Húnavaka - 01.05.2004, Síða 189
HUNAVAKA
187
mörg ár. Við í félaginu höfum lidð
á það sem þakklædsvott frá okkur
til samfélagsins fyrir þann stuðning
sem Hvöt hefur fengið gegnum
árin. Allir sem þar komu fram,
hljómsveitarmeðlimir, söngv'ari og
sögumaður, gáfu vinnu sína.
Stjórnina skipa: Þórhalla Guð-
bjartsdóttir, formaður, Auðunn
Sigurðsson, gjaldkeri, Berglind
Björnsdóttir, ritari, Vilhjálmur K.
Stefánsson og Margrét Hallbjörns-
dóttir, meðstjórnendur.
Urdráttur úr skýrslu Hvatar.
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD HVATAR.
Iþróttaskóli var starfræktur allt
árið. Hann er á vegum frjáls-
íþróttadeildar og knattspyrnu-
deildar en frjálsíþróttadeild hefur
borið þungann af starfseminni.
Þeir sem störfuðu á vorönn
voru: Ragna Peta Hámundardótdr,
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir,
Greta Björg Lárusdóttir og nem-
endur úr 9. og 10. bekk sem eru
að læra íþróttafræði.
Um sumarið störfuðu Erla
Jakobsdóttir og Olafur Benedikts-
son og á haustönn, Valgeir Már
Levy og Hildur Björg Vilhjálms-
dótdr, ásamt nemendum í íþrótta-
fræði. Varðandi rekstur Iþrótta-
skólans er unnið eftir stefnu ÍSl í
þjálfun barna og unglinga og for-
svarsmenn ISI hafa hrósað okkur
íyrir starfsemina.
KH mót var haldið í mars og
gekk það vel að vanda með ágætri
þátttöku nemenda úr 1.-7. bekk
Grunnskólans á Blönduósi. Allir
keppendur fengu verðlaunapen-
inga og holla næringu að lokinni
keppni. KH styrkd mótið eins og á-
vallt og vonum við að það samstarf
haldi áfram.
Vorsprettur var um það leyti
sem skóli hætti og hlupu þar allir
eins og þeir gátu, mishratt að sjálf-
sögðu en flesdr komust í mark.
Allir fengu verðlaunapening að
hlaupi loknu.
Við tókum þátt í Barnamóti
USAH og Héraðsmóti USAH.
Einnig tóku iðkendur frá okkur
þátt í mótum utanhéraðs fyrir
hönd USAH. Keppendurnir okk-
ar stóðu sig mjög vel og háðu ætíð
drengilega keppni.
Þjálfarar á árinu voru Sigríður
Aadnegard og Þórhalla Guðbjarts-
dóttir sem þjálfuðu á vorönn en
Magnús Hreinsson þjálfaði í sum-
ar og Valgeir Már Le\y þjálfaði á
haustönn.
Fjáraflanir voru þær sömu og
venjulega; útburður á hitaveitu-
reikningum og dósasöfnun.
I stjórn Frjálsíþróttadeildar
Umf. Hvatar eru: Aðalheiður Lilja
Magnúsdóttir formaður, Sigríður
Aadnegard gjaldkeri og Jóna Fann-
ey Friðriksdóttir ritari.
Ur skýrslu Frjálsíþróttadeildar.
KNATTSPYRNUDEILD HVATAR.
Foreldraráð sem tók til starfa á
haustdögum 2002 og nokkrir aðil-
ar til viðbótar tóku að sér stjórn
knattspyrnudeildarinnar. I febrúar
2003 var svo kosin 11 manna stjórn
fyrir deildina og fór starfið vel af
stað. Þrátt fyrir hug, sem var í
mönnum, þynntist hópurinn
smám saman, í dag eru aðeins 5
virkir af upprunalega hópnum.