Húnavaka - 01.05.2004, Page 166
164
H Ú N A V A K A
Eggert Konráð Konráðsson
frá Haukagili
Fæddur 10. janúar 1949 - Dáinn 12. desember 2003
Eggert fæddist á Blönduósi og voru foreldrar hans Haukagilshjónin,
Konráð Már Eggertsson og Lilja Halldórsdóttir en þau eru bæði látin.
Hann ólst upp á Haukagili í hópi fimm systkina en þau eru: Guðrún
Katrín, Ágústína Sigríður, Inga Dóra, Hólmfríður Margrét og bróðir,
sammæðra, Sævar Orn Stefánsson.
Skólafyrirkomulag í Vatnsdal var í bernsku Eggerts með farskólasniði
og eins og önnur börn úr framdalnum sótti hann skóla að Ásbrekku
hluta úr hverjum vetri. Eftir fermingu fór
hann til miðskólanáms út á Blönduós sem
lauk með landsprófí. I nóvember á þriðja og
síðasta ári kom í ljós að hann var með sykur-
sýki og var sendur suður til lækninga en fyrir
þrautseigju og hjálp Lilju móður hans tók
Eggert þó vorprófm utanskóla. Eftir landspróf
var Eggert heima við bústörf en fór þó einn
vetur í Bændaskólann á Hvanneyri.
Árið 1969 gekk hann að eiga Sóleyju Jóns-
dóttur. Börn þeirra eru: Lilja Margrét, fædd
1970. Hún býr í Danmörku og á ljögur börn.
Harpa Björt, fædd 1971, býr á Haukagili. Sam-
býlismaður hennar er Egill Herbertsson. Þau
eiga þrjú börn. María Hlín, fædd 1972, býr á
Akranesi. Hennar sambýlismaður er Marteinn Sigurðsson og eiga þau
þrjú börn. Yngstur er svo Heiðar Hrafn, fæddur 1976. Eggert og Sóley
slitu samvistum 1992.
Kona Eggerts frá 1995 er Torfltildur Rúna Gunnarsdótdr. Þau gengu í
hjónaband 1999. Rúnubörnin eru: Arnór Ingi, Særún, Haukur og Davíð.
Árið 1970 tóku þau Eggert og Sóley við búskap á Haukagili og bjuggu
þar til 1987 er þau ákváðu að bregða búi vegna heilsu Eggerts og flytja til
Reykjavíkur. í nóvember sama ár var grætt í hann nýra sem Guðrún syst-
ir hans gaf honum. Aðgerðin var gerð á Ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn. Hún gerbreytti lífi hans og gat hann farið að vinna á ný.
Hann hóf störf í fyrirtæki frænda síns, Plastprend og vann síðan ýmis
störf og síðustu árin hjá Byko í Kópavogi.
Árið 1995 kom Rúna inn í líf hans sem framrétt Guðshönd, dlbúin að
vera honum stuðningur og hvikaði aldrei. Sykursýkin var eitt en 1998
kom í 1 jós að Eggert var með krabbamein í maga og hefur þess vegna