Húnavaka - 01.05.2004, Page 145
II U N AV A K A
143
Erla átti sína barnæsku á Snæfellsnesi en flutti síðan til Reykjavíkur
með móður sinni. Systkini hennar eru: Guðrún Geirmundsdóttir sam-
mæðra. Hún er látin. Samfeðra á Erla átta systkini í þessari röð: Guð-
mundur, Þorsteinn, Asdís Unnur, Hrönn,
Freyja Elín, Björk, Aron Karl og yngst er Jó-
hanna.
Erla hóf sambúð með Sigurði Inga Þor-
björnssyni, fyrst í Reykjavík en þau byrjuðu
árið 1967 búskap að Nautabúi í Vatnsdal.
Það sama ár giftu þau sig. Þau bjuggu um
skeið í Grundarfirði en hófu aftur búskap í
Vatnsdalnum á Kornsá 2 árið 1977.
Þar var heimili Erlu síðast. Hún bjó fjöl-
skyldu sinni hlýlegt og fallegt heimili.
Erla og Sigurður eignuðust þijá syni, þeir
eru í aldursröð: Þorbjörn Ragnar, Haraldur
og yngstur er Bergþór. Fyrir átti Erla dóttur-
ina Helgu Hauksdóttur og hana ól Sigurður
upp sem sína dóttur. Fjölskyldan, börnin og barnabörnin áttu hug Erlu
og á Kornsá var hennar helsd starfsvettvangur. En hún vann líka utan
heintilis, meðal annars í mötuneyd Húnavallaskóla og á Héraðshæli Aust-
ur- Húnvetninga, við umönnun. Síðast vann hún utan heimilis í mötu-
neytínu í Blönduvirkjun.
Erla andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 5. apríl en jarðsett var í
kirkjugarði Sauðárkróks.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þorsteinn Sigurvaldason,
Eldjárnsstöðum
Fæddur 18. nóvember 1924 - Dáinn 24. apríl 2003
Þorsteinn var fæddur að Gafli í Svínadal. Foreldrar hans voru hjónin,
Guðlaug Hallgrímsdóttir, ættuð frá Víðivöllum í Fnjóskadal og Sigurvaldi
Oli Jósefsson frá Enniskoti í Víðidal.
Þorsteinn var tvíburabróðir Georgs sem er látinn. Þau Guðlaug og Sig-
urvaldi eignuðust 10 börn sem eru í þessari aldursröð: SigurlaugJósefTna
var elst, hún er látin, Jósef og Hallgrímur, þeir eru báðir látnir, Jórunn
Anna, Ingimar, hann er ládnn. Þá tvíburarnir Þorsteinn og Georg, síðan
Guðrún, þá Aðalbjörg Signý. Yngst var Rannveig Ingibjörg, hún er ládn.
Foreldrar Þorsteins voru fyrst í ltúsmennsku á nokkrum bæjum í sýsl-
unni en byrjuðu sjálf búskap að Gafli í Svínadal.