Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 30
miðvikudagur 7. janúar 200930 Fólkið Eftir að auðmaðurinn og fyrrver- andi bankastjóri í Glitni, Bjarni Ármannsson, játaði mistök sín í grein í Fréttablaðinu og í Kast- ljósinu á mánudagskvöldið auk þess að borga Glitni til baka hluta af milljónunum sem hann fékk greiddar í starfslokasamn- ing hefur hópur fólks lýst yfir stuðningi við hann á Facebook. Sérstakur aðdáendaklúbbur hef- ur nú verið stofnaður til heiðurs Bjarna og segir meðal annars á síðunni að meðlimirnir beri virðingu fyrir manni sem taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar þetta var ritað höfðu rúmlega fjörutíu manns gengið til liðs við aðdáendaklúbbinn. Að auki hafði ríflega átta hundruð Face- book-notendum til viðbótar ver- ið boðið í klúbbinn og aldrei að vita nema einhverjir úr fjöldan- um þiggi boðið á næstu dögum. Gott að hvíla héGómann „Það er svolítið táknrænt að hefja nýjan kafla í lífi mínu í byrjun árs 2009,“ segir Sölvi Tryggvason, fyrr- verandi þáttastjórnandi Íslands í dag, sem óvænt var sagt upp störf- um í lok árs eftir að hafa nýlega tekið við ritstjórakyndl- inum af Svanhildi Hólm Valsdóttur. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindra- son og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir voru ráðin til starfa og leit nýtt Ís- land í dag dagsins ljós á föstudaginn síðast- liðinn. „Tilfinn- ingin er ágæt,“ segir Sölvi aðspurður hvernig það sé að vera hættur í sjónvarpi. „Það er stutt síðan ég hætti, ég er ekki enn farinn að finna fyrir neinum söknuði. Ég lít á þetta sem nýtt tækifæri. Nýjar dyr opnast og möguleikarnir margir,“ út- skýrir Sölvi og horfir bjartsýnn fram á veginn. Sölvi hefur unnið á fréttastofu Stöðvar 2 í fjögur og hálft ár. Hann hóf ferilinn í sumarafleysingum og hefur síðan þá komið við sögu á hin- um ýmsu stöðum innan fréttadeild- arinnar þar á meðal í íþróttunum. Síðastliðin tvö ár starfaði hann þó sem þáttastjórnandi Íslands í dag. „Ég hef mjög gaman að því vinna við fréttamennsku, sér- staklega á þessum tímum, en þessu starfi fylgir einn- ig gríðarlegt álag og oft á tíðum er það mjög erfitt. Fylgikvillar þessa starfs eru margir,“ segir Sölvi og bætir við: „Ég hafði þó aldrei hugsað mér að verða ellidauður í þessu starfi. Ég er hálfnað- ur með meistara- nám í fjölmiðla- fræði. Kannski klára ég það núna? Annars hef ég fengið heimboð til fjögurra mismunandi landa og ég gæti vel hugsað mér að nýta þau á næstunni.“ Sölvi hefur nú þegar fengið nokk- ur atvinnutilboð, þrátt fyrir hafa ver- ið án vinnu í aðeins eina viku. Hann segist ætla að taka sinn tíma í að líta í kringum sig og viðurkennir að hann gæti vel hugsað sér að vera í fríi í ein- hvern tíma. „Það er frábært að vera í fríi. Ég ætla að vera sem allra duglegastur að rækta líkama og sál. Það var líka ágætt að losna úr sjón- varpi og hvíla hégómann og átta sig á því að lífið snú- ist um meira en að vinna á sjónvarps- stöð á litlu landi.“ hanna@dv.is Brotthvarf Sölva Tryggvasonar, þáttastjórnanda Íslands í dag, úr sjónvarpi kom mörg- um á óvart. Sölvi segir það tákrænt að hefja þennan nýja kafla í lífi sínu strax á nýju ári. Hann er ekki enn farinn að sakna þess að vera á skjánum og segir fríið kærkomið. Eins og tónleikagestum á Airwaves 2008 er ferskt í minni komust mun færri að á tónleikum sænsku raftón- listargrúppunar Familjen en vildu. Tónleikarnir voru haldnir á Tungl- inu en röðin á þá náði vel út fyrir Grillhúsið á Tryggvagötu þegar hún var sem lengst. Aðdáendur Familj- en sem misstu af tónleikunum síð- ast geta hins vegar glaðst því sveitin spilar á NASA 6. febrúar. Familjen sló rækilega í gegn með laginu Det snurrar i min skalle á síðasta ári. Myndband lagsins vakti ekki síður mikla athygli en lagið sjálft. Það var valið eitt af mynd- böndum ársins af Pitchfork Media og hlaut einnig sænsku Grammy- verðlaunin. Familjen er í raun bara eins manns band sem er skipað Johan T. Karlsson. Andreas nokkur Tilliand- er kemur þó oft fram með Johan á tónleikum og mun hann sennilega fylgja kauða á klakann. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku á midi.is en miðaverð og upphitunaratriði hafa ekki verið tilkynnt ennþá. Ef eftirspurnin eftir Familjen verður jafnmikil og á Air- waves borgar sig að reyna tryggja sér miða sem allra fyrst. asgeir@dv.is Familjen snýr aFtur Johan T. Karlsson maðurinn á bak við Familjen. aðdáenda- klúbbur auðmanns SænSka raftónliStarSveitin kemur aftur vegna mikillar eftirSpurnar: Sölvi TryggvaSon: Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni er orðinn langþreyttur á peningaröflinu í landanum. Þessu greinir hann frá á bloggi sínu. „Fyrst var landið undir- lagt í röfli um peninga. Hvað allir væru að græða rosalega mikið. Verg þjóðarframleiðsla amma mín er pulsa. Dow Jones.“ Doktorinn segir þetta endalausa hjal alveg jafnmikið núna nema bara á hinum endanum. „Við skuldum trilljón skrilljón eða sjö ömmur með dýfu á mann í þrjár kynslóðir, ó ó ó æ æ æ. Dow Jones.“ Svar Dr.Gunna við þessu vandamáli er einfalt, „Ég segi: Troðið þessum peningum í mínus eða plús upp í rassgatið á ykkur. Persónugeriði vandann,“ segir Dr. Gunni og mælir með því að fólk lesi um eitthvað upp- byggilegra en peninga. PeninGar í rassi Sindri Sindrason er tek- inn við af Sölva í Íslandi í dag Sölvi Tryggvason Fyrrverandi þáttastjórnandi Íslands í dag. Hann hefur nú þegar fengið atvinnutilboð og ætlar að líta vel í kringum sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.