Húnavaka - 01.05.2004, Side 230
228
HUNAVAKA
munu verða á vegi þeirra og
hvaða þýðingu slíkt getur liaft á
framtíð þeirra. Vonandi er þetta
fyrirbyggjandi starf lóð á þær
vogarskálar að skila heilbrigðari
og sterkari einstaklingum inn í
framtíðina.
Kristján Þorbjörnsson
yjirlögregluþjónn.
KIRKJUSTARF í ÞINGEYRAKLAUST-
URSPRESTAKALLI.
Um kirkjustarf í Þingeyraklaust-
ursprestakalli á árinu er það að
segja að sem fyrr er messan það
sem er miðja hins kirkjulega starfs.
Messað var á helgum, jólum og
páskum. Auk þess var fermt á öll-
um kirkjum prestakallsins en kirkj-
ur prestakallsins eru fimm:
Auðkúlukirkja, Blönduósskirkja,
Svínavatnskirkja, Undirfellskirkja
og Þingeyrakirkja.
Hver guðsþjónusta er söfnuðin-
um til trúarlegrar næringar og
uppörtomar. En það skal líka nefnt
að hver kirkjuleg athöfn, skírn,
hjónavígsla, ferming og jarðarför
er jafnframt guðsþjónusta með
boðun guðsorðs og fyrirbæn.
Sex jarðarfarir fóru fram frá
Blönduósskirkju á árinu. I presta-
kallinu var skírt 21 barn og er það
gleðilegt. Ekki hafa fleiri börn ver-
ið skírð á einu ári síðan undirritað-
ur var settur hér sóknarprestur
árið 1997. Skírnir voru ýmist í
heimahúsi eða í einhverjum af
kirkjum prestakallsins. Fjórar
hjónavígslur voru á árinu 2003,
þrjár hjónavígslur í kirkju og ein í
heimahúsi. Fermingarbörnin þetta
árið voru 28 og stóðu fermingar
yfír mánuðina apríl og maí.
Annað sem gert var og skal
minnast á eru vikulegar bæna- og
samverustundir á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi. Mömmu-
morgnar voru einn dag í viku í
safnaðarheimili kirkjunnar. Æsku-
lýðs- og barnastarf fyrir tíu til tólf
ára börn var hálfsmánaðarlega í
Blönduósskirkju. Kirkjuskóli barn-
anna var hálfsmánaðarlega á
Húnavöllum, fyrir fyrstu bekkina.
Einnig var barnastarf fyrir yngstu
börnin í Vatnsdalnum. Ekki skal
gleyma sunnudagaskólanum í
Blönduósskirkju á hverjum sunnu-
dagsmorgni allan veturinn.
Ollu starfi í kirkjunni fylgir um-
sjón og skipulag, bæði fýrir sóknar-
prest, organista, sóknarnefndir og
allt annað það fólk sem leggur
vinnu af mörkum til að efla starf
kirkjunnar í samfélagi okkar, að
ógleymdnm kirkjuverði og kirkju-
garðsverði og síðast en ekki síst
öllu kórfólkinu við kirkjur presta-
kallsins.
Um kórstarfið er Jaað að segja
að tveir organistar eru starfandi í
prestakallinu, Sólveig S. Einars-
dóttir og Sigrún Grímsdóttir. Sól-
veig er organisti í Blönduóss-,
Auðkúlu- og Svínavatnskirkjum en
Sigrún í Undirfells- og Þingeyx a-
kirkjum. I piestakallinu eru fimm
sóknarkirkjur eins og áður segir og
fimm sóknarnefndir og ein kirkju-
garðsstjórn, stjórn Kirkjugarðs
Blönduóss.
Ymsar guðsþjónustur tilheyra
ekki hinu hefðbundna kirkjuári
sem slíkar og skal þá nefna guðs-
Jijónustu á konudegi sem haldin