Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 6
miðvikudagur 7. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Fyrrum samstarfsfólk Isolar Lind, íslensku konunnar sem myrt var á hrottafenginn hátt af eiginmanni sínum á gamlársdag, hefur komið fyrir söfnunarbaukum í versluninni þar sem hún og dóttir hennar unnu. Verslunarstjóri Emmanuels Marketplace segir að Isol Lind hafi trúað henni fyrir því að William Cotto myndi á endanum drepa hana. Safna fé fyrir dóttur iSolar Fyrrum vinnuveitandi Isolar Lind Cotto, íslensku konunnar sem myrt var á hrottafenginn hátt af eigin- manni sínum á gamlársdag, segir að Isol hafi sagt samstarfsmönn- um sínum að sig grunaði að hún yrði ekki mjög gömul. Eiginmaður hennar myndi vera búinn að drepa hana áður. Patty Phillips, verslun- arstjóri Emmanuel‘s Marketplace þar sem Isol vann, segir að Willi- am Cotto hafi áður beint byssu að Isol fyrir hina örlagaríku nótt þegar hann drap hana með haglabyssu. Fyrrum samstarfsfélagar Isolar og Kristínu í versluninni hafa nú haf- ið söfnun fyrir dótturina og til að heiðra minningu Isolar Lind. Ekki í fyrsta skipti Patty Phillips er verslunarstjóri í Emmanuels Marketplace í smá- bænum Marbletown í New York fylki fullyrðir við vefmiðilinn Recor- donline.com sem þjónar fjölmiðlin- um Times-Herald í New York fylki að Isol Lind hafi óttast að hún yrði ekki langlíf í sambandinu við Willi- am. Hann myndi vera búinn að drepa hana áður, en William beitti hana líkamlegu ofbeldi. „Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann beindi byssu að höfði hennar,“ er haft eft- ir Phillips á Recordonline. „Hann gerði það líka tveimur árum áður, en ég efast um að það sé til á ein- hverjum skjölum til staðfesting- ar. Þá var hann lögreglumaður og gjörðir hans voru í skjóli þess,“ segir Phillips. Safna fé fyrir dótturina Starfsfólk Emmanuel‘s Marketplace hefur komið fyrir söfnunarbaukum við afgreiðsluborð sín til að safna fé fyrir 22 ára gamla dóttur Isolar og Williams, Kristínu. Báðar unnu þær í versluninni. Isol hafði hafði kom- ið við í versluninni aðeins viku fyrir atburðinn, en nú hafa vinir hennar safnað ríflega 600 dölum til heiðurs minningar hennar. Barði úr henni framtennurnar Phillips segir að William Cotto hafi verið ráðríkur og ofbeldisfullur eig- inmaður sem oft hefði misþyrmt Isol Lind. „Hún var dauðhrædd við hann, enda var hann vanur að berja hana. Hún þurfti meira að segja að láta lagfæra á sér framtennurn- ar út af honum. Isol lét lögregluna handtaka William þann 30. desem- ber síðastliðinn eftir að hann hafði brugðist ókvæða við ósk Isolar um skilnað. Isol og William skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum, en voru ennþá formlega gift og höfðu tekið saman aftur. William var færður í fangelsi en síðar það sama kvöld reiddi hann fram 5000 dollara tryggingu og var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti sama dag. Lögreglan setti nálgunarbann á William Cotto til að halda honum frá Isol Lind. Talinn hafa falið haglabyssuna Lögreglan leitaði á dvalarstað Willi- ams þar sem haglabyssa, hnífar, kylfur og skotfæri voru gerð upp- tæk. Tæplega einum og hálfum tíma síðar hafði William skotið Isol til bana með haglabyssu í svefnher- bergi hennar á Main Street, og svipt sjálfan sig lífi. „Við teljum að hann hafi falið byssuna einhversstaðar á dvalar- stað sínum í Accord,“ er haft eftir yfirrannsókarlögreglumanninum Pete Kusminsky. Talið er að William hafi jafnvel falið hana utandyra eða í útihúsi. Rannsókn stendur enn yfir. SIgurður MIkaEL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Safna fyrir kristínu Fyrrum vinnuveitandi isolar Lind, Patty Phillips stendur hér við afgreiðslu- borðið í Emmanuels marketplace Mynd: rECordSonLInE.CoM Vettvangur morðsins Heimili isolar Lind og Williams Cotto á main Street í marbletown. Morðingi William Cotto myrti isol Lind á gamlárskvöld skömmu eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. „Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann beindi byssu að höfði hennar“ Ölvaður píanisti truflaði svefn Ölvaður píanóleikari hélt vöku fyrir nágrönnum sínum í Kópa- vogi aðfaranótt mánudagsins. Lögreglan var þá kölluð út að fjölbýlishúsi eftir að kvartað var undan hávaða. Þegar lögregl- an kom á staðinn heyrðist að kvörtunin á rökum reist en heyra mátt óm af hljóðfæraleik út á stétt. Þegar málið var kannað frekar reyndist karl á fimmtugs- aldri vera að spila á píanó. Ekki þarf að hafa mörg orð um spila- mennskuna en maðurinn var ölvaður og ekki í neinu standi til að spila á píanó eða önnur hljóðfæri ef út í það er farið. Sigurjón gerist stundakennari Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hef- ur tekið að sér stundakennslu við tækni- og verkfræðideild Há- skólans í Reykjavík. Sigurjón kemur þar til með að kenna inngangsnám- skeið á sviði fjár- málaverkfræði. Sjálfur er Sigurjón menntaður véla- verkfræðingur frá Háskóla Íslands. Tíðkast hefur hjá HR að menn úr atvinnulífinu taki að sér stunda- kennslu. Styður styttugerð „Það vekur sérstaka athygli að breytingartillögur meirihlutans birtast hér við síðari umræðu í borgarstjórn að 5 milljónum á að verja til myndastyttugerðar. Myndastyttugerðar. Ég skora á meirihlutann að draga þá tillögu til baka,“ sagði Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi Samfylkingar, á borgarstjórnarfundi í gær. Þar var hart tekist á um hvort verj- andi væri að veita fé til mynda- styttna á sama tíma og þjón- usta við börn og eldri borgara er skert. Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri styður myndastyttugerðina. Veðsettur kvóti íslenskra útgerða gæti fallið útlendingum í hlut: Tugmilljarða veð til Þjóðverja Tugmilljarða króna veð í kvóta eru nú í höndum þýskra banka. Þetta er eftir að Glitnir færði kvótaveð nokk- urra stærstu útgerða landsins í hend- ur bankanna síðasta sumar. Frétta- stofa Stöðvar 2 greindi frá þessu í gærkvöldi og hafði fengið staðfest- ingu á þessu hjá stjórnendum Brims, HB Granda og Þorbjörns. Útgerðarfélög landsins eru mörg hver mjög skuldug og eiga sum hver í það minnsta á hættu að fara á haus- inn þurfi þau að standa undir afborg- unum af lánum sínum. Af þessum sökum hafa útgerðarmenn leitast eftir að fá skuldaniðurfellingu hjá ís- lensku bönkunum, líkt og DV greindi frá 18. desember síðastliðinn. Eftir það hafa útgerðarmenn komið fram og farið fram á skuldaniðurfellingu og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra tekið undir það sjónarmið. Sömu sögu er að segja af flokksbróð- ur hans Árna Johnsen, þingmanni suðurkjördæmis sem kemur úr Vest- mannaeyjum - helsta útgerðarplássi þess landshluta. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eru nú kvótaveð fyrir lán- um upp á 20 til 30 milljarða króna komin í hendur þýskra banka. Þetta segja forsvarsmenn útgerðarfélag- anna HB Granda, Brims og Þor- bjarnar að væri þvert á það sem þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Lár- us Welding, þáverandi stjórnendur bankans, hefðu lofað þeim. Forstjóri Þorbjarnar sagði í fréttinni að hann væri hættur að borga Glitni af láninu og þess í stað farinn að borga Deuts- che Bank beint. brynjolfur@dv.is Svikin loforð? Forstjóri Þorbjarnar segir stjórnarformann glitnis hafa lofað að veðin færðust ekki til erlendra banka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.