Húnavaka - 01.05.2004, Page 155
HUNAVAKA
153
Þinn við náðar sterka stafinn
styrkur ég á fætur rís,
síðar mun ég miskunn vafinn
rnæta þér í Paradís.
Þeim Kristjáni og Sigurbjörgu varð fimm barna auðið en einn son átti
Sigurbjörg fyrir, Björn Omar Jakobsson, fæddan 1949, sem Kristján gekk
í föðurstað. Börn Kristjáns og Sigurbjargar eru: Guðmundur Rúnar,
fæddur 1951, kvæntur Guðrúnu Hrólfsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Ragnheiður Linda, fædd 1954, var gift Þorláki Rúnari Loftssyni og eiga
þau tvö börn saman en þau Linda og Rúnar eru skilin fyrir nokkrum
árum. Sigurlaug Díana, fædd 1958, gift Grétari Haraldssyni og eiga þau
þrjá syni. Sveinn Hjörtur, fæddur 1964, er í sambúð með Hrafnhildi Pét-
ursdóttur og eiga þau fjögur börn. Sæbjörg Drífa, fædd 1966, var gift
Konráð Jónssyni og eiga þau eina dóttur en er nú í hjónabandi með Guð-
mundi Sigurbirni Oskarssyni og eiga þau þrjú börn.
Kristján ólst að hluta upp á Finnsstöðum á Skagaströnd hjá Jósef Jó-
hannssyni en einnig hjá foreldrum sínum í Vík. Hann var í fóstri hjá
Gísla Pálmasyni á Bergsstöðum í Svartárdal 1939-41 og hjá Þorsteini Jóns-
syni á Gili í sama dal 1941-43. I Svartárdalnum átti Ki istján góða daga og
þar Ieið honum vel eins og fj’i sta erindi úr kvæðinu „Dalurinn og strönd-
in“ lýsir svo vel:
Ég heyri sætan söngvahreim
er seiðir mig og kallar heim
í dalinn þar sem dvaldi ég barn
svo hýr og gleðigjarn.
Ég lít á ný þau liðnu ár
með leik og söng og bros og tár
mín gengnu spor um heiði og hól
og bjarta sumarsól.
Þó að dalurinn og fólkið þar hafi fóstrað Kristján vel þá átti ekki fyrir
honnm að liggja að byggja þar sinn bústað og ból vegna áhrifa sem Krist-
ján gerir grein fýrir síðar í sama ljóði:
Ég kvaddi þennan dýra dal
því draumnum mínum eitthvað stal
og um mig léku áhrif ný
svo hugljúf, mild og hlý.
Og innra vakti önnur þrá
því ávallt ég í hilling sá
hvar brimið lék við svartan sand
og braut við skerjaband.
L