Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 8
miðvikudagur 7. janúar 20098 Fréttir HLÝJASTA SKEIÐ ÍSLANDSSÖGUNNAR Vorlegt í Reykjavík Siggi stormur segir að lægðir sem leggjast yfir landið orsaki hitann yfir hátíðarnar. mynd SigtRygguR ARi JóhAnnSSon „Hvert ár hefur toppað annað með einhverjum hætti,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, veðurfræðingur. Flest- ir hafa orðið varir við mikil hlýindi yfir hátíðarnar en meðalhitinn var 3,6 gráður sem er töluvert hlýrra en Íslendingar eiga að venjast sé litið til síðustu ára. Árið 2006 var þó hlýj- ast en þá var meðalhitinn 4,9 gráður. Búast má við úrkomusömu vori sem verður þó kaldara en síðustu ár. hlýtt fram í miðjan mánuð „Svona sveiflur hafa komið áður og þessi þróun á sér mjög skýrar orsakir, sem eru hlýnun jarðar. Við erum að upplifa breytt veðurfar í ljósi breyttra aðstæðna í lofthjúp jarðar, við græð- um á því fyrst um sinn, að minnsta kosti þeir sem vilja ekki mikinn snjó yfir veturinn,“ segir Sigurður en meg- inorsök hlýindanna yfir jólin séu suðlægar áttir sem eru að ganga yfir landið. „Það eru mildir tónar í þessu næstu daga og raunar fram í miðjan mánuðinn ef allt fer sem horfir. Kort- in eru úrkomusöm og ef hiti fer fyr- ir neðan frostmark erum við að tala um snjókomu á Norður- og Austur- landi en aftur á móti meiri rigningu á Suðurlandi sem þýðir að dagsbirtan er í lágmarki og þunglyndi eykst hjá fólkinu í landinu.“ Sigurður segir að kortin séu mjög úrkomusöm næstu vikur og svo virðist vera að við séum að sigla inn í kaldara vor en oft áður vegna breytinga í háloftunum. óvissa um framtíðina Aðspurður hvort við megum búast við hlýrri tímum á næstu árum segir Sigurður að það sé ekkert sem bendir til annars. „Toppnum er ekki náð, það er á hreinu. Það mannkyn sem lifir á Íslandi núna er að upplifa miklu ýkt- ara veður frá því sem verið hefur. Og það er ekkert launungarmál, ef rýnt er í gömul veðurgögn, að við höfum aldrei upplifað eins mikil hlýindi og það hefur aldrei verið hlýrra en núna frá því Ísland var byggt.“ Gróðurhúsaáhrifin benda til þess að Íslendingar megi búast við áfram- haldandi hlýnunarskeiði. „Koltvíox- íð eru að vaxa og þau sækja í sig hita, sem eru gróðurhúsaáhrifin. Ef við horfum lengra fram í tímann gerir það að verkum að það er meiri óvissa um hvert þetta leiðir okkur og það þarf ekki nema litla breytingu á haf- straumum þá breytist loftslagið. Hlý- indin núna eru ekkert í líkingu við það sem hefur verið áður í Íslands- sögunni, vissulega hafa komið hlý tímabil til dæmis í kringum 1940, en það er ekkert í líkingu við það sem er núna.“ Sigurður segir alvarlega tíma fram undan. „Þetta er eitt hlýjasta skeið Íslandssögunnar þar sem við erum að upplifa það sem enginn veit hvar endar og hvert það leiðir okkur, og það er það alvarlegasta í þessu.“ Kuldi í Evrópu Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að á meðan hlýtt loft er yfir Ís- landi sé oft kalt annars staðar í Evr- ópu. „Það er nú þannig að oft þegar það eru óvenjuleg hlýindi á Íslandi er hægt að finna óvenjulegan kulda annars staðar á norðurhveli. Það er nokkuð ljóst ef það er sunnanátt á stóru svæði nálægt Íslandi, þá hlýtur einhvers staðar að vera norðanátt á svipuðum breiddargráðum því ekki hrúgast loftið upp á norðurpólnum. Þar sem er norðanátt á okkar breidd- argráðum á þessum árstíma er oft- ast kalt. Og núna er óvenju kalt mjög víða á meginlandi Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum og það loft er komið úr norðri.“ Í París í gær var -7° á Celsíus og í Brussel var -11° á Celsíus. Mikill kuldi hefur verið víðast hvar í Evrópu yfir hátíðarnar og á fyrstu dögum á nýja árinu. gróður getur raskast Jóhann Helgi Konráðsson garð- yrkjufræðingur segir að gróðurinn geti tekið við sér ef of hlýtt verði yfir veturinn. „Hlýindin geta haft áhrif á ákveðnar plöntur, en flestar af þeim tegundum sem við ræktum á Ís- landi, svo sem birki, víðir og reynir, láta ekki plata sig. Aðrar innfluttar tegundir sem eru frá suðlægari slóð- um þar sem hitastig getur valdið því að þær fari af stað, geta í raun far- ið að bruma.“ Jóhann segir að hann viti um nýleg dæmi þar sem plöntur eru farnar að taka á sig lit og búa sig undir að springa út. Hlýtt veður yfir vetratímann getur platað plöntur, sem nota orkuna til að springja út á vorin á röngum tíma. „Þetta er eitt hlýjasta skeið Íslandssögunnar þar sem við erum að upplifa það sem enginn veit hvar endar“ Boði logASon blaðamaður skrifar bodi@dv.is margt óvenjulegt „Það er nú þannig að oft þegar það eru óvenjuleg hlýindi á Íslandi er hægt að finna óvenjulegan kulda annars staðar á norðurhveli,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ár °C 1998 1,3 1999 0,2 2000 -3,0 2001 0,3 2002 2,8 2003 -2,1 2004 -1,5 2005 2,2 2006 4,9 2007 0,5 2008 3,6 HITI SÍÐUSTU 10 áRA Í REyKJAvÍK mIÐAÐ vIÐ TÍmAbILIÐ 20. DESEmbER TIL oG mEÐ 1. JANúAR Árið 1937, 1971, 1907 og 2006 voru hlýrri en árið 2008.* *Samkvæmt heimildum dv Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að þau ár sem Íslendingar upplifi núna séu hlýjustu ár Ís- landssögunnar. Hitinn yfir hátíðarnar var með því mesta sem hefur gerst síðustu árin en meðalhitinn var 3,6 gráður. Árið 2006 var meðalhitinn 4,9 gráður. Sigurður segir að mikinn mun sé að sjá á hlýnunarskeiði frá miðri síðustu öld og því skeiði sem við upplifum í dag. Jóhann helgi Konráðsson garðyrkjufræðingur segir að lægðin sem hefur legið yfir landinu geti platað plöntur sem byrja að springa út í miðjum janúarmánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.