Húnavaka - 01.05.2004, Page 152
150
H Ú N AVA K A
Þorkell, Sigurður Þorkelsson Benónýsson, þá Gunnar Helgi, síðan Anna,
hún dó í barnæsku og yngst er Anna Snjólaug sem er ein eftirlifandi af
systkinunum.
Gunnar ólst upp á Siglufirði hjá foreldrum og systkinum. Til Skaga-
strandar kom hann árið 1946 með föður sínum, þegar Benóný faðir hans
tók við verksmiðju- og vélstjórn í síldarverksmiðjunni á Skagaströnd.
A Skagaströnd lágu saman leiðir Gunnars
og Bergljótar Bjargar Oskarsdóttur sem fædd
er á Hnappsstöðum á Skagaströnd.
Þau giftu sig 9. janúar 1953. Búskap sinn
byrjuðu þau fyrst í Herðubreið á Skagaströnd.
Þau bjuggu alla tíð á Skagaströnd og síðast á
Dvalarheimili aldraðra Sæborgu.
Börn Gunnars og Bergljótar eru í þessari
röð: Benóný Þorsteinn, Hilmar Oddur, Sól-
veig Anna og Bergþór. Fyrir átti Bergljót dótt-
urina Helgu Osk Olafsdóttur og henni gekk
Gunnar í föðurstað.
Gunnar stundaði sjóróðra á bátum frá
Skagaströnd og frá Grindavík, seinna vann
hann hjá Síldarverksmiðju Ríkisins á Skaga-
strönd. Þar vann hann allt til sjötugs. Eftir það vann hann ýmsa ígripa-
vinnu.
Gunnar andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Þar hafði
hann dvalið um skamman tíma.
Utför hans var gerð frá Hólaneskirkju 8. ágúst.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þorvaldur Ásgeirsson
frá Blönduósi
Fceddur 7. febrúar 1921 - Dáinn 29. júlí 2003
Þorvaldur var fæddur á Blönduósi. Hann var sonur hjónanna, Ásgeirs
Þorvaldssonar múrara frá Hjaltabakka og konu hans, Hólmfríðar Zoph-
oníasardóttur talsímakonu frá Hvammi í Norðurárdal. Eftirlifandi systk-
ini Þorvaldar eru: Krístín Ai ndís, Ingibjörg Soffía og Zophonías. Látin
eru: Hrefna, Sigríður, Ása Sigurbjörg, Olga, Helga Maggý og Valgarð.
Einnig ólu Ásgeir og Hólmfríður upp dótturson sinn, Hrafn, en hann er
látinn.
Þorvaldur ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi. Þann 8. júní 1946
kvæntist hann Sigurborgu Gísladóttur frá Svarthamri í Álftafirði. Börn