Húnavaka - 01.05.2004, Page 165
HLJNAVAKA
163
og dóttur. Dóttirin er alnafna ömmu sinnar og heitir Katrín Bryndís,
fædd 1970, gift Guðbrandi Magnússyni og eiga þau þrjú börn. Sonur
Hrafnhildar og Sigurjóns heitir Jóhann Guðbjartur og er fæddur 1980.
Fljótlega eftir að þau Stella og Jóhann byrjuðu sitt samband hófust þau
handa við að byggja frá grunni sinn eigin bústað, þegar þau á árunum
1943-44 reistu sér húsið Bláland niðri á Hólanesi. Þar bjuggu þau alla tíð
síðan og Stella áfram eftir að hún missti Jóhann mann sinn.
Dugnaður og elja einkenndu Stellu og öll hennar störf. Hún hafði
víða komið að vinnu á langri ævi. Sinnt sveitastörfum bæði í sinni æsku
og einnig búskaparárum þeirra Jóhanns, en þau höfðu um árabil nokkr-
ar kindur sér til búbótar og viðurværis. Einnig
vann Stella við þjónustustörf, var við síldar-
söltun um skeið en lengst af ævi sinnar og
stai fsævi eða um og yfir fjörutíu ár vann hún í
frystihúsinu Hólanesi á Skagaströnd.
Stella var bók- og tónelsk þó að hún gæfí
sér ekki alltaf mikinn tíma í að sinna þeim
áliugamálum vegna mikillar vinnu. Einnig átti
hún sér áhugamál, sem var í sjálfu sér vinna,
þ.e. handavinnan, en hún gerði mikið af þ\4
að sauma og prjóna í gegnum árin öll. Þótt
hún hafi pijónað mikið á löngum ferli þá vildi
hún aldrei selja þær afurðir sínar heldur gaf
hún þær út um allan bæ og hefur margur not-
ið góðs og hlýju af þeirri hlýju hugsun hennar
og verki í gegnum tíðina.
Vinnan var Stellu mikils virði og sjálf var hún ósérhlífin þannig að þá
daga er hægt að telja á fingrum annarrar handar sem hún var frá vinnu
vegna veikinda, enda var það hennar skoðun að maður ætti að mæta dl
vinnu á meðan maður gæd staðið uppréttur og báðir fætur væru jafn-
langir. Sterk orð og afdráttarlaus. En þannig var Stella. Hún vafði orð sín
ekki inn í bómull eða silki, heldur kom hún til dyranna eins og hún var
klædd, skýr og skorinorð, talaði tæpitungulaust og lá ekki á skoðunum
sínum.
Stundum getur hreinskilnin verið stuðandi en þeir sem þekktu Stellu
eða lögðu sig fram um að kynnast henni vel, þeir komust fljótlega að því
að undir þessari hreinu og beinu framkomu var hlý og raungóð mann-
eskja, sem var annt um sitt fólk, fjölskyldu sína, ættingja og vini.
Katrín var jarðsungin frá Hólaneskirkju 20. desember.
Sr. Magnús Magnússon.