Húnavaka - 01.05.2004, Page 119
HUNAVAKA
117
Fyrir jjremur árum fékk ég þetta bréf. Fyrir þremur árum gerði ég
ekki neitt. Eg hef ekki hugmynd um hvernig Ella hefur það og hef ekki
fengið jólakort frá henni síðan þetta bréf kom. Sem ég las og las og
reyndi að gleyma þess á milli. Eg, hvað átti ég svo sem að gera í þessu? Eg
hringdi ekki einu sinni i Ellu. Elsku Ella sem var svo góð vinkona að við
hin trúðum því nærri að hún væri alvöruengill. Eg vissi hvar hin fimm
bjuggu þótt ég hitti þau aldrei nema á jólakortum. Vildi kannski ekki vita
neitt um Ellu fyrst hún var í vandræðum?
Eg er með hræðilegan sting í maganum og alltof mikinn hjartslátt,
finn að tíminn sem engu eirir er líklega hlaupinn frá mér í þessu máli en
þessi sex jólakort ætla ég ekki að skrifa í þetta skiptið. Eg ætla út í
hlussusnjókomuna, finna fimrn frækin í viðbót við mig og gera allt sem
ég get fyrir hana Ellu vinkonu. Eg er þremur árum á eftir áætlun..
Grautur út á graut
Olafur gossari ferðaðist víða um sveitir áður fyrri og voru sagðar margar sögur af
honum. Það var siður hans að prjóna fyrir fólk. A suntrin fór hann ríðandi um Borg-
arfjarðarhérað og prjónaði á bæjum þar sem hann kom.
Eitt sinn þegar hann dvaldi um sumartíma hjá presti þar í héraðinu þótti honum
kosturinn nokkuð lélegur og lýsti honum þannig á næstu bæjum. „Það var grautur
saman við graut á morgnana, grautur með grauti um hádegið og grautur út á graut á
kvöldin. Skal ég segja þér.“
Nú var þetta fljótlega lapið í prest og næst er þeir hittust, Olafur og prestur, finn-
ur prestur að því við Olaf að hann sé að bera út heimilið og segist trauðla hafa gert
honum gott í þeint tilgangi að hann launi það svo. Við þessu hváði Olafur og lést
ekkert heyra en sá var háttur hans er fundið var að við hann. Þegar prestur hafði svo
lokið máli sínu tautaði Olafur. „Blessaður frelsarinn, þarna mettaði hann fimm þús-
und, skal ég segja þér og það ekki á neinu slormeti, fiskum og brauði. Þar voru nú
ekki grautarnir, séra Guðmundur.“
Mikla andstyggö hafði Olafur jafnan á kvenfólki, enda var hann víst aldrei við
kvenmann kenndur. Einu sinni frétti hann að kunningi hans var trúlofaður stúlku
sem hann hafði litlar mætur á. Um það sagði hann. „Eg get sárvorkennt honum,
skal ég segja þér, að dragast með þetta dauðans endemi fý rit' drottins altari."
Gömul sögn. Finnst ífleiri en einni heimild.