Húnavaka - 01.05.2004, Page 149
HUNAVAKA
147
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á ísafirði einn vetur.
Arið 1933 hóf Ingibjörg störf við spítalann á Blönduósi þar var hún
ráðskona í fimm ár í tíð Páls Kolka eftir það lagði hún stund á verslunar-
störf hjá Konráði Díomedessyni í versluninni Val á Blönduósi.
Ingibjörg eignaðist einn son, Þorstein, með Vali Nordahl.
Hún giftist Jónasi Benedikt Bjarnasyni frá Litladal árið 1937. Jónas lést
árið 1965. Eftir látjónasar flutti Ingibjörg á Aðalgötu 7 á Blönduósi.
Þegar Þorsteinn sonur Ingibjargar tók við rekstri Blönduóss bakarís
hf. starfaði Ingibjörg þar með honum og fjölskyldu hans í um 40 ár.
Ingibjörg andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför henn-
ar var gerð frá Blönduósskirkju 19. júlí.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir,
Skagaströnd
Fœdd 15. júlí 1918 - Dáin 13. júlí 2003
Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir var fædd á Siglufirði. Foreldrar hennar
voru Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson frá Húnakoti í Þykkvabæ og Krist-
ín Jónsdóttir frá Minna-Holti í Fljótum. Jóna ólst upp á Siglufirði en er
hún var átta ára gömul slitu foreldrar hennar samvistum. Var sú reynsla
Jónu mjög erfið. I kjölfarið af því fór hún í
sveit að Asbúðum á Skaga, hvar hún dvaldi
næstu sumur. A veturna bjó hún hjá móður
sinni í Reykjavík og þar gekk hún einnig í
barnaskóla. Jóna var elst fnnm systkina. Hin
eru: Þórður, búsettur í Reykjavík; Sigrún, lát-
in; Bergur, látinn og Sigríður, búsett í Kópa-
vogi. Hálfsystkin samfeðra eru: Stella, búsett í
Hafnarfirði; Ester, búsett í Kópavogi og Hall-
dór, búsettur í Reykjavík.
I Asbúðum á Skaga lágu leiðir Jónu og eft-
irlifandi eiginmanns hennar, Skafta Fanndals
Jónassonar frá Fjalli, saman. Hann er fæddur
25. maí 1915 og gengu þau í hjónaband í
Ketukirkju þann 17. júní 1939. Þau hófu bú-
skap á Fjalli en fluttu til Skagastrandar árið 1941, þá með tvö fyrstu börn-
in sín. A Skagaströnd byggðu Jóna og Skafti sér hús úr gömlum
vegavinnuskúr sem var fluttur frá Blönduósi og var hann stækkaður eftir
því sem börnunum fjölgaði. Þetta hús nefndu þau Dagsbrún.
Jóna og Skafti eignuðust sjö börn en tvö yngstu fæddust andvana. Hin
fimm eru: Hjalti, fæddur 8. mars 1940, kvæntur Jónínu Arndal. Hann á