Húnavaka - 01.05.2004, Page 249
HUNAVAKA
247
Skólahljómsveitin Við, Jón Atli, Arnór og Fnðbjörn,
trommuleikarinn Ragnar sést ekki á myndinni.
í öllum bekkjum, diskótek og víd-
eókvöld, tölvukvöld, leiksýningar,
tónlist fyrir alla, glæsileg árshátíð
þar sem allflestir nemendur stigu
á stokk, eldvarnaræfing með reyk
og tilheyrandi og svo lauk skóla-
starfi fyrirjól með litlu jólunum,
kirkjugöngu ogjólagraut f8. og
i9. desenrber.
Leikskólinn Barnaból
A leikskólanum Barnabóli dvelja
börn frá i8 mánaða aldri fram að
upphafi grunnskóla, í fjög-
urra, sex eða átta tíma
dvöl. í upphafi árs 2003
voru tæplega fjörutíu börn
á skrá en í lok árs hafði
þeim fjölgað um tíu.
Leikskólinn starfaði allt
árið utan sumarleyfis sem
var frá 7. júlí til i i. ágúst.
Leikskólastarfið byggir á
Aðalnámskrá leikskóla frá
1999. Unnið er eftir barn-
hverfri hugmyndafræði að
einhveiju aðalefni, sem val-
ið er hvert haust. Aðal-
þema þessa árs er
barnið sjálft og um-
hverfi þess, með á-
herslu á hreyfingu.
Börnunum var skipt
niður í hópa eftir aldri
og hafði hver hópur
sinn kennara/leið-
beinanda. Hópvinnu-
tími er 45-50 mín.
einu sinni til tvisvar í
viku. Unnið var að fyr-
irfram ákveðnum verk-
efnum. Að vinna með
börnum í litlum hóp-
um að markvissu starfi
gefur þeim tækifæri til að læra að
vinna saman í hóp og taka tillit til
annarra. í þessum litlu hópum er
reynt að efla félagskennd og vin-
áttu, jafnframt því að virkja hvern
einstakling, allir eru með og taka
þátt á einn eða annan hátt. Leik-
fimitímar voru einu sinni í viku
yfir vetrartímann en í júní fóru
börnin í sund. Boðið var upp á
leiksýningarnar; Prumpuhóllinn
og Palli var einn í heiminum.
Arlegt þorrablót var haldið í
Dúkkudagur.