Húnavaka - 01.05.2004, Page 126
124
II U N A V A K A
„Meðal safna nýtur Heimilisiðnað-
arsafnið sérstöðu og er eina safn
sinnar tegundar. Safnið heldur á
lofti merkilegum hluta íslenskrar
menningarsögu, sögu aldalangs
sjálfsþurftarbúskapar þar sem
sveitaheimilið var sjálfstæð eining,
samfélag í dýpstu merkingu þess
orðs, vettvangur menntunar,
menningar, handverks og iðnaðar.
Baðstofan var í senn menningar-
stofnun og listiðnaðarverkstæði.“
Þá fór ráðherra nokkrum orð-
um um hve samband handverks
og listsköpunar væri sterkt og hve
vel færi á því að safn lielgað heim-
ilisiðnaði sé staðsett á Blönduósi,
þar sem kvennaskólanám markaði
djúp spor. „Að hafa gott safn er
mjög mikilvægt fyrir hvert hérað
og hverja byggð, að hafa sérstætt
safn eins og Heimilisiðnaðarsafn-
ið er ekki aðeins mikilvægt fyrir byggðina heldur fyrir þjóðina.“
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sagði þetta sérstakan gleði-
dag fyrir alla landsmenn. Rifjaði hún upp hve stutt væri síðan fyrsta
skóflustungan var tekin og miklar breytingar átt sér stað á stuttum tíma.
Lét hún í ljósi að þetta væri ekki aðeins gleðilegur áfangi fyrir safnið
heldur einnig fyrir safnastarfið í landinu. Fór hún nokkrum orðum um
að sýningarnar sem hefðu verið opnaðar væru bæði nýstárlegar og fag-
legar.
Þá ræddi hún um hve hér hafi verið unnið gott brautryðjendastarf og
hugsjónastarf og að safnið væri gott dæmi um menningu við þjóðveginn
og mikilvægan áfangastað og áningastað á ferð um landið.
„Heimilisiðnaðarsafnið er einstakt safn með sterka ímynd, þótt það
hafi ekki verið stórt í byrjun. Vandað safn með merka sögu og merka
menningararfleifð og ekki síst í fallegu umhverfi, sem er ekki svo lítils
virði þegar rætt er um safn og ferðaþjónustu.“
Guðrún Jónsdótdr arkitekt, sagði daginn vera sigurdag - hugsjónadag.
Safnið væri einstakt í sinni röð og fjársjóður til framtíðar.
Hún vék að umræðu um svokölluð vaxtarst'æði landsins, þar sem ná-
grenni höfðuðborgarsvæðisins og Akureyrar væri skilgreint meðjákvæð-
um formerkjum og lýsti andstöðu við slíka hugmyndafræði. „Það á að
vera markmið þjóðarinnar að byggja landið allt.“
Guðrún afliend safninu kjól sem móðir hennar, Hulda A. Stefánsdótt-
Tómas Ingi Olricli ogElín S.
Signrðardóttir hlyða á dagskráratriði.
Ljósm.: Jón Sig.