Húnavaka - 01.05.2004, Page 237
11 Ú N A V A K A
235
um héraðið og gekk salan vel,
enda augljóst að félagið nýtur mik-
ils velvilja að hálfu héraðsbúa sem
eru reiðubúnir að styðja góðan
málstað.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 26. apríl í Hnitbjörgum á
Blönduósi. Fyrirlesari á fundinum
var Ásgeir Theódórs yfírlæknir og
flutti hann mjög fróðlegt erindi
um ristilkrabbamein. Sigursteinn
Guðmundsson læknir rifjaði upp
þætti úr sögu krabbameinsfélags-
ins í tilefni þess að félagið hafði
starfað í 35 ár en það var stofnað
árið 1968. Hann sagði meðal ann-
ars: „Félagið varð strax rnjög fjöl-
mennt og öflugt og var strax bafist
handa við brjóst- og leghálskrabba-
meinsleit hjá konum. Sú starfsemi
var lengi vel gerð í sjálfboða-
vinnu.“
Sjö stjórnarfundir voru haldnir
á árinu. Krístin Jóhannesdóttir for-
maður flutti af landi brott í júli og
í hennar stað tók undirrituð \dð og
varð með því starfandi formaður
fram að næsta aðalfundi. Félagið
tók þátt í námskeiðinu „Upp á
tindinn“ sem ætlað er fólki með
krabbamein og aðstandendum
þeirra. Það var haldið á Löngu-
mýri í Skagafirði og á Akureyri í
átta skipti. Tveir frá okkar svæði
nýttu sér námskeiðið. Greidd var
dvöl fyrir einn einstakling á Rauða-
krosshótelinu. Samhugur, sem eru
mjög virk samtök krabbameins-
sjúkra og aðstandenda þeirra, og
félagið hafa haldið sameiginlega
fundi og sett upp fræðsludagskrá
sem Samhugur stendur að yfir
vetrarmánuðina.
Hildur B. Hilmarsdóttir, verk-
efnisstjóri Krabbameinsfélags ís-
lands, kom á stjórnarfund 20. nóv-
ember og kynnti fyrir okkur Kraft
sem er stuðningsfélag fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með
krabbamein. Samkvæmt félagaskrá
eru um 350 manns í félaginu.
Sveinfrídur Sigurpálsdóttir.
FRÁ FÉLAGSHEIMILINU
Á BLÖNDUÓSI.
Fjölbreytt starfsemi fór fram í
Félagsheimilinu á liðnu ári eins og
jafnan hefur verið undanfarin ár.
Segja má að hún sé í nokkuð föst-
um farvegi. Mikill fjöldi af menn-
ingarviðburðum er í húsinu árið
um kring. Má þar nefna ýmsar sýn-
ingar, samkomur, fundi, veislur, æf-
ingar, útsölur og önnur
mannamót.
Albert Stefánsson, húsvörður og
Skarphéðinn Ragnarsson, sýning-
armaður kvikmynda, skoðuðu
möguleika á að fá nýtt hljóðkerfi
og tjald í sýningarsalinn. I því skyni
var leitað til Lionsklúbbsins á
Blönduósi, Leikfélags Blönduóss
og Harmoníkuklúbbsins sem allir
tóku því vel og lögðu fram rausn-
arlega fjárstyrki til kaupa á þessum
tækjum. Það sem á vantaði greiddi
Blönduóssbær. Það tók húsvörð og
sýningarstjóra með hjálp nokkurra
góðra sjálfboðaliða þrjá daga að
setja upp vandað hljóðkerfi og sýn-
ingartjald í bíósalnum.
Albert Stefánsson.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Rekstur Héraðsbókasafnsins var
með hefðbundnum hætti á árinu
2003. Opnunardagar urðu 122,