Húnavaka - 01.05.2004, Page 162
160
HUNAVAKA
á Laxárdal og réði hún sig þar sem ráðskonn til Hallgríms Torfa Sigurðs-
sonar bónda, sem jafnan var kallaður Torfi.
Torfi var fæddur að Osi í Nesjurn á Skaga 1917, sonur hjónanna, Sig-
urðar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur. Þau íluttu að Mánaskál í
Laxárdal 1918 er þau keyptu jörðina og
bjuggu þar allan sinn búskap. Torfi keypti
jörðina af föður sínum 1953 og tók þá við bú-
inu.
Það varð ófyrirséð breyting á persónuleg-
um högum Agnesar og Torfa við komu henn-
ar norður því þau felldu fljótlega hugi saman
og giftu sig seint á árinu 1959, nánar tiltekið
4. nóvember suður í Utskálakirkju. Eftir það
bjuggu þau nánast allan sinn búskap á Mána-
skál eða til ársins 1993 þegar þau fluttu niður
á Blönduós eftir að hafa fengið úthlutað íbúð
í Hnitbjörgum. Þar gafst Torfa því miður ekki
færi á að dvelja nema fáar stundir því hann
varð að vera á spítala um skeið vegna veikinda og lést hann á Landspítal-
anum í Reykjavík 9. október 1993. Agnes bjó áfram í íbúðinni á Hnit-
björgum eftir andlát Torfa og átti þar sitt ævikvöld, utan síðustu
mánuðina, sem hún dvaldi í góðu yfirlæti og við hlýja umhyggju á sjúkra-
húsinu á Blönduósi.
Þeim Agnesi og Torfa varð ekki barna auðið en Guðni, kjörsonur Agn-
esar, á þijú börn og eina stjúpdóttur. Guðni er í sambúð með Agústu
Hálfdánardóttur og eiga þau eina dóttur; Kolbrúnu Agústu en Guðni
átti t\'ö börn fyrir; þau Agnar Torfa, sem ólst upp í Mánaskál hjá Agnesi
og Torfa frá fjögurra ára aldri; og Anikku Morrit. Stjúpdóttir Guðna heit-
ir Þórhildur Rún.
Menn minnast Agnesar Sigurðardóttur fyrst og fremst fyrir hógværð
og hlédrægni. Hún hafði sig ekki mikið í frammi í félags- eða trúnaðar-
störfum en hlúði þeim mun betur að heimili þeirra hjóna og jreim bú-
skap sem heima var. Hljóp hún oft undir bagga við hefðbundin útiverk,
annaðast kýrnar, kindurnar og hrossin, jtegar Torfi var ekki heima en
hann þurfd oft að vera að heiman vegna ýmissa trúnaðarstarfa sem hon-
um höfðu verið verið falin.
Auk þess að skjótast í údverk á álagstímum þá annaðist hún af kost-
gæfni allt innan dyra og bjó manni sínum og fjölskyldu hlýlegt og snyrti-
legt heimili. Hún var gestrisin og tók vel á mód jteim sem áðu um stund
eða í lengri tíma hjá þeim hjónum. Barngóð var hún og tók stundum
börn til sumardvalar og í stöku dlfellum til vetrard\’alar og þau börn eiga
hlýjar minningar úr Mánaskál frá þeim tíma er þau voru undir hand-
leiðslu Agnesar og Torfa.
Ahugamál Agnesar beindust aðallega að hannyrðum og lestri. I hann-