Húnavaka - 01.05.2004, Page 191
H UNAVAKA
189
framúr. Yngri flokkarnir okkar
tóku þátt í Islandsmóti innanhúss
í vetur.
Að síðustu rná geta þess að upp
kom hugmynd um að breyta
Essóskálamóti nokkuð. Hugmynd-
in fékk vinnuheitið „Sntábæjarleik-
ar“ og lítur út fyrir að af
smábæjarleikum geti orðið. Smá-
bæjarleikarnir eru ætlaðir kepp-
endum frá smærri byggðarlögum
eða þeim sem telja færri en 1500
íbúa, eins og nafnið gefur til
kynna. Keppendur eru því að
keppa á meiri jafnréttisgrunni en
oftast er. Þegar hefur verið skipuð
undirbúningsnefnd en hana skipa:
Berglind Björnsdóttir, Heiðrún
Bjarkadóttir og Svanborg Frosta-
dóttir og Valgeir Levy ráðinn fram-
kvæmdastjóri mótsins. Gengur
starf undirbúningsnefndarinnar
með miklum ágætum.
Ur skýrslu knattspyrnudeildar
sem eftirtaldir firnnt sþórnarmenn
tóku sarnan: Anna Margret Val-
geirsdóttir, Valgerður Gísladóttir,
Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir,
Kári Kárason og Helgi Arnarson.
Knattspyrnudeild Hvatar
ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG
NORÐURLANDS VESTRA.
Stjórn Iðnþróunarfélags Norð-
urlands vestra ákvað á aðalfundi fé-
lagsins í ágúst að breyta nafni
félagsins í Atvinnuþróunarfélag
Norðurlands vestra. Nafnið var
talið eiga betur \’iö starfsemi félags-
ins. Skammstöfun nýja nafnsins er
Anvest.
Skipulagsbreytingar.
Frá og með áramótum var
skipulagi Anvest breytt á mjög
áhugaverðan hátt. Samningar um
svæðisbundin verkefni innan
landshlutans voru lagðir niður og
í stað þeirra réð félagið til sín
starfsmenn með fasta búsetu og
vinnuaðstöðu á Siglufirði, Sauðár-
króki, Blönduósi og Hvamms-
tanga. Auk framkvæmdastjóra,
starfaði Sigurður Sigurðarson, sem
var á Blönduósi, fyrir allt Norður-
land vestra. Hann hætti störfum
hjá félaginu í nóvember. Eftirtaldir
voru ráðnir sem atvinnuráðgjafar
til félagsins: Gudrun M.H. Kloes á
Hvammstanga, Haukur Suska-
Garðarsson á Blönduósi, Þorsteinn
Broddason á Sauðárkróki ogjakob
Magnússon á Siglufirði. Haukur
og Gudrun störfuðu áður sem
ferðamálafulltrúar, Haukur hjá
Ferða- og markaðsmiðstöð Austur-
Húnavatnssýslu og Gudrun hjá
Hagfélaginu á Hvammstanga.
Breytingarnar hafa marga kosti
og meðal þeirra mikilvægustu eru
að starfsmenn eiga nú kost á að
hafa faglegt samráð sín á milli og
aðstoða við verkefni þótt þau séu
utan þeirra svæðis. Starfsmenn
verða með þessu fyrirkomulagi í
mun betri tengslum við sveita-
stjórnir á hverju svæði og geta haft
frumkvæði að verkefnum. Það er
mikill kostur fyrir starfsmennina
að geta unnið sem teymi, fremur
en starfa hver í sínu horni hjá ýms-
um félögum. Dagleg samskipti eru
milli starfsmanna og starfsmanna-
fundir eru haldnir mánaðarlega,
þar sem farið er faglega yfir verk-
L