Húnavaka - 01.05.2004, Page 157
IIUNAVAKA
155
Þessi staka lians og fjölmargar aðrar glöddu mann og annan í dagsins
önn, að ekki sé nú talað um þau ljóð og ljóðabálka sem hann orti um
menn eða til manna í tilefni af stórafmælum þeirra. I þau ljóð, eins og öll
sín verk til hugar og lianda, lagði hann alúð sína og metnað enda var af-
raksturinn eftir því. En alltafvar Kristjánjafn lrógvær og lítillátur yfir öllu
saman, hann miklaðist ekki yfír afrekum sínum, það var ekki hans stíll -
enda ekki í takt við hans trú, það vitum við öll, hvort sem við lröfum átt
nreð honum samfylgd um lengri eða skemmri veg.
Kristján var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 9. ágúst.
Sr Magnús Magnússo?i.
Jósafat J. Líndal
frá Holtastöðum
Fceddur 21. júní 1912 - Dáinn 6. september 2003
Jósafat var fæddur á Holtastöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Guð-
ríður Sigurðardóttir Líndal húsfreyja og áður forstöðukona Kvennaskól-
ans á Blönduósi og Jónatan Jósafatsson Líndal bóndi og hreppstjóri á
Holtastöðum, áður kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Þau hjónin eignuðust,
auk Jósafats, dótturina Margréti sem er látin.
Jósafat missti móður sína þegar hann var um
tvítugt en nokkrum árum eftir lát hennar
kvæntist faðir hans SoffTu Pétursdóttur Líndal
og eignuðust þau ttrö börn: Harald Holta og
Kristínu Hjördísi.
Jósafat ólst upp heima á kirkjustaðnum
Holtastöðum þar sem búið var af myndarskap
en margir áttu leið þangað, bæði til kirkju og
að hitta hreppstjórann. Hann kynntist vel
hefðbundnum sveitastörfum en það sem hon-
um var minnisstæðast frá uppvaxtarárunum
voru póstferðir hans upp á Laxárdal. Þær
ferðir voru oft erfiðar og varasamar enda veð-
ur oft hörð á Laxárdalnum og í skörðunum sem hann fór þá um. Jósafat
fór að loknu fullnaðarprófi til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi árið
1931. Leið hans lá síðan til Danmerkur þar sem hann stundaði nám í
verslunarskóla næstu árin og lauk prófl árið 1935. Hann hélt áfram námi
og útskrifaðist árið 1938 úr Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn.
A meðan Jósafat var við nám í Danmörku kynntist hann ungri konu
frá Suðurey í Færeyjum, Katarine Elísabetu Aslaugu, sem þá var við kenn-
aranám. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband þann 17. júlí árið
1938 og fór hjónavígslan fram á Suðurey. Þau hjónin áttu heimili sitt í