Húnavaka - 01.05.2004, Page 169
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2003.
Árið 2002 kvaddi með mikilli
árgæsku. Afbrigðilega góð veðrátta
var í desember, allt til áramóta.
Jörð auð utan snjódílar í fjalla-
brúnum og að mestu klakalaus.
Janúar.
Segja má að væg vetrartíð væri í
janúar. Áttir voru S og SA stæðar
14 fyrstu dagana, síðan N stæðar til
22. en breytilegar J:>að sem eftir var
mánaðarins og SV með snjóéljum
síðasta daginn. Snjólag var alltaf
lítið og alautt á láglendi frá 9. til
15. Urkoma var alls 47,3 mm, 26
mm snjór og 21,3 mm regn. Ur-
koma var skráð 23 daga en þar af
einn ekki mælanlegur. Hiti var
mestur 7 stig þann 9. en mesta
frost 14 stig þann 22. Frostlaust
með öllu var frá 6. til 12. og síðan
26. og 27. Vindur var mestur 8
vindstig af N þann 15. og 6 vind-
stig voru gefin af N þann 17. og af
A til SA þann 26. en að meiri hluta
var vindur hægur. Samgöngur
voru greiðar en stundum nokkur
hálka á vegum.
Febrúar.
Febrúar var með eindæmum
hlýr en umhleypingasamur og
nokkuð rakur. Urkomudagar voru
22 en 20 mælanlegir. Urkomu-
magnið 65 mm, 24,2 snjór og 40,8
regn. Mestur hiti var 9,6 stig dag-
ana 16. og 18. en kaldast 10,5 stiga
frost þann 5. Hæg SA átt var í upp-
hafi mánaðarins en síðan ríkjandi
SA og S stæðar áttir úr því mánuð-
inn út. Frostlaust var með öllu í 14
sólarhringa og jörð skráð auð í
byggð þann 16. og 17. og þann 25.
allt dl mánaðarloka. Miklar sveifl-
ur voru á loftþrýsdngi og nokkuð
vindasamt. Mestur vindur var
skráður 9 vindstig af SA þann 14.
og 15. og 8 vindstig af S til SV
þann 16. Mikið bar á því að trjá-
gróður í görðum væri að lifna í
mánaðarlokin og samgöngur sem
á hásumardegi.
Mars.
Mars var óvenju hlýr en nokkuð
umhleypingasamur. Urkomu varð
vart í 23 daga en 18 mælanlegir,
alls 39, 4 mm, 29,6 mm regn og 9,8
mm snjór. Áttir voru S lægar fyrstu
þrjá dagana, N lægar frá 4. til 10.
og síðan S lægar þar til að kvöldi
31. að snérist til NV með snjó-
komu. Hiti var um og yfir 10 stig
frá 16. til 23., mestur 10,8 stig
þann 24. Mesta frost í mánuðinum
var 12 stig þann 11. en frostlaust
var með öllu í 17 sólarhringa.
Nokkuð var vindasamt og mest gef-
in 7 vindsdg af SSV þann 12. Lág-