Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 2
miðvikudagur 7. janúar 20092 Fréttir Mogginn brennir upp alMannafé „Ef ábyrgð nær aðeins til eignarhalds hluthafanna í Árvakri er hún einskis virði,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, um 900 milljóna króna lán gamla Landsbankans til Árvakurs. Í gögnum sem DV birti í gær kem- ur fram að forsvarsmenn Árvakurs reyna sitt ítrasta til þess að endur- fjármagna rekstur útgáfufélagsins. Takist það ekki blasir gjaldþrot við og útgáfa Morgunblaðsins stöðvast. Fram kemur í gögnunum að sam- anlagðar skuldir Árvakurs séu um 4,5 milljarðar króna, en helsti lánar- drottinn félagsins og viðskiptabanki er Glitnir. Fram kemur í gögnunum að skuld útgáfunnar við Glitni nem- ur 3,5 milljörðum króna. Samkvæmd heimildum DV er skuldin nær því að vera fjórir milljarðar króna vegna rekstrarlána sem um samdist nýver- ið. Rekstrar- lánið átti að gefa út- gáf- unni gálgafrest til þess að afla nýrra hluthafa. Í kynningargögnum Árvak- ursmanna kemur fram að afla þarf eins milljarðs króna af nýju hlutafé auk þess sem aðkallandi lausafjár- þörf nemur 450 milljónum króna. Hallar á hluthafa Landsbankans? Heildarskuldir Árvakurs eru sam- kvæmt þessu nálægt fimm millj- örðum króna. Þar af skuldar félagið Landsbankanum tæpar 900 milljón- ir króna. Lánið var veitt á þeim tíma sem Björgólfur Guðmundsson átti ráðandi hlut, bæði í Landsbankan- um og Árvakri. Lánið er án veðtrygg- inga en eignarhaldsfélög í eigu hlut- hafa Árvakurs ábyrgjast lánið. Vilhjálmur Bjarnason segir að vissulega geti eignarhaldsfélögin átt eignir aðrar en hluti sína í Árvakri. „En ef svo er ekki er ábyrgðin einskis virði og vita gagnslaus. Þar að auki má segja að ef Landsbankinn lánaði þessa upphæð gegn betri vitund og með þeim ásetningi að bjarga öðrum eigum Björgólfs Guðmundssonar, aðaleiganda bankans, gæti verið um refsiverð umboðssvik að ræða. Um það get ég ekkert fullyrt. Það er ljóst að ef þannig væri í pottinn búið væri verið að rýra hlut Landsbankans á vítaverðan hátt.“ Tveir lögfræðingar, sem DV hef- ur ráðfært sig við, telja báðir hugsan- legt að lán Landsbankans til Árvak- urs, sé dæmigert fyrir þær aðferðir sem stóreignamenn í mörgum félög- um hafi beitt á síðari árum. Björgólf- ur kunni að hafa notað ráðandi hlut og völd sín í Landsbankanum til þess að bjarga Árvakri með 900 milljóna króna láni. Bankinn hafi með vit- und og vilja Björgólfs tekið áhættu og þannig rýrt stöðu bankans og ann- arra hluthafa í honum í þágu eignar- hluta síns í Árvakri. Lán til skyldra aðila Fjármálaeftirlitið vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir svörum þess í gær um málefni Árvakurs og lán- veitingar Landsbankans. Samkvæmt reglum þess er bankanum heimilt að eiga viðskipti við eigendur sína og njóta engra sérkjara af nokkru tagi. Sitji þeir í bankaráði eða stjórn banka eru hömlur lagðar á slík við- skipti. Talsmenn gamla Landsbank- ans telja að viðskipti bankans við fyrirtæki Björgólfs falli innan þeirra marka sem Fjármálaeftirlitið hefur sett. Félög Björgólfs eru mörg; nefna má Ólafsfell, sem á hluti í Árvakri, Eimskip og Icelandic Group sem öll hafa fengið lán hjá Landsbankanum. Á það er bent að lán Landsbank- ans, eins og lán Glitnis að hluta, hafi verið veitt á síðasta ári eftir að eignir Árvakurs þóttu ekki lengur nægjan- lega traustar sem veð. Því hafi verið gripið til áðurgreindra ábyrgða, með- al annars með möguleika á að breyta láninu í hlutafé. Þannig er mögulegt að Landsbankinn eignist 20 prósenta hlut í Árvakri á móti 80 prósenta hlut Glitnis. Horft til samnýtingar prentsmiðju Sem kunnugt er var allt hlutafé í Árvakri þurrkað út í nóvember síð- astliðnum og eru því fyrri eigendur blaðsins óvirkir og valdalausir í Ár- vakri. DV tókst ekki að ná sambandi við Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Árvakurs, í gær, en hann hefur tekið þátt í viðræðum við hugsanlega fjárfesta um endurfjármögnun útgáf- unnar og tilraunum til hlutafjáröfl- unar. „Öll hafa þessi lán gengistrygg- ingar og hafa því hækkað gríðarlega í kjölfar veikingar krónunnar. Sem dæmi nam lán Landsbankans upp- haflega um 450 milljónum en stóð í desember í 897 milljónum króna,“ segir Einar í samtali við mbl.is í gær. Hann kveðst sannfærður um að Ár- vakur eigi veruleg sóknarfæri. Skuld- setningin sé hins vegar erfið og skort- ur á lausafé hamli sókn. Eftir honum er einnig haft að tveir til fjórir hóp- ar séu líklegir til að halda viðræðum áfram um endurreisn félagins. Hann býst við að samvinna við Fréttablað- ið um prentun og dreifingu komist á í næsta mánuði en samkvæmt gögn- um Árvakurs er það ein helsta for- senda þess að takast megi að endur- reisa rekstur útgáfunnar. Heimildir eru einnig fyrir því að til standi að fækka útgáfudögum Morgunblaðs- ins í viku hverri líkt og komið hefur til tals um útgáfu Fréttablaðsins. Viðmælendur DV telja margir að áætlanir Árvakursmanna séu ekki ýkja raunhæfar miðað við þær rekstr- araðstæður sem uppi eru í þjóðfélag- inu. Í gögnum þeim sem DV birti í gær er meðal annars gert ráð fyrir að samanlagður rekstrarafgangur fyr- ir skatta, vaxtagreiðslur og fleira, verði 2,8 milljarðar króna árin 2009 til 2013. Málið á byrjunarreit Ljóst er að tilraunir Ár- vakursmanna sem hófust í lok nóvember til þess að afla 1.000 milljóna króna í nýtt hlutafé hafa runnið út í sandinn. Vonir manna um skjóta lausn málsins hafa því dofnað og að óbreyttu verði Árvakur gjaldþrota þótt ekkert verði um það fullyrt. Málið er því í raun og veru á byrjunarreit og í höndum Glitnis sem á 80 prósent skulda félagsins. Þeir hópar sem enn sýna málinu áhuga fara enn huldu höfði. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Birt- ings, segist hafa verið í sambandi við Glitni í gær um JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Erfiður rekstur vonir um hagnað enduðu með miklum taprekstri. útgáfa 24 stunda reyndist Árvakri dýr. Morgunblaðið margir telja óraunhæft að 2,8 milljarða króna afgangur geti orðið á rekstri Árvakurs til ársins 2013. Samkvæmd heimildum DV er skuldin nær því að vera fjórir milljarð- ar króna vegna nýlegra rekstrarlána sem um samdist nýverið. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins miðvikudagur 12. nóvember 2008 dagblaðið vísir 211. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Skatturinn Skoðar riSnu HanneSar Yfirtaka á Árvakri var áformuð í október Samruni við Fréttablaðið breytti stöðunni nú er Glitnir aftur kominn af stað Björgólfur Guðmundsson og aðrir eigendur berjast á móti Glitnir vill Gjaldfella milljarða skuldir Árvakurs: RiKiÐ ViLL EiGNAST MOGGANN Barn Svikið aF Bt Safnaði fyrir tölvu í heilt ár en er svikinn um peninginn Fékk gallaða tölvu og beið í fimm mánuði eftir nýrri neYtendur Fréttir tapaði HúSinu veGna iceSave Fólk Fréttir HunGur- verkFall Spiluðu upp í YFir- drÁttinn Fólk oG líkamSÁrÁSir Fréttir krónan er dauðadæmd nýjasti þingmaðurinn Játaði ást sína í 100 þúsund eintökum Árvakur í vandræðum 12. nóvember 2008 dv greinir frá því að glitnir íhugar að yfirtaka Árvakur. 30. nóvember 2008 Hlutafé eigenda verður að engu, glitnir ræður Árvakri. gert ráð fyrir að staðan skýrist innan viku. 11. desember 2008 nokkrir hafa lýst áhuga á Árvakri. Ljóst að fyrri tímamörk standast ekki og stefnt að niðurstöðu fyrir jól. 6. janúar 2009 dv birtir skýrslu um slæma fjárhagsstöðu Árvakurs. Einar Sigurðsson segir sama dag tvo til fjóra hópa fjárfesta áhugasama um Árvakur, stefnt sé að niðurstöðu um miðjan mánuðinn. Lánveitingar Landsbankans til Árvakurs kunna að hafa rýrt hlut bankans en þau voru veitt á meðan Björ- gólfur Guðmundsson var ráðandi eigandi í báðum félögunum. Þetta er mat Vilhjálms Bjarnasonar, aðjunkts við Háskóla Íslands. Hann og löglærðir menn efast um að ábyrgð á lánunum í eignarhaldsfélögum hluthafa Árvakurs sé mikils virði. Leitin að milljarði til að bjarga útgáfu Morgunblaðsins ber engan árangur enn. Vilhjálmur Bjarnason aðjunkt við Háskóla íslands „Það er ljóst að ef þannig væri í pottinn búið væri verið að rýra hlut Landsbankans á vítaverðan hátt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.