hún var orðin 38 ára gömul. Galdurinn við
að vera ungur var einmitt sá að vera aldurslaus. Yfir jDi ítugu var beinlínis
hallærislegt að reyna að vera sextán í útliti en þó bar að varast að klæða
sig fullorðinslega. Hún virti fyrir sér spegilmyndina. Þrátt fyrir börn á
bijósti voru bijóst hennar enn stinn og líkaminn laus við appelsínuhúð.
Það var passasemi og vinna sem gerði það að verkum, ekki lýtaaðgerðir
eða slíkt. Hún var fullkomlega meðvituð um líkamann án þess að vera
með útlitið á heilanum. Það hafði einfaldlega alltaf verið áhersla í henn-
ar lífi að hlúa að líkamanunt, hann var eitt af því sem ekki var hægt að
skipta út og hún var líka á móti því sem var gervi. Það var sama hvað var,
viðgerður hlutur var aldrei eins og sá upprunalegi.
Hún var dálítið óstyrk er hún gekk inn á veitingahúsið. Það var verið
að spila rólega tónlist og umhverfið var róandi. Hún leit á barinn og sá
að hann var mannlaus. Það var þó léttir. Hún flýtti sér að setjast við horn-
borð og þjónn kom og bauð henni drykk. Hún keypti sér viský. Það veitti
ekki af að styrkja taugarnar örlítið. Hún beið róleg og virti fyrir sér um-
hverfið. Borðið sem hún hafði valið var nánast fökkvað og hún bjóst ekki
við að neinn tæki eftir henni sem kærni inn. Það var léttir.
Brúnleitur vökvinn brenndi hálsinn og henni fannst gott að finna
áhrif hans alla leið niður í maga. Hún hafði víst gleymt að borða þennan
daginn. Hún var ekki kona sem alltaf var að sulla í víni. Henni fannst
gott að njóta góðra drykkja en í gegnum tíðina hafði hún ekki haft mik-
inn tíma fyrir þannig stundir fremur en annað sem taldist til slökunar
eða skemmtunar. Hún rúllaði glasinu rnilli handanna, lét hugann reika
og velti fyrir sér stöðu sinni í lífinu. Hún átti sannarlega gott. Hún var
enn á góðurn aldri, börnin hennar voru dásamleg og gekk vel og pen-
ingar voru ekki vandamál í hennar lífi. Hún var kona sem kunni að fara
með peninga og þeir höfðu alltaf komið til hennar án mikillar tyrirhafn-
ar. Hún vissi að hún hafði viðskiptavit í blóðinu. Það kom sér afar vel.