Húnavaka - 01.05.2004, Síða 209
H Ú N A V A K A
207
vantar þó fleiri og fjölbreyttari at-
vinnutækifæri til að treysta byggð-
ina og snúa við þróuninni sem
verið hefur undanfarin ár.
Rækjuvinnsla er stór þáttur í at-
vinnulífi héraðsins og þar hafa ver-
ið blikur á lofti. I fyrravor var 9
manns sagt upp í rækjuvinnslu
Skagstrendings. Það var mikið
högg þar sem hvert starf er dýr-
mætt.
Félagsmenn Samstöðu hafa í
auknum mæli sótt um styrki úr
LandsMennt. Þessi starfsfræðslu-
sjóður er löngu búinn að sanna
gildi sitt og mun verða samið um
hann áfram í næstu kjarasamning-
um.
Félagið hefur einnig staðið fyrir
námskeiðahaldi, bæði hefð-
bundnu trúnaðarmannanámi, fisk-
vinnslunámskeiðum og einnig
kom leikkonan vinsæla, Helga
Braga, hingað norður með nám-
skeið sitt „Listin að vera dama“.
Það var haldið á vegum Stéttarfé-
lagsins Samstöðu, á Skagaströnd,
Blönduósi og Hvammstanga við
góðar undirtekúr. Þrjú tölublöð af
Samstöðublaðinu voru gefin út
árið 2003 eins og undanfarin ár.
Stefnt er að því að bjóða félög-
um í Samstöðu áfram fjölbreytta
kosti í leigu orlofshúsa.
Félagið á nú orlofshús að Illuga-
stöðum í Fnjóskadal og hús í Olf-
usborgum á móti stéttarfélaginu
Oldunni. A liðnu ári voru tekin
hús á leigu og endurleigð dl félags-
manna á eftirtöldum stöðum: Bif-
röst í Borgarfirði, Uthlíð í Biskups-
tungum, Einarsstöðum á Héraði
og Alviðru í Dýrafirði. Einnig voru
til afnota átta vikur í orlofshúsinu
í Fljótstungu sem félagið seldi á
fyrra ári. Tjaldvagnar félagsins
voru seldir á árinu.
Nýr starfsmaður, Soffía Jónas-
dóttir, var ráðinn á skrifstofuna á
Skagaströnd í stað Vigdísar Elvu
Þorgeirsdóttur. Hún hóf störf í
maí 2003.
Aðalfundur Samstöðu var hald-
inn 28. apríl 2003. Núverandi
stjórn skipa:
Asgerður Pálsdóttir formaður,
Guðrún Matthíasdóttir varafor-
maður, Stefanía Garðarsdóttir
gjaldkeri og Péturína Jakobsdótdr
ritari.
Meðstjórnendur: Guðbjörg Þor-
leifsdóttir formaður deildar versl-
unarmanna, Sigríður Arnfj.
Guðmundsdóttir formaður deild-
ar iðnverkafólks, Gígja H. Oskars-
dótdr formaður fiskvinnsludeildar,
Guðmundur Finnbogason formað-
ur sjómannadeildar og Eiríkur
Pálsson formaður deildar starfs-
fólks ríkis og sveitarfélaga.
Félagið hélt hátíðasamkomu á
Blönduósi á fyrsta maí eins og
jafnan áður og fékk Húnvetning-
inn, Þorbjörn Guðmundsson frá
Eiríksstöðum, til að vera ræðu-
mann dagsins.
Þorbjörn hefur verið formaður
velferðarnefndar ASI og skilað þar
góðu starfi.
Kór eldri borgara, undir stjórn
Kristófers í Köldukinn, söng fyrir
hátíðagesti og einnig lék Lúðra-
sveit A-Hún. undir stjórn
Skarphéðins Einarssonar. Dans-
flokkurinn Hófarnir skemmti með
línudansi.
Þing Alþýðusambands Norður-
lands var haldið á Illugastöðum í