Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 28
miðvikudagur 7. janúar 200928 Fókus Denny Colt er ofurhetja sem á fortíð sem lík og lifandi. Hann er skotinn til bana við skyldustörf sín í lögreglu Central-borgar. Utanað- komandi aðgerðir verða til þess að hann lifir sem nýr og breyttur maður sem berst af einurð gegn glæpakonungnum sem gengur undir nafninu Kolkrabbinn. Bar- áttan við illmennið er jafnenda- laus og vonska ráðabruggsins sem miðar að algerum yfirráðum Kol- krabbans. Jafnendalaus og listi kvennanna sem Denny Colt dreg- ur á tálar. Þær gagnast honum oft en hætturnar leynast einnig í faðmi þeirra. Rétt eins og með aðrar myndir úr sömu smiðju (svo sem 300 og Sin City) þá er þetta teiknimynda- saga í kvikmyndaformi og því er fylgt eftir stíft. Senurnar minna á leikhús í hraða sínum, ringulreið og textinn er á köflum ljóðrænn í meira lagi. Gamalt heildarútlit er snyrtilega brotið upp af GSM, tölv- um og Diet Pepsi í plasti. Birtan er dökk og gul slikja myndar áferðina á köflum. Teiknimyndasöguslags- mál minna á Tomma og Jenna og fara meðal annars fram í sérstak- lega girnilegri leðju. Ýmislegt fleira er dæmigerð klassík hasarblaða, góði kallinn er „óþekkjanlegur“ með Bjarnabófagrímuna sína þar sem hann talar út hugsanir sínar upphátt. Mjög vondir „vondir kall- ar“ gjöreyða kettlingum án þess að blikna og spegla sig í Desert Eagle- skammbyssum. Einnig þekkt þema að óþverrinn útskýri allt sem fyrir honum vakir þar sem góði kallinn er bundinn niður og bíður örlaga sinna. Hinn kúbverskættaða Eva Mendez er alltaf skuggalega heit og ekki síst hér í hlutverki skugga- legrar femme fatale. Hún er hluti af ástarsögu sem nær yfir mörk rétts og rangs og inniheldur einn- ig óverðskuldaða ást. Þetta geng- ur allt vel upp. Myndin er almennt ekki vel leikin en það truflar sára- lítið. Samt eru þetta engir byrjend- ur í leiklist sem hér skipa hlutverk. Samuel L. Jackson virkar vel sem vondi skrípalingurinn og þótt þátt- taka hans í Snakes on the Plane hafi vissulega dregið úr trúverðug- leika hans sem leikara breytir það engu hér. Kolkrabbinn endurtek- ur tvisvar, þrisvar lokapart setn- inga sem skipta máli og er í flest- an máta fáránlegur á jákvæðan hátt. Hann kemur á óvart í rugls- enum og sérstaklega í einni svaka- legri klæddur í SS-búning nasista. Sú sena og framhald hennar er há- punktur í grafík The Spirit, rauð- ur himinn, hvítt blóð á móti sterk- um svörtum lit. Gengur iðulega vel upp þótt senur af Denny með flaksandi rautt bindi minni um of á iPOD-auglýsingu. Myndin er svöl en meiri þungi hvílir í fáránleika súrra samræðna og absúrd framvindu. The Spirit er trú sínum sérstaka stíl og er heild- stæð. Hún er skemmtileg í fárán- leika sínum en alls ekki allra. Erpur Eyvindarson á m i ð v i k u d e g i Janis aftur á svið Sýningar hefjast að nýju á rokksöngleiknum Janis 27 í Íslensku óperunni næsta laugardag. Hátt í fjögur þúsund gestir hafa þegar séð sýninguna sem frumsýnd var í októberbyrjun. verkið byggist á stuttu en litríku lífshlaupi Janis Joplin sem lést af völdum fíkniefnaneyslu árið 1970. að sýningunni standa valinkunnir listamenn, með leikkonunum Bryndísi Ásmundsdóttur og ilmi KristJÁnsdóttur í hlutverki joplin. Bara ein arnaldsBók Eins og greint var frá í síðasta helg- arblaði DV seldist nýjasta bók Arn- aldar Indriðasonar í metupplagi fyrir nýliðin jól, eða um þrjátíu þúsund eintökum. Hún trónir meðal annars á toppi metsölulista bókaverslana Eymundsson og Máls og menningar fyrir síðasta ár en eldri bækur Arn- aldar komast hins vegar ekki inn á topp tíu á þeim lista. Það hefur ekki gerst síðan 2005 en árin tvö þar á eft- ir átti Arnaldur tvær bækur á meðal efstu tíu. Einnig er athyglisvert að ljósmyndabókin Lost in Iceland er í einu af efstu sætunum fjórða árið í röð. Höfundar hennar eru Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir. vínartón- leikar sinfó Árlegir Vínartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands hafa um langt árabil verið meðal vinsæl- ustu tónleika hljómsveitarinnar. Nú þarf hvorki fleiri né færri en ferna tónleika til að allir kom- ist að sem vilja og fara þeir fyrstu fram í kvöld. Hinir þrennir fara svo fram næstu daga. Hljómsveit- in leikur þar sígrænar perlur eftir Stauss, Lehár og fleiri ódauðlega meistara óperettusmíða, meðal annars úr Leðurblökunni og Kátu ekkjunni. Stjórnandi er Markus Poschner sem er einn aðalstjórn- enda við Komische Opera í Berlín. Einsöngvari er Dísella Lárusdóttir. Miðasala á midi.is. ef þú þyrftir að flýJa Hvaða hluti myndir þú taka með þér ef þú þyrftir að flýja úr landinu þínu? Af hverju? Hvers myndir þú sakna frá þínu heimalandi? Þessar hugleiðingar voru á meðal spurn- inga úr verkefni fyrir skólabörn sem unnið var í tengslum við sýninguna Heima - heiman sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá því í september en lýkur næsta sunnudag. Í hádeginu á föstudag- inn munu þær Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjalla um sýn- inguna og vinnu sína við hana. Auk þess mun Anh Dao Tran frá Víetnam tala um reynslu sína sem flóttamað- ur á Íslandi. Í bílaleiknum Need For Speed Und- ercover er maður í hlutverki leyni- legs útsendara. Í sögu leiksins þarf maður að fletta ofan af götukapp- akstursklíku. Klíkan er orðin partur af alþjóðlegum smyglhring sem er orðinn stórtækur og hættulegur. Já, sagan er alveg jafnóspennandi og hún hljómar. Hasarinn er mikill í leiknum og áður en þú veist af ertu byrjaður að ralla á fullu. Eins og í flestum Wii- leikjum er notast við hreyfiskynjun- arstýrikerfið og NFS Undercover er dæmi um leik þar sem það gengur ekki upp. Til þess að beygja bílnum þarf að snúa fjarstýringunni á hlið og halla henni til hægri eða vinstri. Leikurinn var ekki hannaður á Wii og því virkar þetta alltaf hálfvand- ræðalega. Mario Kart notast til dæmis við svipað stýrikerfi en þar virkar það mjög vel enda leikurinn hannaður í kringum það. Saga leiksins er einstaklega ófrumleg og óspennandi. Minnir mig á slæman þátt af C.S.I. Miami nema enginn Horatio Cane. Hann er alltaf á leiðinni. Grafík leiksins er frekar slök svo ekki sé meira sagt. Það gerist iðulega að bílar sem eru fyrir framan mann á veginum birt- ast ekki fyrr en mjög seint sem er jú mjög slæmur kostur þegar þú þeys- ir um á ógnarhraða. NFS Undercover á lítið í bílaleiki af svipuðum toga svo sem Midnight Club eða aðra Need For Speed-leiki. Þetta er þó ekki allt neikvætt. Auð- vitað eru flottir bílar, töffaratónlist og heitar píur. Það er kannski bara nóg ef þú ert 13 ára með standpínu. Ásgeir Jónsson Frekar kraftlaus tölvuleikir Need For Speed UNdercover Tegund: Bílaleikur Spilast á: nintendo Wii kvikmyndir The SpiriT Leikstjóri:Frank miller Aðalhlutverk: gabriel macht, Samuel L. jackson, Sarah Paulson, Eva mendes NFS Undercover Frekar slakur leikur sem skilur lítið eftir sig. fáránle my d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.