Húnavaka - 01.05.2004, Qupperneq 223
HUNAVAKA
221
inu og hverju þyrfti að breyta.
Saminganefnd ríkisins og bænda-
samtakanna hefur hafíð störf.
Mikið er rætt um sameiningu og
hagræðingu fyrirtækja í dag, und-
anfarnar \ikur hafa farið fram við-
ræður milli Mjólkursamsölunnar
og Mjólkurbús Flóamanna um ein-
hvers konar samruna eða samein-
ingu en þetta skýrist á næstu
mánuðum.
Björn Magnússon.
FRÁ SAMTÖKUM HROSSABÆNDA.
Héraðssýning á kynbótahross-
um var haldin á Hvammstanga á
vegum Ráðunautaþjónustu Húna-
þings og Stranda í byrjun júní.I
ársskýrslu ráðunautaþjónustunnar
er getið um dóma einstakra
hrossa.
A árshátíð Samtaka hrossa-
bænda og hestamannafélagsins
Neista voru veittar viðurkenningar
fyrir hæst dæmdu hross í A-Hún.
árið 2003. Hæst dæmda 4 vetra
hryssan var Dáð frá Steinnesi, eig-
andi Magnús Jósefsson, 5 vetra var
hæst Gæfa frá Steinnesi, eigandi
Magnús Jósefsson, 6 vetra, Drífa
frá Steinnesi, eigandi Magnús Jós-
efsson og 7 vetra og eldri, Aríel frá
Höskuldsstöðum, eigendur
Trygggt’i Björnsson og Asgeir
Blöndal. I flokki 5 vetra stóðhesta
var hæstur Parker frá Sólheimum,
eigandi Arni Þorgilsson, 6 vetra og
eldri Gammur frá Steinnesi, eig-
endur Magnús Jósefsson og fleiri.
A árshátíðinni var veittur Fengs-
bikarinn fyrir hæst dæmda hross á
kynbótasýningum á árinu. Hæsta
dæmda hrossið var Parker frá Sól-
heimum. Hæst dærnda hryssan á
héraðssýningu, Slemma frá
Brekku, hlaut farandbikar, eigandi
Slemmu er Hjörtur K. Einarsson.
Um sumarið voru eftirtaldir
stóðhestar notaðir á vegun samtak-
anna: Oddur frá Selfossi, Galsi frá
Sauðárkróki, Sveinn-Hervar frá
Þúfu, Víkingur frá Voðmúlastöð-
um, Númi frá Þóroddsstöðum og
Stígandi frá Sauðárkróki.
Folaldasýning var haldinn í Arn-
argerði í haust sem tókst mjög vel.
Ahorfendur röðuðu folöldunum í
sæti 1-3. Flest atkvæði fékk Fjalla-
frúin frá Oxl, eigandi Guðmund-
ur Svavarsson.
Samtökin tóku þátt í stórhátíð
hestamanna og ræktenda í Reið-
höllinni Arnargerði á Blönduósi
og „Fákaflugi“, sameiginlegri kyn-
bóta- og gæðingakeppni hrossa-
ræktarsamtaka og hestamanna-
félaga á Norðurlandi. Sýningin var
haldin á Vindheimamelum.
Steinnes var útnefnt ræktunar-
bú ársins 2003. Haldnir voru
fræðslufundir, gefið út fréttabréf
o.fl.
I vetur keyptu samtökin allan
eignarhlut Arna Þorgilssonar í
Reiðhöllinni Arnargerði ehf. og er
eignarhlutur Samtaka hrossa-
bænda í A-Hún. nú 94%.
Stjórn Samtaka hrossabænda er
þannig skipuð:
Björn Magnússon Hólabaki, for-
maður, Magnús Jósefsson
Steinnesi, varaformaður, Gunnar
Ríkharðsson Þingeyrum, gjaldkeri,
Ægir Sigurgeirsson Stekkjardal, rit-
ari og Jón Kristófer Sigmarsson
Hæli, meðstjórnandi.
Björn Magnússon.