Húnavaka - 01.05.2004, Page 153
H U N A V A K A
151
þeirra eru: Ásgeir Ingi, maki Guðfinna Sveinsdótdr, Hrefna, maki Val-
geir Benediktsson og Olgeir, maki Sigríður Oskarsdóttir.
Þorvaldur og Sigurborg byggðu sér hús að Árbraut 3 á Blönduósi og
þar bjuggu þau til ársins 1971. Þá flutti fjölskyldan í Hafnarfjörð. Árið
1997 fluttu Þorvaldur og Sigurborg til Vestmannaeyja þar sem Sigurborg
dvelur nú á Hraunbúðum, heimili aldraðra.
Á Blönduósi vann Þorvaldur ýmsa verkamannavinnu, svo sem við múr-
verk, á vélaverkstæðum og var verkstjóri fyrir
Blönduósshrepp. I Hafnarflrði vann hann
lengst af í Berki hf. við logsuðu og rafsuðu.
Samviskusemi, stundvísi og dugnaður voru
honum í blóð borin.
Þorvaldur, eða Tolli eins og hann jafnan
var kallaður, var mörgum hæfileikum búinn,
listrænn og unni öllu sem vel var gert. Hann
hafði háa og bjarta tenórrödd og söng í karla-
kórunnm Húnum og Vökumönnum á
Blönduósi. Um árabil söng hann einnig með
kvartett sem kallaður var Jónas Tryggvason og
félagar. Þessi kvartett var reyndar nokkuð stór
miðað við að vera kallaður kvartett því að þar
sungu um tíma 10 söngfélagar. Söngurinn gaf Tolla mikið og ekki síst fé-
lagsskapurinn.
Hann málaði myndir sér til gamans en ræktaði ekki mikið þann hæfi-
leika sinn. Þó var hann stundum stórtækur í þessum efnum og enn sjást
þess merki á veggjum innanhúss á Blönduósi. Mikinn áhuga hafði hann
á hestum og á meðan hann bjó á Blönduósi var hann með hesta og átti
góð hross.
Hann var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar á mannamótum
en líka geðríkur og óvæginn ef honum mislíkaði. Tolli var mikill fjöl-
skyldumaður og börn hændust mjög að honum og var það ekki síst fýrir
sögurnar sem hann var ólatur við að semja og segja en hann var góður
sögumaður og sagði skemmtilega frá. Hann kunni mikið af vísum og
ljóðum enda fljótur að læra ef hann heyrði farið með góða vísu.
Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum, Tolla og Boggu, eins og Sigur-
borg er kölluð enda voru þau mjög gestrisin og skemmtileg heim að
sækja. Þau voru mjög samhent og þar sem Bogga var, var Tolli sjaldnast
langt undan. Síðustu árin átti hann við heilsuleysi að stríða.
Hann lést á heimili sínu, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Utför hans
var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 8. ágúst.
Hrefna Þorvaldsdóttir.