Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 25
miðvikudagur 7. janúar 2009 25Sport Enginn Aron í dAg Íslenska landsliðið í handbolta leikur um þriðja sætið á æfingamótinu í Sví- þjóð í dag eftir sigur á Egyptum í gær, 29-17. ungstirnið aron Pálmarsson verður ekki með í leiknum vegna nárameiðsla en hann var einnig frá í sigurleiknum í gær. guðmundur guðmundsson landsliðs- þjálfari staðfesti við dv í gær að aron yrði ekki með í dag en hann verður líklega klár á föstudaginn. Þá mætir Ísland rúmeníu á öðru æfingamóti í danmörku. ragnar Óskarsson fær því aðrar sextíu mínútur til að sanna sig en Ír-ingurinn knái lék allan leikinn gegn Egyptum í gær og stóð sig með ágætum. Einar Hólmgeirsson er einnig frá vegna nárameiðsla en þess utan vantar sex leikmenn í íslenska liðið, þar af fimm byrjunarliðsmenn, frá því á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Fyrri helmingur Íslandsmótsins í körfubolta, Iceland Express-deildar- innar, var gerður upp á blaðamanna- fundi á Carpe Diem við Rauðarárstíg í gær. Var þar kynnt val sérstakr- ar dómnefndar á bestu leikmönn- um beggja deilda, bestu þjálfurum, dugnaðarforkum, besta dómaran- um ásamt því að úrvalslið deildanna voru valin. Hjá körlunum var KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðaron valinn bestur en hann hefur leikið frábærlega með KR í vetur fyrir meistarakandídatana í Vesturbænum sem eru ósigraðir eftir ellefu leiki. Fullkominn árang- ur dugði Benedikt Guðmundssyni, þjálfara KR, ekki til þess að vera val- inn besti þjálfarinn en þann heiður hlaut Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Breiðabliks. Eftir brösótta byrjun vann Breiðablik sig upp töfluna og hefur unnið fimm leiki það sem af er móti. Dugnaðarforkurinn var valinn Ísak Einarsson hjá Tindastóli. Hjá konunum var Kristrún Sigur- jónsdóttir, leikmaður toppliðs Hauka, valin best en þjálfarinn var valinn Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars. Dugn- aðarforkurinn var kjörinn Fann- ey Lind Guðmundsdóttir, einnig úr Hamri. Besti dómarinn var valinn Sigurmundur Már Herbertsson. tomas@dv.is Uppgjör fyrri helmings Iceland Express-deilda karla og kvenna: JAkob Örn og kristrún bEst HvErsu HrAtt kEmst bolt? glen miller, þjálfari spretthlauparans magnaða, usains Bolt, segir að Bolt eigi nóg inni og muni hlaupa enn hraðar á þessu ári. Hinn 22 ára Bolt setti heimsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking síðasta sumar og hjálpaði sveit jamaíka að vinna gullið í 4x100 metra hlaupi. miller telur að Bolt geti bætt sig talsvert í startinu og hægt sé að laga þrjú atriði fyrir komandi tímabil. „við getum lofað því að enginn mun stinga hann af í startinu framvegis,“ sagði miller og bætti við: „Ég veit ekki hversu hratt Bolt getur hlaupið en ég veit að hann kemst miklu hraðar af því við erum rétt að byrja.“ gEtum náð þrEnnu john Terry, fyrirliði Chelsea, tekur ekki í mál að liðið hans sé að gefa eftir og segir að Chelsea geti unnið þær þrjár keppnir sem eftir eru. Chelsea gerði aðeins jafntefli gegn C-deildarliði Southend í Fa-bikarnum á laugardag- inn og var slegið háðulega út af Burnley í deildarbikarnum í haust. En Terry, sem er að klára sitt þriggja leikja bann, sagði: „Hingað til hefur okkur ekki gengið það illa. Það var velgjandi að detta úr deildarbikarnum og við drógumst aftur úr Liverpool en það er hægt að laga það. við erum í 16 liða úrslitum í meistaradeildinni og erum ennþá í Fa-bikarnum. við þurfum að spila betur en við getum unnið allar þessar keppnir,“ sagði Terry minnugur þess að Chelsea vann engan titil 2008. HolyfiEld vill mEirA gamla hnefaleikakempan Evander Holyfield, gæti fengið að eiga aftur við rússneska risann nikolay valuev, handhafa WBa-beltisins í þungavigt, sem sigraði Holyfield á stigum eftir 12 lotur í hringnum. Bardaginn fór fram 20 desember og telur hinn 46 ára Holyfield dómarana hafa „rænt“ sig sigrinum með glórulausri stigagjöf. WBa hefur sett saman nefnd til að fara yfir málið. um ástæðu þess að sambandið skoðar kröfu Holyfield af alvöru sagði talsmaður WBa: „af virðingu við skoðanir áhangenda og fjölmiðla.“ almennt er viðurkennt að frammistaða gamla meistarans hafi komið mjög á óvart en það kom líka á óvart að hann fengi tækifærið. WBa er þekkt fyrir að ganga oft í berhögg við viðurkennd álit boxheimsins og kæmi því ekki á óvart ef annar sirkusbardagi yrði skipulagður af sam- bandinu í stað þess að leggja beltið að veði gegn alvöru áskorendum. umSjÓn: TÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSon, tomas@dv.is / SvEinn WaagE, swaage@dv.is úrvAlslið kArlA n jakob Sigurðarson kr n Cedric isom Þór n jón arnór Stefánsson kr n Páll axel vilbergsson grindavík n Sigurður Þorsteinsson keflavík úrvAlslið kvEnnA n Slavica dimovska Haukar n kristrún Sigurjónsdóttir Haukar n Birna valgarðsdóttir keflavík n Svava Ósk Stefánsdóttir keflavík n Signý Hermannsdóttir val Bestur jakob Örn Sigurðarson hefur verið frábær með kr. mynd Sigtryggur Ari Egyptaland lagði sjálft silfurlið Íslands örugglega á æfingamóti í Frakklandi fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári og gerði svo jafntefli við okkar menn á Ólympíuleikunum sjálfum. Það var því ekki árennilegasti andstæðing- urinn til að mæta eftir neyðarlegt tap gegn B-liði Svía í fyrsta leik á æfinga- mótinu í Svíþjóð sem landsliðið tekur nú þátt í. En eins og alltaf virðist vera þegar íslenska liðið fær skell kom það sterkt til baka og rústaði Egyptum með tólf marka mun, 29-17, í gær. Gríðarlega öflugur varnarleikur lagði grunninn að sigrinum og frammistaða Björg- vins Páls í markinu var einnig mögn- uð. Ákveðnir Íslendingar Eftir fjórar mínútur var Björgvin Páll, sem alls varði 19 skot í leiknum, bú- inn að taka þrjá bolta og Ísland leiddi, 4-1. Einu hnökrarnir sem komu í leik liðsins upp frá því kostuðu að for- ystan var minnkuð í eitt mark, 5-4, vegna brottvísana en eftir það leit íslenska liðið aldrei til baka. Það var ákveðið að vinna sigur í leiknum frá upphafi til enda og þá er ekki á vísan að róa fyrir andstæðinga Íslands. Frábær vörn Egyptar byggja sóknarleik sinn upp á skotum fyrir utan og klippa mikið fyr- ir skyttur sína svo þær komist í loftið. Fótavinna og færsla íslensku varnar- innar var eins og hún gerist best í gær og minntu klippingar Egypta meira á lélegan ballet en sóknarleik í hand- bolta. Egyptar voru langt frá því jafn- öflugir og þegar íslenska liðið mætti þeim í síðustu tvö skipti og átti Ró- bert Gunnarsson í litlum vandræð- um með að stöðva skyttur þeirra en Róbert þykir seint besti bakvörðurinn í bransanum. Pirraðir, grófir og leiðinlegir. Munurinn í hálfleik var sex mörk, 14-8, og var seinni hálfleikurinn að- eins spurning um hversu stór sig- ur Íslands yrði. Egyptar gáfust fljótt upp, pirruðust mjög og fóru að brjóta gróflega á íslensku strákunum. Alls fóru leikmenn Egypta þrisvar aftan í hendur okkar stráka þegar þeir voru komnir inn úr dauðafærum og í eitt skiptið var Ásgeir Örn Hallgríms- son sleginn af algjöru tilefnisleysi. Sá ágæti maður sem gerði það baðst ekki afsökunar heldur sendi Ásgeiri fingurkoss sem skemmti ekki vara- mannabekk íslenska liðsins. Hefndin kom þó fram inni á handboltavellin- um. Öruggur og góður tólf marka sig- ur, 29-17. Hamskipti „Þetta var allt annað,“ sagði sáttur þjálfari Íslands, Guðmundur Þ. Guð- mundsson, við DV eftir leikinn í gær. „Þetta voru bara hamskipti. Það var allt annað sjá liðið bæði varnar- og sóknarlega. Varnarlega byrjuðum við mjög vel og brutum Egyptana niður strax. Við fengum líka frábæra mark- vörslu en Björgvin Páll varði helming skotanna sem komu á markið og það verður ekki mikið betra en það,“ sagði Guðmundur sem var eðlilega tölu- vert sáttari en eftir Svíaleikinn. gerðum eins og á ÓL Sóknarleikur Egypta var á löngum köflum hreint vandræðalegur en ís- lenska vörnin var alveg með á hreinu hvað þeir höfðu upp á að bjóða. „Við vorum búnir að skoða þá vel í tölv- unni og vorum með allar þeirra leik- aðferðir á hreinu,“ sagði Guðmundur. „Við ákváðum að fara framar á móti þeim og reyndum að gera eins og á Ólympíuleikunum þar sem varn- arleikurinn var hvað bestur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari. Íslenska landsliðið í handknattleik kom sterkt til baka í gær eftir niðurlægjandi tap gegn B-liði Svía og keyrði yfir Egypta á æfingamótinu í Svíþjóð. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins bæði í vörn og sókn, og áttu Egyptar aldrei möguleika gegn ákveðnum Íslendingum. Ísland leikur um 3. sætið á mótinu. „Þetta voru hamskipti“ íslAnd - EgyptAlAnd 29-17 mörk Íslands: Logi geirsson 11/4, róbert gunnarsson 4, ragnar Óskarsson 3, Þórir Ólafsson 3, vignir Svavarsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sverre jakobsson 1, Sigurbergur Sveinsson 1, rúnar kárason 1. Varin skot: Björgvin Páll gústavsson 19 tÓmAS ÞÓr ÞÓrÐArSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ákveðnir Íslenska liðið var ákveðið bæði í sókn og vörn gegn Egyptum í gær og vann sannfærandi sigur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.