Húnavaka - 01.05.2004, Page 154
152
HUNAVAKA
Kristján Arinbjörn Hjartarson,
Skagaströnd
Fæddur 21. apríl 1928 - Dáinn 2. ágúst 2003
Kristján Arinbjörn var borinn í heiminn á Blönduósi, sonur hjónanna,
Hjartar Klemenssonar formanns í Vík á Skagaströnd og konu hans, Astu
Sveinsdóttur. Kristján var einn af sextán systkinum. Þrjú þeirra dóu í
frumbernsku en þrettán komust á fullorðinsár. Systkini Kristjáns eru í
aldursröð: Hólmfríður, fædd 1909-dáin 1991. Bæringjúní, fæddur 1911
- dáinn 1991. Ólína Guðlaug, fædd 1912 - dáin 1983. Sigurður, fæddur
1913 en dó sjö mánaða gamall. Viktoría Margrét, fædd 1915 og býr hún
í Reykjavík. Sigurbjörg Kristín Guðmunda,
fædd 1916 - dáin 1985. Guðný Einarsína,
fædd 1918 og býr hún á Skagaströnd. Þórar-
inn Þorvaldur, fæddur 1920 - dáinn 1991.
Sveinn Guðvarður, fæddur 1921 - dáinn 1961.
Georg Rafn, fæddur 1923 - dáinn 2001. Hjört-
ur Astfinnur, fæddur 1925-dáinn 1961. Næst-
ur var óskírður drengur sem dó mánaðar
gamall 1926. Þá kont Kristján sjálfur en næst-
ur honum var Sigurður, fæddur 1930 og býr
hann á Staðarbakka í Helgafellssveit. Næstsíð-
astur kom óskírður drengur sent dó mánaðar-
gamall 1931. Loks kom Hallbjörn Jóhann,
fæddur 1935 og býr hann á Skagaströnd.
Arið 1950 hóf Kristján búskap nteð Sigurbjörgu Björnsdóttur, þó að
hjónabandið væri ekki stofnað formlega fyrr en fjórum árum síðar. Sigur-
björg var fædd 1930 að Sigríðarstöðum í Vesturhópi, dóttir hjónanna
Björns Jóhannessonar og Ragnheiðar Jónsdóttur. Kristján og Sigurbjörg
bjuggu á nokkrum stöðum á Skagaströnd fyrstu hjúskaparárin en árið
1962 keyptu þau húsið Grund þar sem jtau bjuggu alla tíð síðan og Krist-
ján áfram eftir lát konu sinnar, utan síðustu sex árin, sem Kristján bjó í
Sæborg, íbúðum aldraðra á Skagaströnd. Þegar Kristján missti konu sína
úr krabbameini fyrir rúmum tuttugu árum síðan Joá \’ai' það honum mik-
ið og þungbært áfall. En hann tókst á við áfallið og sorgina í von og trú á
Jesú Ivrist eins og efdrfarandi erindi hans sýnir:
Lát mig meðan lífið treinist
lofa náð og kærleik þinn,
gef að stöðugt ráð mitt reynist,
rétt mér hendi Jesú minn.