Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 4
miðvikudagur 7. janúar 20094 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr „Við þurftum að sitja í vélinni í tvo klukkutíma áður en okkur var til- kynnt að hún væri ennþá biluð og að við þyrftum að fara aftur inn í flugstöðina,“ segir Sigrún Ólafsdótt- ir sem búsett er í Þýskalandi og ætl- aði að fljúga með Iceland Express til Lúxemborgar frá Keflavík á öðrum degi ársins. Flugvélin átti að fara í loftið klukk- an 15.20 en þegar hún mætti í flug- stöðina var henni tilkynnt um seink- un vegna bilunar. Starfsfólk sagði viðgerð standa yfir og ef ekki yrði búið að gera við vélina klukkan kort- er í sex væri til staðar önnur vél sem gæti flogið með farþegana. „Um sexleytið voru allir komnir inn í vélina og við bjuggumst við að leggja af stað. Þá kom í ljós að ekki hafði tekist að gera við vélina og okk- ur gert að bíða. Við þurftum síðan að bíða í sætunum okkar til klukkan átta, í heila tvo tíma,“ segir Sigrún. Nokkuð af barnafólki var í vélinni og mörg börnin óróleg. „Okkur var ekki einu sinni boðið vatn,“ segir Sig- rún undrandi. Eftir tveggja tíma bið í vélinni var ákveðið að skipta um flug- vél. Á meðan verið var að afferma og ferma hina vélina dvöldust flugfar- þegar í flugstöðinni. „Engir veitinga- staðir voru opnir og allar verslanir lokaðar. Við gátum því ekkert keypt okkur að borða,“ segir Sigrún. „Þegar við síðan lögðum af stað um sex klukkutímum seinna þurft- um við að borga fyrir matinn í flug- vélinni,“ segir hún. Komið var fram yfir miðnætti þegar vélin loks lenti í Lúxemborg. Allar samgöngur til Þýskalands með lestum og rútum höfðu þá lagst af yfir nóttina. „Ég var langt fram á nótt að koma mér heim. Við vorum ekki einu sinni spurð hvort töfin hefði valdið okkur vandræðum eða hvort hægt væri að bæta okkur óþægindin á nokkurn hátt,“ segir Sigrún. „Ég keypti flugmiða fyrir tæpar 87 þúsund krónur. Þetta var því ekkert lággjaldaflug,“ segir hún. Sigrún hafði samband við skrif- stofu Iceland Express símleiðis og var sagt að koma erindi sínu áleiðis með tölvupósti. Sigrún bíður nú eft- ir svari um hvort flugfélagið ætli að bæta henni skaðann. erla@dv.is Sigrún Ólafsdóttir undrast að Iceland Express bjóði ekki bætur fyrir sex tíma seinkun: Sat í tvo klukkutíma í bilaðri flugvél Tíðar bilanir Flugi véla iceland Express hefur verið frestað mikið undanfarið og borið við bilunum. aðeins eru örfáir dagar síðan félagið keypti Ferðaskrifstofu Íslands sem átt hafði í fjárhagsvandræðum. FJÖLSKYLDA mYrtrAr Konu er í Sárum Georg Páll Kristinsson, faðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem var myrt á hrotta- fenginn hátt í Dómíníska lýðveldinu, hefur ekki fengið neinar upplýsingar um hvern- ig rannsókninni miðar á morði dóttur hans. Hann segir það erfiða stöðu að vita ekkert meira en alþjóð veit. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra- embættisins, segir að embættið fái ekki frekari upplýsingar um málið þar sem lögregl- an úti er ekki alveg á sama plani og við Íslendingar eigum að venjast. „Við höfum ekki heyrt neitt annað en að rannsóknin stæði bara opin og það er ekki annað að heyra en engin niðurstaða sé í málinu, “ segir Georg Páll Kristinsson, faðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem var myrt á hrottafenginn hátt í Dómíníska lýð- veldinu í september síðastliðnum. Rúmlega þrír mánuðir eru síðan þessi skelfilegi atburður átti sér stað en ættingjar hinnar látnu hér á Ís- landi fá engar upplýsingar um hvort einhver liggi undir grun eða hvort komið sé út úr DNA-rannsóknum á tveimur mönnum. Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Erfitt að vita ekki hver er morðinginn „Við höfum verið í sambandi við ut- anríkisráðuneytið hérna heima og höfum fengið voðalega litlar upp- lýsingar en eigur hennar náttúrlega skiluðu sér til landsins í desember- mánuði,“ segir Georg. Hrafnhild- ur var jörðuð í október. Hann seg- ir það afar erfitt að vita ekki hver varð dóttur hans að bana. „Að sjálf- sögðu er þetta erfið staða, við vit- um í rauninni ekki meira en alþjóð veit.“ Lögreglan taldi í upphafi að um ástríðuglæp hefði verið að ræða en tveir menn sátu í gæsluvarðhaldi sem þekktu Hrafnhildi vel. Þeim var sleppt fljótlega. Georg segir það miður að fá ekki frekari fregnir en það er lítið sem hægt er að gera. „Það er bara vonandi að þetta upplýsist,“ segir hann að lokum. Engin úrræði hjá ríkislögreglustjóra Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra- embættisins, segir að engar upp- lýsingar hafi borist embættinu. „Við erum ekki með neinar upplýsingar, það gæti tengst því að Venesúela er með flest morð í heiminum að mér skilst og lögreglan þar er ekki á svona sama plani og við eigum að venjast. Við höfum ekki fengið upplýsingar og höfum engin ráð til að knýja þær fram.“ Smári segir að áður hafi komið upp morðmál á Íslendingi á svipuð- um slóðum, þær upplýsingar hafa ekki enn borist þrátt fyrir að mörg ár séu liðin. Hann segir að erfitt sé að segja til um hvort upplýsingar varð- andi rannsóknina berist embættinu. „Reynslan segir okkur að við erum ekkert of bjartsýnir á að fá upplýs- ingar.“ Hrottafengið morð Hrafnhildur Lilja var 29 ára göm- ul þegar hún fannst látin á baðher- bergi í íbúð sinni í bænum Caparete í Dómíníska lýðveldinu í endaðan september síðastliðinn. Hrafnhildur fór í heimsreisu síðastliðið vor, sem endaði í Dómíníska lýðveldinu þar sem hún starfaði á hóteli sem kallast Extreme. Hún hugðist dvelja í bæn- um fram í janúar á þessu ári en hún hafði komið við í Ástralíu og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Stuttu eftir morðið náði DV tali af Thomas Fernandez, rannsóknarlög- reglumanni hjá ríkislögreglu Dóm- íníska lýðveldisins, sem sagði þá að lögreglan væri á réttri slóð að finna morðingjann. „Við erum mjög ná- lægt því að ná honum.“ Enginn hefur enn verið kærður eða handtekinn. Boði LoGaSon blaðamaður skrifar bodi@dv.is Smári Sigurðsson hjá alþjóða- deild Engar upplýsingar berast embættinu frá dómíníska lýðveld- inu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hrafnhildur ásamt vini sínum Hún var vinsæl hvar sem hún kom og þótti bæði brosmild og einstaklega jákvæð. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknar blaðamennska ár sins SjálfStæðiSflokku r á barmi klofningS miðvikudagur 24. s eptember 2008 dag blaðið vísir 176. tb l. – 98. árg. – verð k r. 295 miSSti fóStur eftir hnífaáráS Sambýliskonur dauðhr æddar eftir innrás á heim ilið Vítamínbætt erhættulegt fannst myrt á hótelherbe rgi í Dóminíska lýðvelDinu : fór í heimsreisu til að f inna sjálfa sig lögreglan segir morði ð ástríðuglæp Var einstaklega lífsglö ð og hlý stúlka fornarlamb astriðuglæps fréttir Djúpstæður klofningu r milli geirsarms og Da víðsarms neytenDur getur valdið lifrarskem mdum hjá börnum fréttir Neytendavit- und eykst Erindi og fyrirspurnir til Neytendastofu vegna fjár- málafyrirtækja jukust um 234 prósent á milli áranna 2007 og 2008. Þegar heildar- fjöldi erinda er skoðaður var aukningin 40 prósent á milli ára. Alls bárust tæplega 13 þúsund erindi til Neytenda- stofu á árinu. Flestar voru fyr- irspurnirnar vegna verðlags og auglýsinga, ferðalaga, fjár- málafyrirtækja og raftækja. Kvörtunarmál þar sem starfsfólk Neytendastofu hef- ur milligöngu um að ná sátt- um milli seljanda og neyt- enda jókst einnig talsvert en þau voru 235 á síðasta ári. Mest aukning var í þeim málum sem bárust Evrópsku neytendaaðstoðinni en málin þar voru 25 árinu, en einung- is 7 árið áður. Samviskan á við gamlan Yaris „Sú fjárfesting sem Bjarni ræðst í með því leggja inn 370 milljónir til afláts vegna bankahrunsins er því sam- bærileg við að ómenntað- ur skúringamaður réðist í að kaupa ársgamlan Yaris,“ segir blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson á vefsíðu sinni. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, endurgreiddi 370 milljónir af þeim greiðslum sem hann fékk í starfslokasamning frá bankanum. Páll Ásgeir setti upphæðina í samhengi. Hinn almenni verkamaður hefur um 200 þúsund á mánuði á meðan árstekjur Bjarna árið 2007 voru 43 milljarðar. Brenndist í andliti Tvö flugeldaslys voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á mánudag en í báð- um tilvikum voru aðilar fluttir á slysadeild. Í Grafarvogi voru tveir unglingar að taka í sundur skotelda þegar illa fór en annan þeirra þurfti að færa undir lækn- ishendur. Í Kópavogi var þriðji unglingurinn við sams konar iðju og þar fór allt á sama veg. Sá brenndist á höndum og í and- liti. Mikið ónæði var af flugeld- um í gær og bárust lögreglunni margar kvartanir vegna þessa. Nokkuð var líka um skemmdar- verk en púðurkerlingum og öðru slíku var ýmist troðið inn um bréfalúgur eða sett í póstkassa og ruslatunnur. 24. september 2008 „lögreglan þar er ekki á svona sama plani og við eigum að venjast.“ Brennur gengu vel Þrettándabrennur, til þess að kveðja jólin formlega, fóru fram víða um land í gærkvöldi. Gestir létu rigningu ekki aftra sér og fjölmenntu á brennurnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá helstu lögregluumdæmum á landinu gengu brennurnar víðast hvar vel og engin óhöpp voru til- kynnt. Engar fregnir hafa heldur borist um óhöpp vegna flug- elda. Lögreglan víða um land er ánægð með hvernig til tókst í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.