Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 150
148
H U N A V A K A
fímm börn; Jónas, fæddur 26. febrúar 1941, hann á sjö börn; Vilhjálmur
Kristinn, fæddur 9. apríl 1942, kvæntur Salome Jónu Þórarinsdóttur og á
hann fjögur börn; Anna Eygló, fædd 12. júní 1944, hennar maður er
Gunnþór Guðmundsson, hún á fjögur börn. Yngstur er svo Þorvaldur
Hreinn, fæddur 6. júní 1949, kvæntur Ernu Sigurbjörnsdóttur og eiga
þau þrjú börn en eitt þeirra er látið. Uppeldisdóttir Jónu og Skafta er
Valdís Edda Valdimarsdóttir, fædd 20. október 1963, gift Hlíðari Sæ-
mundssyni og á hún sex börn.
A búskaparárum sínum í Dagsbrún bjuggu Skafti og Jóna með kindur,
kýr og hest eins og tíðkaðist á þessum árum og var lífsbaráttan oft afar
hörð. Arið 1958 fluttu þau að Fellsbraut 5 en síðan í Lund. Mörg undan-
farin ár hafa þau búið á Sæborgu, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd,
og unað hag sínum vel.
Jóna vann í síldarsöltun á árum áður og einnig var hún umsjónarmað-
ur með samkomuhúsinu, Gömlu tunnunni, eins og það var kallað, í
nokkur ár. Einkum var Jóna þó húsmóðir og mikil handavinnukona. Oll
hennar börn og stór hluti af barnabörnum eiga hluti eftir hana. Jóna var
nægjusöm, æðrulaus, bjartsýn og jákvæð. Hún var mikill tónlistarunn-
andi og söng í kirkjukór Hólaneskirkju í mörg ár. Hún hafði líka mikið
yndi af dansi og hvers konar samkomum, lék á gítar ef svo bar við, sann-
kölluð gleðimanneskja. Hún var einnig mikil reglumanneskja og hvorki
reykti né sntakkaði áfengi. Hennar bestu stundir voru veisluhöld með
börnum sínum og barnabörnum og öðru söngelsku fólki. Jóna hafði ein-
stakt lag á að sjá björtu hliðarnar á öllu og var ætíð full af von um betri
tíð. Ef kaltvar í veðri sagði hún alltaf að það færi nú að hlýna. Arið 1983
greindist hún með krabbamein og var það henni mikið áfall. Henni tókst
þó að komast yfir það en varð aldrei söm eftir þá lífsreynslu. Hún gerði
alltaf lítið úr öllurn erfiðleikum. Jóna var heimakær og undi sér vel með
manninum sínum, blómunum og myndunum af allri hennar stóru fjöl-
skyldu sem borið hefur svo sterkar tilfinningar til hennar.
Andlát hennar bar brátt að en hún lést á heimili sínn þann 13. júlí.
Þeir sem eftir lifa eiga þó áfram minningar um sómakonu sem gaf þeim
andans gjafir sem aldrei verða metnar lil fjár. Gjafir sem gott er að miðla
áfram, gjafir sem færa með sér gleði, bjartsýni og æðruleysi. Eftirlifendur
halda lífmu áfram með þetta veganesti frá henni.
Jóna var jarðsungin frá Hólaneskirkjn 19. júlí.
Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.