Húnavaka - 01.05.2004, Side 117
HUNAVAKA
115
þau liggja þarna í stöflum, mörg þúsund. Ég geymi þau öll síðan ég var
krakki, skoða þau ef ég þarf að koma mér í gott skap, nokkrum sinnum
á ári. Gramsa og gramsa, veit næstum hvar hver árgangur er og kortið
frá þessum og hinum á að líta út. Fann það! Kortið frá Ellu vinkonu og
þarna er jólabréfið. Ég er búin að lesa það svo oft að það er orðið máð.
Ég sé að hún hefur skælt þegar hún skrifaði það og ég líka smá þegar ég
tók við því á jólunum fyrir þremur árum. Hvað tíminn líður, hvert er
hann eiginlega að æða?
Þetta var á jólunum þegar við Palli giftum okkur, nýbúin að eignast
tváburana, Unu Osk og Arna Snæ. Skírðum og giftumst hvort öðru í leið-
inni. Það voru yndisleg jól. Kannski man ég svona vel eftir bréfínu vegna
þess að það kom einmitt þá. Mér datt ekki í hug þá að neinn gæti verið
vansæll jólin sem ég var svo hamingjusöm og ósofin. Ég og Palli og tví-
burarnir.
Elsku hjartans Linda mín.
O guð, hvað ég sakna þín, sakna þess að vera ekki lengur stelpa í skóla
þegar allt var svo einfalt og hver dagur tilhlökkunarefni. Það er ekki auð-
velt að vera einstæð móðir og geta ekki veitt börnunum ýmislegt, eins og
þjóðfélagið er í dag. Foreldrar mínir tala um það nánast daglega að ég
hefði nú frekar átt að halda í hann Kára þótt hann væri svona aðeins að
leika sér. Hvað um það? Það er allt betra en að vera einstæð móðir vegna
þess að þá er hægt að koma allavega fram við mann og stundum hugsa
ég sjálf, þegar ég er orðin alveg rugluð, að ég hefði kannski átt að láta
mig hafa það að halda í hann. Þá værum við þó tvö um að borga reikn-
ingana en auðvitað vildi ég skilja við hann um leið og ég vissi af nýrri
dömu í hveijum mánuði! Hehátis auminginn og ég ófrísk af seinna barn-
inu þegar ég rak hann út. Svo missti ég íbúðina, gat ekki borgað leiguna
frekar en aðrir og fékk að flytja til mömmu og pabba sem var ömurlegt.
Þau láta mig sko fínna að það er upp á þeirra náð og miskunn hvort við
lifum eða deyjum í þessari kjallaraholu þeirra. Jæja, þau eru þó sjálf á
efri hæðinni. Ég hef svo lítið handanna á milli að ef annað barnið þarf
að fá meðul þá eigum við ekki fyrir mat út mánuðinn og ég með þessa
fínu menntun! Þá erum \dð upp á miskunn einhvers komin, annað hvort
félagsmálastofnunar eða mömmu og pabba.
Svo fór ég á aðventukvöld með þessi tvö yndislegu kríli, drengurinn
er að verða tveggja ára og stúlkan mín orðin fjögurra. Við vorum svo
ánægð og fín. Ég gat bjargað fötum á okkur öll fyrir horn. Systir mín gaf
mér lítið notaðan kjól og kápu af sér, svartan kjól, rauða kápu, ég skal
elska hana til eilífðar fyrir það. Ég breytti gömlum buxum í sparibuxur á
þann litla. Vinkona mín gaf mér jakka á hann sem var næstum jafnsvart-
ur og buxurnar og heldurðu ekki bara að amma hans og afi hafí sent
honum tímanlega jólagjöf, skyrtu og slaufu og jólaskó sem reyndar eru of
stórir en ég treð í tærnar. Hann er svo fallegur í þessu að hjartað mitt