Húnavaka - 01.05.2004, Page 161
HUNAVAKA
159
meðal annars formaður Héraðssambands Strandamanna, sat í stjórn
Kaupfélags Steingrímsf]arðar, var endurskoðandi KRON um tíma og frá
1939-1955 sat liann í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu.
Gunnar las alla tíð mikið og var vel heima á hinum ýmsu fræðasvið-
um. Hann hafði mikla ánægju af kveðskap og orti sjálfur. Tónlist höfðaði
mjög til hans og hann og Sigurlaug, kona hans, tóku þátt í kórastarfi eft-
ir að þau fluttu í Kópavog árið 1984. Gunnar var kominn um áttrætt þeg-
ar hann eignaðist tölvu og það undratæki féll honum afar vel að nota.
Hann var útivistarmaður og stundaði göngur reglulega áratugum sam-
an ásamt því að synda.
Gunnari Grímssyni voru falin margþætt tmnaðar- og forystustörf enda
var hann traustur að allri gerð, gegnheill og bjó yfír mikilli starfshæfni.
Hann vann störf sín af alúð og samviskusemi og framganga hans öll vitn-
aði um fágun og snyrtimennsku. Nægjusenri og það að fara vel með var
honum eðlislægt.
Síðustu fjögur árin dvaldi Gunnar á Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi og naut þar sérlega góðrar umönnunar starfsfólks.
Utför Gunnars var gerð frá Kópavogskirkju þann 19. september.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Agnes Sigurðardóttir,
Mánaskál
Fædd 30. júní 1918 -Dáin 15. október 2003
Agnes var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna, Sigurðar Kristjánssonar sjó-
manns, sem var fæddur 1886 og dáinn 1983 og konu hans, Guðjónínu
Sæmundsdóttur, fædd 1892 og dáin 1960.
Agnes var fjórða elst níu systkina en tvö þeirra dóu í frumbernsku:
Sveinbjörn, fæddur 1913 og lést á fyrsta ári og Björgvin fæddur 1916 en
dáinn 1918. Að öðru leyti er röð systkinanna eftirfarandi: Sveinbjörn
Oskar, fæddur 1914 - dáinn 1999, þá Agnes sjálf, Björg Kiástín, fædd
1920, Ólafur Gunnar, fæddur 1922, Þórunn Ágústa, fædd 1926, Kristján,
fæddur 1930 og loks Helga, fædd 1931.
I foreldrahúsum ólst Agnes upp, fyrst í Reykjavík en síðar á bænum
Ásgarði á Garðsskaga en fjölskyldan flutti þangað þegar Agnes var tólf
ára að aldri. Agnes gekk hinn hefðbundna barnaskólamenntaveg þeirrar
tíðar, í Reykjavík til að byrja með en á Garðsskaga eftir að fjölskyldan
flutti þangað.
Störf Agnesar tengdust aðallega fiskvinnslu á Suðurnesjum auk bú-
starfa í Ásgarði og hafði það raunar verið svo allt frá unglingsárum eða
um áratugaskeið þegar vinkilbeygja varð á hennar lífsleið. Árið 1959 flutt-
ist hún með kjörson sinn, Guðna Agnarsson, fæddan 1947, að Mánaskál