Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 9
Hitafundur Fullt var út úr dyrum í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. MYND KristiNN MagNússoN miðvikudagur 7. janúar 2009 9Fréttir HLÝJASTA SKEIÐ ÍSLANDSSÖGUNNAR SToKK- HóLmUR óSLó BRUSSEL REyKJAvÍK mADRID PARÍS LoNDoN HELSINKI BERLÍN vEÐRIÐ Í ÝmSUm BoRGUm Í EvRóPU Í DAG Borg °C reykjavík 10 Ósló - 9 Stokkhólmur -9 Brussel -4 madrid -6 París -3 London -1 Helsinki -11 Berlín -8 Í gær var tekist á um hvaða fulltrúar Framsóknarfélags Reykja- víkur munu eiga atkvæðisrétt á flokksþingi Framsóknarflokks- ins sem fram fer síðar í mánuðinum. Sami aðilinn lagði fram sjötíu nýskráningar í flokkinn í gær og fullyrt er við DV að Siv Friðleifsdóttir hafi staðið fyrir því. Sæunn Stefánsdóttir ritari undraðist slík vinnubrögð. REIÐIR vEGNA NÝRRA féLAGA Fullt var út úr dyrum á hitafundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í Þjóð- leikhúskjallaranum í gærkvöldi. Tek- ist var á um hvaða fulltrúar félagsins munu hafa kosningarétt í formanns- kjörinu á flokksþinginu sem fer fram seinna í mánuðinum. Fjölmiðlum var gert að yfirgefa Þjóð- leikhúskjallarann í upphafi fundar, en nokkur urgur var í fólki eftir að nýr listi með tillögu um fulltrúa á flokksþingið var lagður fyrir í upphafi fundar. Sjötíu manns gengu í flokkinn í gær og vakti Sæunn Stefánsdóttir, rit- ari flokksins, máls á því í ræðu sinni á fundinum. Fullyrt er við DV að Siv Friðleifsdóttir hafi staðið fyrir þeirri smölun. Einnig var talað um smölun af hálfu Páls Magnússonar. Þau Páll og Sif hafa lengið eldað grátt silfur saman. Upphaflega stóð til að fundurinn færi fram í húsnæði Framsóknar- flokksins. Frá því var hins vegar horfið þegar í ljós kom að mun fleiri mættu á fundinn en búist hafði verið við. Listinn með hinum mikla fjölda nýrra flokksmanna var lagður fram af einum aðila um miðjan dag í gær. Fundurinn samþykkti að sameina báða listana. Ljóst er að slagurinn um formannsembættið er hafinn á fullu með umfangsmikilli smölun nýrra flokksmanna. Flokksfélögin víða um land tilnefna flokksþingsfulltrúa sína og reyna frambjóðendur nú hvað þeir geta til þess að koma sínu fólki á landsfundinn. Plotta á fullu „Frambjóðendur eru að plotta alveg á fullu núna, það eru hrein- ar línur,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um stöðuna sem er kom- in upp í flokksfélögunum. „Það er mjög einkennandi fyrir Framsóknar- flokkinn að stór hluti af kosningabar- áttunni fer fram úti í félögunum þar sem menn reyna að koma sínu fólki á listana.“ Ljóst er að formannsslagurinn í Framsóknarflokknum verður snú- inn. Þrír frambjóðendur af þeim fimm sem eru í framboði eru taldir eiga raunverulegan möguleika á því að ná kjöri. Allir eiga þeir það sam- eiginlegt að feður þeirra voru einn- ig virtir innan Framsóknarflokks- ins. Það eru þeir Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson skipu- lagshagfræðingur. Það er mat þeirra sem DV ræddi við innan úr Framsóknarflokknum að tveir þessara frambjóðenda, þeir Höskuldur og Sigmundur, séu tákn um gagngera endurnýjun í flokkn- um. Páll hafi hins vegar betri tengsl inn í það sem stundum er kallað flokkseigendafélagið og höfði frek- ar til þeirra sem vilja ekki jafnmiklar breytingar. greiða götu Páls „Höskuldur er ferskur og nýr. Hann er bæði fortíðarlaus í flokknum og í pólitík. Hann er reynslulaus og menn hafa áhyggjur af því. Hann hefur hins vegar ákveðna útgeislun og yfirbragð sem margir telja að sé það sem flokk- urinn þurfi,“ segir Birgir um mögu- leika Höskuldar. Birgir bendir einnig á að það vinni með Höskuldi að Siv Friðleifsdótt- ir býður sig fram til varaformanns flokksins. Margir líti á þau sem heppilegt tvíeyki, enda sé hefð fyrir því í flokknum að konur séu í valda- miklum stöðum innan hans. Páll Magnússon er líklega reynslu- mesti stjórnmálamaðurinn í fram- boði. Hann var um tíma aðstoðar- maður Valgerðar Sverrisdóttur og einnig Finns Ingólfssonar þegar þau voru ráðherrar. Birgir Guðmundsson segir það skipta nokkru máli. „Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki, þá tengist hann fortíðinni þegar flokk- urinn missti flugið.“ Það sem vinnur á móti Páli er að hann og Siv hafa ekki unnið vel saman og innan flokksins heyrast nú sögur um hugsanlegar sögulegar sættir á milli þeirra og þau snúi bök- um saman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gekk nýverið í flokkinn, er tal- inn njóta stuðnings grasrótarinnar. Faðir hans, Gunnlaugur Sigmunds- son, átti stuttan þingferil fyrir flokk- inn á sínum tíma. Gunnlaugur var dyggur stuðningsmaður Steingríms Hermannssonar. Sigmundur stend- ur því fyrir þá sem vilja færa flokkinn frá þeirri stefnu sem hann var í undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar. Þær raddir hafa heyrst innan flokksins að Höskuldur og Sigmund- ur geti hugsanlega tekið fylgi frá hvor öðrum og greitt leið Páls í formanns- stólinn. Mögulega megi því búast við því að annar hvor þeirra muni draga framboð sitt til baka. „Frambjóðendur eru að plotta alveg á fullu núna, það eru hreinar línur.“ valgeir örN ragNarssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.