Húnavaka - 01.05.2004, Page 148
146
H U N A V A K A
starfa. Eftir að sjómannsferli Gutta lauk fór hann að geta heimsótt æsku-
stöðvarnar oftar en þeim var hann tengdur sterkum böndum. Hann
hylltist til að vera á ferð um göngur og réttir enda hafði hann ánægju af
hestum og smalamennsku. Naut hann jafnan aðstoðar þeirra bræðra,
Olafs og Sigurðar Pálssona frá Króksseli, þegar hann var á ferð hér um
slóðir. Dvaldi hann stundum nokkra daga samfleytt meðan þessi störf
stóðu yfir. Hin allra síðustu árin hélt hann þeirri venju sinni að vera á
ferð en viödvölin var ætíð stutt. Stundum var hann á förum jafnskjótt og
hann var kominn en það var eins og hann fullnægði einhverri innri þörf
með ferð sinni á æskuslóðirnar jafnvel þótt hann stæði stutt við.
Síðast var Guðmann á ferð hér á sínum gömlu slóðum í dymbilviku
síðastliðinni og var þá glaður og reifur að vanda.
Guðmann átti ekki afkomendur. Hann dvaldi hin síðustu ár sín á
Hrafnistu í Reykja\'ík og undi hag sínum vel þar.
Guðmann lést á Landsspítalanum við Hringbraut og bar andlát hans
skjótt að höndum. Utför hans var gerð frá Fossvogskapellu 11. júlí.
Sveinn Sveinsson á Tjörn.
Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir,
Blönduósi
Fædd 16. nóvember 1905 - Dáin 12. júlí 2003
Ingibjörg var fædd að Hvammi á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Hún
var tvíburi, tvíburasystir hennar Sveinbjörg er látin. Foreldrar þeirra
voru, Elísabet Jónsdóttir og Sigurður Semingsson bændur að Hvammi.
Þau hjón eignuðust tíu börn í þessari röð:
Ingvar var elstur, hann dó í bernsku, Kristján,
Jón, Þorbjörg, Guðmundur Þorsteinn, María
og Guðmundur, jrá tvíburarnir Sveinbjörg og
Ingibjörg. Yngst var Guðlaug. Oll eru systkin-
in látin.
Ingibjörg átti eina fóstursystur, Sveinbjörgu
Agústsdóttur, hún er látin. I Hvammi ólst Ingi-
björg upp við alla venjulega sveitavinnu. Þeg-
ar hún er um fermingaraldur missti hún
móður sína og fór snemma að sjá sér far-
borða. Fyrstu árin eftir fermingu var hún í
vinnumennsku á ýmsum bæjum í Húnavatns-
sýslu. Hún fór til Akureyrar og þar vann hún
fyrir sér sem húshjálp.
Síðar fór hún til Siglufjarðar, þar vann hún í síldarsöltun, ásamt því
að vera vinnukona á heimilum og ráðskona hjá bátasjómönnum.