Húnavaka - 01.05.2004, Síða 108
106
HUNAVAKA
Þegar klukkuna vantaöi fimmtán mínútur í níu kom inn maður
sem gat verið um fertugt. Hann settist við barinn og pantaði sér í glas.
Hún starði á hann í laumi úr horninu. Hann var þrekinn, gat kannski
náð einum og áttatíu. Hárið sem náði niður á herðarnar var ekki brúnt
heldur skollitað og hún sá ekki augun. Ef þetta var hann, þá haföi hann
nú ekki gefið sérlega nákvæmar upplýsingar. Hún var dálítið vonsvikin.
Þetta var enginn draumaprins. Hún skellti í sig úr glasinu, við hverju
hafði hún búist? Hann var í það minnsta skemmdlegur eða hafði verið
það í bréfunum sínum. Hún ákvað að doka og sjá til. Kannski var það
þess virði að fara og spjalla aðeins við hann. Þetta var ekki týpa sem hana
langaði í rúmið með, hún hafði líka verið að leita að félagsskap.
Þjónninn kom með annan drykk og hún ákvað að bíða til níu. Þá
ætlaði hún að gefa sig fram og láta slag standa. Mínúturnar siluðust
áfram og sá við barinn skellti í sig vodka, að minnsta kosti þremur glös-
um. Henni leist ekki alveg á þetta. Kannski var hann óstyrkur eins og
hún. Viskýið gaf henni kjark og hún var að róast niður.
Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í níu kom annar maður inn
og gekk að barnum, hann bað um viský. Hjarta hennar hætti að slá og
mest langaði hana að gufa upp. Þetta var hennar fyrrverandi. Þvílíkt
klúður. Síðast af öllu vildi hún að hann kæmist að því að hún væri á net-
stefnumód. Hún vonaði að hann myndi skella drykknum í sig og fara út.
Hún vissi hreinlega ekki hvað hún gat gert. Hún lét fara eins lítíð fyrir sér
í horninu og hún gat og benti þjóninum hljóðlaust að bæta á glasið. í
huganum bölvaði hún í sand og ösku. Hve oft höfðu þau ekki talað um
þessa hálfvita sem væru svo kynlífsþurfi að þeir vöfruðu um á nednu í
von um að finna bólfélaga. Hún vissi sko alveg hvaða skoðun hann hafði
á slíku og hún ætlaði ekki að láta hann komast að því að hún væri ein af
þeim. Aldrei í lífinu. Ekki það að honum kæmi það við heldur bara að
henni fannst það of niðurlægjandi. Hún hafði byrjað nýtt líf, líf sem
hann átti ekkert að vita um.
Klukkan stóð nánast kyrr. Skolhærði folinn var orðinn ókyrr og hún
bjóst við að hann myndi gefast upp og fara þá og þegar. Það gerði ekkert
dl, það hafði þá farið fé betra. Hún hét því að fara aldrei framar á óséð
stefnumót. Djöfuls klúður.
Hún var að klára úr þriðja glasinu er rauðhærð, hnellin kona kom
inn. Hún var á hlaupum, móð og másandi. Sá skolhærði varð allur eitt
bros, tók hana í fang sér og síðan kom vænn koss sem hefði hæft ágæt-
lega blárri mynd. Það var auðséð að sá skolhærði hafði verið að bíða eft-
ir henni. Þau tóku hvort utan um annað og hurfu út í kvöldið.
Hún sat sem lömuð. Loksins rann sannleikurinn upp fyrir henni.
Brúnhærður, brúneygður, 1.80 á hæð, skemmtilegur, fyndinn, fyrir dans,
ferðalög og skemmtanir. Einmitt sá sem hún hafði gifst fyrir tuttugu
árum. Hann hafði verið þannig þá og ef til vill var það einmitt það sem
hann hafði alltaf þráð. Hún fann fyrir ósegjanlegum sársauka sem fyllti