Húnavaka - 01.05.2004, Page 218
216
H U N A V A K A
Hrútey
Hrútey falleg, stöðug stendur
sterk í miðjum ólguflaum,
hennar grjót og gróðurlendur
greipt í lnigans vökudraum.
Undirstaðan eru klettar
yfirbreiðslan skógi prýdd,
flóra Islands furðu þéttar
festi rætur blómum skrj'dd.
Berin svört og blá þar spretta
breiðir úr sér fagurt lyng,
hreiður ótal fuglar flétta
flytja söngv'a allt um kring.
Blanda framhjá stanslaust streymir
stefnuföst með þungum nið,
eyjuna hún áfram geymir
umvafða í sældarfrið.
Hjá Norðurlandsskógum var
gróðursett langmest af lerki eða
um 90 þúsund plöntur. Næst á eft-
ir komu grenitegundir með um 36
þúsund tré og síðan koll af kolli.
Hamar hafði vinninginn í fjölda
gróðursettra trjáa eins og mörg
síðustu árin. I jörðu fóru um 104
þúsund tré og er það áætlaður
tæpur helmingur af öllum gróður-
settum trjám í sýslunni 2003.
Aðrir bændur, sumarbústaðaeig-
endur, garðeigendur og fleiri hafa
síðan sett niður einhverjar þús-
undir plantna.
Verkefni og svœði:
Norðurlandsskógar:
Bakki, Hamar, Hof, Kagaðarhóll,
Litla-Búrfell, Saurbær og Stóra-
Búrfell gróðursettu 179.005
plöntur.
Skógræktarfélag A-Hún.:
Gunnfríðarstaðir/Vatnahverfí
gróðursettu 15.000 plöntur.
Skógræktarfélag Skagastrandar:
Spákonufell gróðursetti 5.500
plöntur.
Páll Ingþór Kristinsson.
MIKIÐ AFURÐAÁR Á SVÆÐI BSAH.
Arið 2003 var annað ár sameig-
inlegrar ráðunautaþjónustu fyrir
Búnaðarsambönd A-Hún, V-Hún
og Strandasýslu. Þessi stofnun heit-
ir Ráðunautaþjónusta Húnaþings
og Stranda (RHS) og sinnir sam-
eiginlega öllum leiðbeiningum í
búfjárrækt og jarðrækt ásamt
rekstrar- og hagfræðileiðbeining-
um á Húnaflóasvæðinu.
Ráðunautaþjónustan hefur að-
setur á þremur stöðum; á Blöndu-
ósi, Hvammstanga og Borðeyri.
Alls eru fimm ráðunautar að störf-
um en þar af eru þrír í hlutastarfi.
Ráðunautarnir eru Gunnar Rík-
harðsson sem einnig er fram-
kvæmdastjóri, Guðbjartur Guð-
mundsson og Anna Margrét Jóns-
dóttir á Blönduósi, Svanborg Þ.
Einarsdóttir sem fluttist frá
Hvammstanga á Borðeyri í lok árs
2003 og Guðný Helga Björnsdótt-
ir á Hvammstanga. Brynjólfur Sæ-
mundsson, sem starfað hefur á
Hólmavík, lét af störfum á árinu.
Aðalfundur BSAH var haldinn á
Blönduósi 7. maí. A dagskrá voru
hefðbundin aðalfundarstörf auk
þess sem framkvæmdastjóri RHS,
Gunnar Ríkharðsson fór yfir starf-
semina á árinu, hvaða verkefnum
hefði mest verið sinnt, námskeiða-
hald o.fl.
Kúasæðingar voru með svipuðu
sniði og árið áður. Umfang sauð-