Húnavaka - 01.05.2004, Page 219
HUNAVAKA
217
fjársæðinga var heldur meira en
undanfarin ár og er það gleðilegt
og greinilega vaknandi áhugi á
kynbótastarfinu. Ráðunautaþjón-
ustan var með sæðingaþjónustu og
voru það þeir Jón Arni Jónsson,
Sölvabakka og Gísli H. Geirsson,
Mosfelli sem störfuðu við það.
Einnig var nokkuð um að þeir
bændur, sem sótt höfðu námskeið
í sauðfjársæðingum, sæddu sitt fé.
Alls voru sæddar 1.144 ær á 47
bæjum. Til samanburðar er rétt að
geta þess að árið 2001 voru sæddar
1.089 ær á 44 bæjum og árið 2000
voru sæddar 447 ær.
Fjöldi búfjár sem settur var á í A-
Hún. á haustdögum var sem hér
segir: Nautgripir reyndust vera
2.805 og er það fækkun um 383 á
milli ára. Sauðfé taldist vera 32.239
og hefur fénu fjölgað um 1.370
kindur. Hrossin voru í vetrarbyijun
5.379 og er það fjölgun um 34.
I sumar voru tekin 93 heysýni á
ríflega 30 bæjum og reyndist með-
al fóðurgildi vera 0,77 FE/kg sem
er heldur lægra en árið á undan
en þá mældist það 0,79 FE/kg.
Bestu bú og búfénadur.
Alls héldu 38 bændur í sýslunni
afurðaskýrslur yfir kýr sínar á árinu
og er það fækkun um þrjá frá ár-
inu áður. Er sú fækkun eingöngu
vegna þess að viðkomandi bændur
hafa hætt kúabúskap. Arskýrin
(meðalkýrin) skilaði 4.842 kg af
mjólk á árinu og er það 163 kg
aukning frá fyrra ári. Arskúm
fækkaði á skýrslu um 41 og eru
þær núna 829. Árskýrin fékk 889
kg af kjarnfóðri sem er 12 kg
minna en árið áður. Mestar afurðir
eftir árskúna, ef raðað er eftir efna-
magni í mjólk, voru hjá Haraldi
Kristinssyni og Sveinfríði Unu
Halldórsdóttur á Grund í Svína-
vatnshreppi en þar skilaði árskýrin
6.255 kg mjólkur og 467 kg sam-
tals af mjólkurfitu og mjólkur-
próteini. Gróa og Sigurður á
Brúsastöðum í Vatnsdal voru í
öðru sæti með 6.005 kg mjólkur
og 443 kg samtals af mjólkurfitu-
og próteini. Þriðja sætinu halda
Reynir Davíðsson og María Hjalta-
dóttir á Neðri-Harrastöðum með
5.723 kg mjólkur og 419 kg sam-
tals af mjólkurfitu og próteini.
Ef notaður er sami mælikvarði
til að meta afurðir einstakra gripa
þá stendur efst Botna nr. 12 í eigu
Bald\dns Sveinssonar og Bjarneyjar
R. Jónsdóttur á Tjörn á Skaga en
hún skilaði eigendum sínum 717
kg af fitu og próteini en mjólkur-
magnið sem hún skilaði nam 9.066
kg sem var einnig hæsta nyt í hér-
aðinu og raunar á öllu svæði RHS.
Oðru sætinu heldur Laufa nr. 91 á
Neðri-Harrastöðum en hún skilaði
í ár 645 kg af fitu og próteini og
8.270 kg mjólkur. I þriðja sæti,
með 593 kg af fitu og próteini og
7.592 kg mjólkur, var Pála nr. 388,
á Torfalæk, sem stóð efst árið
2002.
Þegar þessi orð eru rituð er ekki
alveg ljóst hversu margir munu
skila inn sauðfjárskýrslum. Árið
2002 skiluðu 54 bændur inn skýrsl-
um yfir 13.619 vetrarfóðraðar
kindur sem er farið að nálgast
helminginn af öllu fé í sýslunni.
Gera má ráð fyrir að skýrsluhaldar-
ar verði ekki færri í ár. Ur þeim
niðurstöðutölum sem komnar eru