Húnavaka - 01.05.2004, Page 158
156
II U N A V A K A
Reykjavík til ársins 1951 en flnttu þá í Kópavog og bjuggu þar alla tíð síð-
an. Jósafat og Aslaug eignuðust fjögur börn. Þau eru: Erla Guðríður
Katrín, Jóhanna, Kristín ogjónatan Asgeir.
Áiið 1938 hóf Jósafat störf hjá Shell og þar starfaði hann allt til ársins
1967, sem aðalbókari og skrifstofustjóri, en þá tók hann við stöðu spari-
sjóðsstjóra hjá Sparisjóði Kópavogs. Hann gegncfi þeirri stöðu með mikl-
um sóma til ársins 1984.Jósafat var einn af stofnendum Sparisjóðsins árið
1954, hann var lengi formaður sparisjóðsstjórnar og sat í stjórn hans
fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann forstöðumaður Sjúkra-
samlags Kópavogs um árabil. Þar eins og annars staðar starfaði Jósafat af
heilindum og færni og af þeirri ljúfmennsku og samviskusemi sem ein-
kenndu hann svo mjög.
Jósafat tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Hann var lengi
einn af áhrifamestu forystumönnum sjálfstæðismanna í Kópavogi og sat
í hreppsnefnd Kópavogshrepps og bæjarstjórn eftir að bærinn fékk kaup-
staðarréttindi. Hann sá um eftirlaunasjóð Skeljungs í áratugi og átti lengi
sæti í verslunardómi Kópavogs. Hann var einn af stofnendum frímúrara-
stúkunnar Mímis, var félagi í Lionshreyfingunni og í Rotaryklúbbi Kópa-
vogs.
Jósafat var sóknarnefndarmaður í Kópavogssókn, síðar Kársnessókn
frá 1952 og langt fram á tíunda áratuginn. Arum saman var hann for-
maður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi en á þeim tíma sem Kópavogs-
kirkja var byggð gegndi hann gjaldkerastörfum. Jósafat var alla tíð sérlega
áhugasamur um kirkjuna og málefni hennar. Það mikla starf, sem hann
innti af hendi, ekki síst á meðan á byggingu Kópavogskirkju stóð, var
ómetanlegt. Hann hélt ekki síst utan um fjármálin og hikaði ekki við að
ganga í persónulega ábyrgð fyrir lánum til kirkjubyggingarinnar.
Jósafat naut þess að syngja, hann var ljóðaunnandi og las mikið af ljóð-
um, hann naut þess að spila, ekki síst lomber og bridge. Honum var gef-
in þjál og góð lund, hann var ávallt glaður, það stafaði frá honum góðvild
og hlýju og þolinmæði hans var viðbrugðið. Hann átti gott með að vinna
með fólki, var athugull, sérlega glöggur og kom sér hvarvetna vel. Hann
lét sér annt um fólk, var höfðingi heim að sækja og þau hjónin voru afar
gestrisin. Jósaft missti Aslaugu konu sína fyrir 10 árum eftir langt og sér-
lega farsælt hjónaband.
Síðustu árin dvaldi Jósafat í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa-
vogi, undi þar vel hag sínum, var glaður, brosmildur og hlýr þó svo að
heilsan væri farin að gefa sig.
Útför Jósafats J. Líndal fór fram frá Kópavogskirkju þann 17. septem-
ber.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.