Húnavaka - 01.05.2004, Page 198
196
H U N A V A K A
Skógiœkt.
Skólinn okkar hefur á að skipa
starfsfólki sem hefur menntun og
þekkingu á mörgum sviðum. Páll
Ingþór Kristinsson, umsjónarmað-
ur fasteigna, hlaut Landgræðslu-
verðlaun ásamt þremur öðrum
einstaklingum í nóvember. Páll
Ingþór hlaut verðlaunin fyrir að
hafa með áhuga sínum, elju og
markvissum vinnubrögðum eflt
ræktunarstarf Skógræktarfélags A-
Hún. til muna. Hjá Grunnskólan-
um á Blönduósi hefur Páll Ingþór
verið umsjónarmaður Yrkjuverk-
efnisins. I þ\a hafa nemendur skól-
ans gróðursett nokkuð af plöntum
árlega innan bæjarmarkanna og
fengið fræðslu um skógrækt. Hann
hefur í samvinnu við Hólmfríði
Björgu Jónsdóttur, smíðakennara
skólans, staðið að fræðsluferðum
nemenda í eldri skógarreiti, þar
sem nemendur læra að velja sér
efni sem hentar til smíða á ýmsum
gripum. Með gróðursetningu í
Yrkjuverkefninu, og á öðrum vett-
vangi, hafa nemendur skólans lagt
sitt af mörkum við verndun um-
hverfisins.
Forvarnir.
Forvarnir hafa í auknum mæli
verið að koma inn í starf grunn-
skólanna og erum við engin und-
antekning í þeim málum.
Forvarnir í skólanum okkar snúast
um það að miðla fræðslu til nem-
enda, foreldra og starfsfólks skól-
ans, stuðla að viðburðum sem
einkennast af heilbrigðum lífshátt-
um og efla lífsgleði.
A síðasta ári fengum við í heim-
sókn Magnús Stefánsson fræðslu-
fulltrúa frá samtökum sem nefnast
Maríta. Magnús og Höskuldur
Erlingsson lögregluvarðstjóri
sýndu nemendum í elstu bekkjum
skólans áhrifaríka mynd sem nefn-
ist „Hættu áður en þú byrjar" og
ræddu við þá um skaðsemi fíkni-
efna. A fundi með foreldrum
mætti einnig Dagný Annasdóttir,
félagsmálastjóri, og fræddi for-
eldra um hlutv'erk félagsþjónustu
og benti þeim á ýmis ráð til varnar
vágestinum, fíkniefnunum. Anna
Margret Valgeirsdóttir kennari er
forvarnarfulltrúi skólans og hafði
hún m.a. veg og vanda af undir-
búningi þessara vel lukkuðu
fræðslufunda.
I námsgrein sem kallast lífs-
leikni er lögð áhersla á forvarnir
og höfum við einbeitt okkur tals-
vert að tóbaksvörnum í fræðslu
okkar. Höfum við náð þeim ár-
angri að skólinn er reyklaus annað
árið í röð.
Samstarf heimila og skóla.
Foreldrafélag skólans var virkt á ár-
inu og stóð fyrir leikhúsferð fyrir
nemendur í 1.-6. bekk og foreldra
þeirra. Farið var norður í Skaga-
fjörð til að sjá leiksýninguna
Galdrakarlinn í OZ í flutningi
Leikfélags Sauðárkróks. Þá skipu-
lagði stjórn foreldrafélagsins
einnig skautaferð til Akureyrar.
Grunnskólarnir í Húnavatnssýslu,
í samstarfi við foreldrafélögin og
Skólaskrifstofu A-Hún., stóðu fyrir
námskeiði fyrir 10. bekkinga og
foreldra þeirra undir heitinu Lok
grunnskóla og upphaf framhalds-
skóla. I haust héldum við sérstakt