Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 22
svarthöfði Í yfirstandandi kreppu hefur Svarthöfði verið að leita leiða til að bæta úr lausafjárstöðu sinni. Möguleikar til tekjuaukningar eru engir þannig að horfa þarf til ann- arra leiða. Það var svo í gærmorgun að hugurinn uppljómaðist. Sagt var frá því í DV að Björgólfur Guðmundsson hefði verið með einkar sniðugt fyrir- komulag. Hann keypti banka og nokk- ur fyrirtæki og lét allt spila saman. Bankinn lánaði fyrirtækinu með veði í öðrum fyrirtækjum. Þannig var hægt að koma sparifé kenndu við Icesave í gagnið á Íslandi. Og þarna opnast möguleiki fyrir Svarthöfða til að lag- færa lausafjárstöðuna. Vegna þess að reksturinn er smár í sniðum þarf ekki heilan banka inn í köngulóarvefinn. Sparisjóður dugir. Þegar skotsilfur er ekki til fyrir afborgunum af húsi Svarthöfða þá einfaldlega leitar hann eftir láni í sparisjóðnum. Veðhæfnin á húsinu er engin þar sem það er veð- sett langt upp fyrir rjáfur. Þess vegna er kjörið að bjóða veð í garðinum sem er skuldlaus. Sparisjóðurinn fagnar þessu og lánið dettur inn á einka- reikning Svarthöfða. Þegar frá líður brenna þeir peningar upp. Bílalánið er þiðnað eftir þriggja mánaða fryst- ingu og enn þarf lán frá sparisjóðnum. Svarthöfði slær upp fundi með sjálf- um sér og biður um peninga. Það er sjálfsagt en vandinn er sá að bíllinn er veðsettur upp fyrir loftnet. Eftir nokkrar rökræð- ur við sjálfan sig um reglur sparisjóðs- ins finnur Svarthöfði að eitthvað loðið strýkst við fótlegg hans þar sem hann situr í veðsettum garðinum. Þetta var norski skógarkötturinn hans sem að vanda sýndi hlýju og tryggð. Kötturinn hafði kostað stórfé í góðærinu en var hverrar krónu virði. Svarthöfði gerði uppgötvun. Kötturinn var skuldlaus og veðhæfur. Hann nefndi þetta um- svifalaust við sjálfan sig og eftir nokk- urt hugarþref samþykkti hann veðið og náði að borga af bílaláninu. Þannig hefur líf Svart-höfða tekið miklum stakka- skiptum. Hringrás peninganna er fullkomin og áhyggjur af fjármálum standa aðeins þá stuttu stund sem Svarthöfði er að gera upp við sjálfan sig að lána Svart- höfða með veði í Svarthöfða. Til að sýna sjálfum sér fyrirhyggju hefur nú verið farið yfir möguleg veð í eignum Svarthöfða. Þar er af einu og öðru að taka. Tjaldvagninn sem keyptur var í miðju góðærinu er skuldlaus og full- komlega veðhæfur. Þá má hugsa sér að slá út á eiginkonuna með einum eða öðrum hætti. Og ef allt fer í hnút er samt til leið. Það fellur fullkomlega að útlánareglum sparisjóðsins að taka krossveð í norska skógarkettinum og tjaldvagninum. Annað mögulegt krossveð er síðan garðurinn og eig- inkonan. Svarthöfði er sáttur við allar sínar lánalínur en vonandi fer ekki sparisjóðurinn á hausinn. miðvikudagur 7. janúar 200922 Umræða Köttur með Krossveð spurningin „Ég get ekki skammað hann því ég er með lasið barn heima og hann þarf að passa fyrir mig,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. kári Sturluson, bróðir Oddnýjar, er síður en svo sáttur með ríkisstjórnina og sendi fjölmiðlum afsökunarbeiðni þess efnis að hann harmaði mjög að hafa kosið Samfylk- inguna í síðustu kosningum og vonar að það verði öðrum víti til varnaðar. ertu búin að sKamma Kára? sandkorn n Syndajátning Bjarna Ár- mannssonar, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, mælist víða vel fyrir. Milljarðamæringurinn lagði meira en 370 milljónir króna inn í Glitni þar sem hann var að greiða fyrir laun sem hann taldi of mikil, í ljósi hrunsins. Stærstur hluti afláts- gjafarinnar, 300 milljónir króna, hefur raunar brunnið upp á tveimur mánuðum ef þær eru settar í samhengi við framlög Glitnis til Árvakurs. Vonast er til að aðrir sjálfbjarga auðmenn axli sína ábyrgð með svipuðum hætti og leggi til samfélagsins upphæðir í samræmi við vilja og getu. n Átökin um að fá Morgunblaðið gefins standa sem hæst. Athygl- isvert var að lesa grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns um það hvern- ig hún var ritskoðuð. Þar skýtur hún föstum skotum á ská að núver- andi ritstjóra sínum, prúð- menninu Ól- afi Stephensen. Hún segir gömlu ritstjórana, Matthías Johannes- sen og Styrmi Gunnarsson vera sem risa í sögu Moggans. Ekki orð um Ólaf sem hún reyndar hefur full tök á ef marka má um- föllunarefni blaðamannsins. n Náhirð Davíðs Oddssonar er sögð vilja leggja allt undir til að ná undir sig Mogganum og beita blaðinu í Evrópuumræðunni. Gangi yfir- takan eftir er einsýnt að Evrópusinn- inn Ólafur Stephensen mun fjúka. Pískrað er um að hugs- anlegt sé að Styrmir Gunnarsson muni hugs- anlega snúa aftur um stundarsak- ir. Einnig er nefndur sá mögu- leiki að sjálfur Davíð Oddsson láti verða af þeim gamla draumi sín- um þegar hann fýkur sem seðla- bankastjóri að verða ritstjóri. n Erfiðleikar eru víðar en á Mogganum. Þannig er Ari Ed- wald, forstjóri 365, að leita leiða til að minnka tap á útgáfu Frétta- blaðsins. Þannig mun liggja fyrir að útgáfu- dögum þess verði fækkað og sunnu- dagsblaðið lagt niður. Þá verður blaðið skorið niður. Því fylgir að fækkað verður á ritstjórninni. Ekki er ólíklegt að einn ritstjóri verði látinn duga. Þá má ljóst vera að Þorsteinn Pálsson haldi starfinu en óljóst er með afdrif hins ritstjórans, Jóns Kaldal. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnúmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er svo gaman að sjá þig loksins, það er mikið lán sem fylgir þér.“ n Móðir Björns Vagnssonar við Þráin Bjarnason Farestveit, hetju DV 2008, sem bjargaði Birni úr brennandi bíl. – DV „Þetta snerist algerlega um Kaupþing og mig.“ n Kristján Arason sem hefur sagt upp störfum hjá Kaupþingi en segir það ekki til þess að gera eiginkonu sinni og menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu, léttara fyrir. – DV „Ein byssa er alveg jafnhættuleg og þrjár.“ n Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, sem segir lög um að eiga þurfi fleiri en þrjár byssur til að skylda sé að eiga læstan byssuskáp út í hött. – DV „Þetta er í það minnsta fólk sem hefur viljað axla meiri ábyrgð í samfélaginu.“ n Sigmundur Ernir Rúnarsson sem íhugar hvort Stöð 2 sæki til saka mótmælendur sem eyðilögðu útsendingarbúnað á gamlársdag. Sama fólk og hefur krafist þess að aðrir axli ábyrgð. – DV „Þessar Torrent-síður eru ekki að fara neitt og ekki útgefendur heldur.“ n Páll Óskar Hjálmtýsson um að sátt þurfi að nást milli þessara tveggja aðila til frambúðar. – Fréttablaðið Leynd afhjúpuð Leiðari Fjölmiðlar á Íslandi hafa stundum funkerað í bandalagi. Umfjöllun ræðst af persónulegum ástæðum og fréttir eru stundum sagðar út frá hagsmunum þeirra sem segja tíðindin. Skólabókardæmi úr fortíðinni er mál tengt alþingismanninum Árna Johnsen. DV opn- aði málið en Morgunblaðið á þeim tíma reyndi að loka því með yfirklóri. Þar mynd- aðist sú togstreita milli fjölmiðla að annar sagði sannleikann en hinn reyndi að breyta málsatvikum. Farsællega náði DV að færa fullar sönnur á málið sem að fullu var upp- lýst. Fleiri mál frá sama tíma lýsa innbyggðri spillingu fjölmiðla sem velta sér upp úr smá- atriðum en sneiða hjá kjarna mála og raun- verulegu inntaki. Sá tími var að DV var blygð- unarlaust stýrt í þágu Sjálfstæðisflokksins. Réttsýnn ritstjóri var rekinn fyrir flokksdindil og viðhengi hans. Helsta starf þeirra manna við stjórnvölinn var að ritskoða fréttir blaða- manna svo þær féllu að smekk flokksins. Nið- urlút ritstjórnin var rekin áfram eins og roll- ur í þeim eina tilgangi að koma ritstjórunum í mjúkinn hjá stjórnvöldum. Þaggað var niður í röddum öryrkja en áróðri ráðherra haldið hátt á lofti. Almenningur sá í gegnum ósómann og gjaldþrot varð. Tilgangur blaðs- ins má ekki vera annar en sá að varpa skýru ljósi á atburði samfélagsins og svipta hulunni af því sem á erindi við almenning. Það fylgir þess háttar fjölmiðli að margir vilja hann feigan. Ofbeld- ismenn með fjármagn reyna það sem þeir geta til að þagga niður í miðlinum. Á það hefur reynt en án árangurs. DV hefur það skýra markmið að færa almenningi upplýsingar, jafnvel gegn vilja yf- irvalda eða hagsmunaaðila. Það var gert þegar blaðið birti skýrslu íslenskra stjórnvalda til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Og það var gert þegar DV tók að sér að efna lof- orð ráðamanna Árvakurs um að gagnsæi myndi ríkja við tilraun- ir þeirra til að fá nýja fjárfesta að Morgunblaðinu. Trúnaðarskýrsla þeirra sem stjórna félaginu var birt og nú geta allir Íslendingar séð hvað það er sem þeir þurfa að greiða 150 milljónir króna fyrir á mánuði. Tilgangur DV er, eins og lengst af, sá að upplýsa fólkið í landinu og aflétta óeðli- legri leynd. reynir traustason ritstjóri sKrifar. Réttsýnn ritstjóri var rekinn fyrir flokksdindil. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.