Húnavaka - 01.05.2004, Page 233
H U N A V A K A
231
strangt aðhald. Á árinu var einnig
unnið að hugmynda- og hönnun-
arvinnu vegna fyrirhugaðrar ný-
byggingar heilsugæslustöðvar á
Skagaströnd.
YJirstjórn.
Á árinu voru stjórnir heilbrigð-
isstofnana lagðar af og heyrir fram-
kvæmdastjóri nú beint undir
ráðherra. Starfandi er sérstök
framkvæmdastjórn við hlið fram-
kvæmdastjóra sem í eiga sæti auk
hans, Omar Ragnarsson yfirlæknir,
og Sveinfríður Sigurpálsdóttir
hjúkrunarforstjóri.
Starfsfólk.
Litlar breytingar hafa orðið á
starfsmannahaldi á liðnum árum.
Starfsmannavelta er mjög hæg og
sem dæmi hafa sömu þrír lækn-
arnir verið hér að störfum síðan á
árinu 2001. Litlar breytingar hafa
orðið hvað varðar yfirmenn en þó
var á árinu, auk framkvæmda-
stjóra, ráðinn nýr aðstoðardeildar-
stjóri á sjúkradeild I sem er ný
staða. Starfsmannafjöldi hélst svdp-
aður milli ára en hjá stofnuninni
vinna að jafnaði 85 manns í 62
störfum.
Starfsemin almennt.
Starfsemi stofnunar, eins og rek-
in er á vegum Heilbrigðisstofnun-
arinnar, er í tiltölulega föstum
skorðum og breytist lítt milli ára.
Fjölmargir þurfa að hafa samskipti
við stofnunina á einn eða annan
hátt og má sem dæmi nefna að
skráð samskipti á árinu voru um
20.000. í húsið komu 10.000
manns, 7.500 símtöl voru til lækna,
3.150 til hjúkrunarfræðinga. Farn-
ir voru 40 sjúkraflutningar á árinu
og eknir voru 27.000 km. Legu-
dagar á sjúkradeild voru 10.500
eða nærri 100% nýting. Á rann-
sóknarstofu voru gerðar 31.500
rannsóknir, 7 fæðingar voru á ár-
inu sem er fækkun milli ára. Þá
eru ótaldar fjölmargar komur ým-
issa sérfræðinga, nýting í sjúkra-
þjálfun, fjöldi gesta sem koma í
heimsókn af hinurn ýmsu tilefnum
og fleira.
Gjafir.
Á árinu hafa ýmis félagasamtök
fært stofnuninni góðar gjafír.
Krabbameinsfélag Austur-Húna-
vatnssýslu færði stofnuninni tvo
hægindastóla til notkunar á sjúkra-
deild I. Kvenfélagið Eining á Skaga-
strönd færði heilsugæslunni þar, til
nota á sjúkraþjálfun, Thor laser-
tæki fyrir gigtvæika. Þá færði Kven-
félagasamband Austur- Húnavatns-
sýslu stofnuninni að gjöf þrjú sjón-
varpstæki til nota á sjúkradeild I.
Afmæli.
Þá er rétt í lokin að nefna að
stofnunin verður 50 ára í janúar
2006 og hefur verið skipuð af-
mælisnefnd sem í eiga sæti, Sigur-
steinn Guðmundsson fyrrverandi
yfirlæknir, en hann er formaður
nefndarinnar og framkvæmda-
stjórn stofnunarinnar. Mun
nefndin kalla til liðs við sig annað
fólk eftir því sem starfi hennar
v'indur fram.
Valbjörn Steingrímsson,
framkvæmdastjóri.