Húnavaka - 01.05.2004, Page 143
H Ú N A V A K A
141
Þegar Ingvar og Bogga fundust fyrsta sinni þá hittust t\'ö hjörtu sem tif-
uðu í takt, því þau voru mjög samrýmd og sérstaklega samstillt í sínu
hjónabandi. Snyrtimennska var þeim báðum í blóð borin, innandyra sem
utan, sem sýndi sig best í því hvernig þau gengu um sig sjálf og heimili
sitt. A milli Ingt'ars og Boggu var ætíð mikil og góð vinátta þar sem kær-
leikurinn var ríkjandi. Af frantansögðu má það ljóst vera að það var
Ingvari mikið áfall þegar hann missti Boggu sína aðeins 57 ára gamla,
íyrir tæpum 25 árum. Þar missti hann ekki aðeins eiginkonu og móður
barnanna sinna, heldur einnig góðan vin og mikinn félagsskap.
Ingvar Jónsson tók sér eitt og annað fyrir hendur í gegnum tíðina. A
unglingsárum sínum vann hann sem kúskur í vegavinnu í Skagafirði,
þ.e.a.s. hann sá um að aka hestvögnum fullum af möl á milli staða.
Einnig starfaði hann um tíma við Mjólkurstöðina á Sauðárkróki og síðar
hjá Vita- og hafnamál vítt og breitt um landið. Eftir að Ingvar og Bogga
fluttu til Skagastrandar hóf hann störf \’ið smíðar en starfaði reyndar um
tíma sem kennari við Höfðaskóla og kenndi aðallega íþróttir og smíðar.
Einnig stundaði Ing\'ar dálítinn búskap fýrsta áratuginn sinn á Skaga-
strönd meðfram öðrum störfum, líkt og almennt gerðist fyrr á tíð. Sam-
anstóð búskapurinn af nokkrum kindum sem voru vel fóðraðar.
Ing\'ar var í smíðavinnu hjá Guðmundi Lárussyni í um það bil tuttugu
ár og hluta þess tíma sem verkstjóri. Var til þess tekið, þegar Ingvar var í
smíðavinnunni, hversu vandvirkur hann var og útsjónarsamur enda lagði
hann verkið ætíð vel niður fyrir sér áður en hann byrjaði á því. Frá Guð-
mundi Lárussyni fór Ing\'ar til starfa í Kaupfélagi Húnvetninga á Skaga-
strönd og starfaði þar í byggingarvöruverslun og pakkhúsi síðustu ár
starfsævi sinnar. I kaupfélagsstarfmu naut hann sín vel því hann var fé-
lagslyndur og hafði gaman af því að hitta og spjalla við fólk. Ingvar
gegndi einnig um tíma starfi byggingafulltrúa Höfðahrepps á árunum
um og eftir 1970, þ.e.a.s. á einum mesta uppgangstíma í sögu staðarins
allt frá nýsköpunarárunum. Á þessum tíma risu margar nýbyggingar en
þó aðallega íbúðarhúsnæði. Má því nærri geta að það hefur verið í mörg
horn að líta hjá Ing\'ari á þeim árum en það hafði þó engin áhrif á að
hann leysti starf byggingafulltrúans farsællega af hendi og hafði gott lag
á að sigla milli skers og báru og leiða menn inn á rétta stigu með góðu.
Ingvar Jónsson var varfærinn og liógvær maður að eðlisfari. Hann
hleypti ekki öllum inn á sig en þeim sem hann treysti á annað borð var
hann traustur vinur. Hann gat verið glettinn og gamansamur og var
næmur fyrir orðaleikjum. Hafði gaman af skáldskap, kunni margar vísui’
og lagði sig eftir að læra vísur og stökur þótt lítið sem ekkert fengist hann
við að yrkja sjálfur. Ing\'ar var bóngóður maður og m.a. einn af þeim sem
hlýddi kalli um að koma dl sjálfboðastarfa og leggja lokahönd á frágang
hinnar fögru kirkju sem var umgjörð hans hinstu kveðjustundar.
Ingvar var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 31. janúar.
Sr. Magnús Magnússon.