Húnavaka - 01.05.2004, Síða 109
HÚNAVAKA
107
brjóstið. Hvað hafði hann svo lesið um hana í svarinu? Lýsingu á kon-
unni sem liann hafði gifst en hafði síðan týnt sjálfri sér. Hana langaði
mest til að gráta. Hún drakk síðustu dreggjarnar af viskýinu, þetta var of
sárt til að vera satt.
Hún horfði á sinn fyrrverandi skima út um gluggann að götunni.
Hann var vissulega myndarlegur, maður sem flestar konur myndu falla
fyrir. Eftir hverju var hann að leita á netinu? Hún vissi það. Hann var að
bíða eftir ljóshærðri, bláeygðri konu, 1.68 á hæð, skemmtilegri, fyndinni,
með ferðalög, skemmtanir, dans og listir að áhugamáli. Konu sem aldrei
kæmi, konunni sem hafði horfíð. Hún fann tilfinningarnar flæða fram,
efdrsjána, vonleysið og vonbrigðin. Af hverju? Við því hafði hún engin
svör.
Stuttu seinna, þegar hann skrapp á salernið, smokraði hún sér úr
horninu, borgaði og hraðaði sér á braut út í rökkvað kvöldið. Ein.
Hirti laxana
Ketill hét maður og bjó á Hurðabaki á Asum í Húnaþingi. Þá bjó Oddur Stefánsson
Notarius á Þingeyrum og var það oft að hann lét menn fara til veiða í Laxá. Ketill
var klausturlandseti og heimtu Þingeyramenn hann í veiðina með sér. Þólti jafnan
klausturhöldurum landsetar sínir skyldugir í hvívetna þó fullt væri eftir jörðina gold-
ið. Ketill fór og hafði jafnan það er verst var, að vaða eftír miðri ánni, að losa netíð við
festar. Varð þá oft að kafa og sparaði það ekki, heldur sleit þá líf óðara á fimmtán
vænstu löxunum svo eftír lá á botninum. En er klausturmenn voru gengnir úr ánni
og heim farnir hirtí Ketill laxana og sagði kunningja sínum.
Eitt vor kom Ketill úr veri að vestan og hafði róið í Rifi. Hann kom að Giljá og
spurði Valgerður hann að afla sínum. Ketill svaraði: „Eg fékk fimmtán hundruð fiska,
fimmtíu löngur og fimmtíu flyðrur og var hver langan þrír þeytings faðmar á lengd,
einn á breidd, lýg ég hvert orð sem tala.“ Það var orðtak hans jafnan er hann raupaði.
„Hvaða ósköp er að sjá þig maður! Þú ert svo magur, hefur þú legið? Komdu inn og
fáðu þér að drekka,“ sagði Ketill að hún hefði sagt við sig. Hann kvaðst svarað hafa:
„Onei, ekki hef ég legið en nóg hef ég haft að gera!“
Það sagði Ketill síðan þá hann flytti löngur þessar að vestan um sumarið hefði
hann mætt Steindóri bónda Þorlákssyni í Vatnsdal á Rauðamelsheiði sem spurði: „Er
það borðviður sem þú flytur Ketill?" „Onei“, sagði ég, „það eru löngurnar sem drott-
inn gaf ntér í vetur.“ Steindór var faðir Bjarna í Þórormstungu og Þorsteins í Holti,
föður Jóns landlæknis. Margar slíkar sögur eru af Katli.
Syrpa Gísla Konrádssonar.