Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 10
HREMMINGAR YFIRVOFANDI miðvikudagur 7. janúar 200910 Neytendur Átján milljóna króna húsnæðislán sem tekið var fyrir ári hefur hækkað um 2,2 milljónir í formi verðbóta. Hækkunin verður enn meiri á næsta ári á sama tíma og mikið verðfall er yfirvofandi á húsnæðismark- aði. Eftir ár munu um fjórar milljónir skilja að lánið og verðgildi íbúðarinnar. Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, ráðleggur þeim sem eru í greiðsluvanda að selja ef þess er nokkur kostur. Sig- urður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir hremmingar í vændum. Verðbólgan hefur gert það að verk- um að 18 milljóna króna lán sem tek- ið var í janúar 2008 verður eftir eitt ár 4,8 milljónum króna hærra; mun standa í 23 milljónum. Verðfall á húsnæðismarkaði er þegar hafið. Markaðsvirði húsnæð- is sem í fyrra var 22,5 milljónir mun eftir ár standa í 19 milljónum króna. Niðurstaðan af þessum útreikning- um verður eftir eitt ár sú að 4 millj- óna króna bil hefur myndast. Mark- aðsvirði húsnæðisins verður sum sé 4 milljónum lægra en lánið sem á því hvílir. Hafa ber í huga að Seðlabankinn spáir að húsnæðisverð muni lækka um 17 prósent til viðbótar árið 2010 þannig að þá mun bilið að líkindum aukast enn frekar. Fyrstur kemur fyrstur fær „Já, ég myndi ráðleggja fólki að reyna að selja, sérstaklega ef það væri búið að missa vinnuna,“ segir Lilja Mós- esdóttir, doktor í hagfræði, aðspurð hvort fólk sem horfir fram á greiðslu- vandræði ætti að freista þess að selja, jafnvel þó á undirverði sé. Hún bend- ir þó á að aðstæður fólks séu misjafn- ar og að eftirspurn eftir fasteignum sé afar lítil um þessar mundir. „Það eru litlar líkur á að þú getir selt nema þú eigir söluvænlega íbúð. Það geta auðvitað ekki allir selt en þetta er svolítið spurning um að vera fyrstur,“ segir hún en samkvæmt heimasíðu Fasteignaskrár Íslands hefur hreyf- ing á fasteignamarkaði ekki verið minni í mörg ár. Hann er þó ekki al- veg frosinn. 13% verðbólga dýr Sá sem í janúar 2008 tók 18 milljóna króna húsnæðislán hjá Íbúðalána- sjóði til 40 ára skuldaði ári síðar tæp- ar 20,2 milljónir, samkvæmt reiknivél á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Verð- bólgan á ársgrundvelli var á nýliðnu ári 13 prósent en miðað er við 5,4 prósent vexti. Ef verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir árið 2009 nær fram að ganga verður hér 14,1 pró- sent verðbólga að meðaltali á þessu ári. 20,2 milljóna króna lán mun á árinu 2009 hækka um 2,6 milljónir króna. 200 þúsunda hækkun á mánuði Eftir stendur að á tveimur árum, eða frá janúar 2008 til janúar 2010, munu verðbætur 18 milljóna króna húsnæðisláns nema 4,8 milljónum króna og lánið mun standa í tæp- um 23 milljónum. Í hverjum mánuði hefur húsnæðislánið því hækkað um 200 þúsund krónur. Ef mánaðarleg afborgun er í dag 161 þúsund krónur, að áðurnefndum forsendum gefn- um, verður mánaðarleg afborgun eftir eitt ár 182 þúsund krónur. Athyglisvert er að skoða að ef verðbólga yrði 14,1 prósent út allan lánstímann myndi lántakinn á þess- um 40 árum samtals greiða tæpa 2 milljarða króna til sjóðsins. Ef Seðla- bankinn næði verðbólgumarkmiði sínu strax, sem er 2,5 prósent, myndi lántakandinn samtals greiða 87 millj- ónir á lánstímanum. Nemur fullum mánaðarlaunum Lánið hækkar eins og áður sagði um 200 þúsund krónur á mánuði. Til að setja þá upphæð í samhengi má benda á að meðalmánaðarlaun full- vinnandi Íslendinga árið 2007 voru 330 þúsund krónur fyrir skatta. Ef miðað er við að útborguð laun séu 60 prósent af heildarlaunum eru út- borguð meðallaun rétt um 200 þús- und krónur. Lækkar um 13% á þessu ári Samkvæmt Hagstofu Íslands lækk- aði húsnæðisverð að meðaltali um rétt tæp 3 prósent frá janúar 2008 til desember 2008 en upplýsingar um vísitöluna nú í janúar liggja ekki fyr- ir. Ef einstaklingurinn hefur tekið 18 milljóna króna lán í janúar í fyrra, með lánshlutfallið 80 prósent, hef- ur íbúðin að líkindum kostað 22,5 milljónir. Lækkun að nafnvirði um 3 prósent þýðir að íbúðin hefur lækk- að í verði um 675 þúsund krónur og stendur þá í 21,8 milljónum króna. Í nýjasta riti Seðlabankans um peningamál er því spáð að húsnæð- isverð lækki að nafnvirði um tæp- lega 13 prósent á næsta ári. Húsnæð- ið mun því eftir eitt ár, í janúar 2010, standa í rétt tæplega 19 milljónum króna. Gangi þetta eftir hefur verð- mæti húsnæðisins lækkað um 3,5 milljónir króna. Lánsfé ýtt að fólki Í júní kynnti Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra aðgerðir þar sem fólki var auðveldað að taka lán fyrir ódýrum íbúðum. Ríkið hóf þá að lána bönkunum fé svo þeir gætu lán- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Húsnæðislánið hækkar um 200 þúsund á mánuði Formaður Húseigendafélagsins spáir hremmingum næsta haust. MYND SiGtRYGGUR ARi Fólki ráðlagt að reyna að selja Lilja mósesdóttir hagfræðingur ráðleggur þeim að selja sem það geti. Þó séu ekki margir í þeirri stöðu. MYND KRiStiNN MAGNúSSON DV Fréttir mánudagur 16. júní 2008 9 TAPA FIMMTUNGI AF ÍBÚÐARVERÐI Frosinn íbúðamarkaður Þegar jafnfáir kaupsamningar eru gerðir og undanfarnar vikur er nauðsynlegt að taka tillit til fleiri þátta til að leggja mat á markaðinn. Íbúðalán Við lántöku Eftir 12 mánuði íbúðalánasjóður 18 milljónir* 19,03 milljónir Sparisjóðurinn 7 milljónir** 7,59 milljónir alls 25 milljónir 26,62 milljónir Hækkun á láni 1,62 milljónir * 5,7% VExtir Hjá íbúðalánaSjóði án uppgrEiðSlugjaldS * 8,4% VExtir Hjá SpariSjóðnum án uppgrEiðSlugjaldS 12 próSEnta VErðbólga Er Viðmið í báðum dæmum íbúðarverð í júní 2008 25 milljónir Verðgildi íbúðar í júní 2009*** 23,25 milljónir Skuldir umfram verðgildi á 12 mánuðum 1,75 milljónir tap vegna kaupanna (Hækkun á láni + skuldir umfram verðgildi) 3,37 milljónir *** miðað Við Spá grEiningadEilda um 7% lækkun faStEignaVErðS Íbúar og sumarhúsaeigendur við Laugarvatn eru margir ósáttir við að framkvæmdir við nýja og endur- bætta gufubaðsaðstöðu eru enn ekki hafnar. Áætlað var að um það bil 750 fermetra glæsileg heilsulind við gufubaðið yrði tekin í notkun í apríl á þessu ári, en ljóst er að framkvæmd- in mun tefjast um að minnsta kosti ár. Nokkuð er síðan hinu fornfræga gufubaði á Laugarvatni var lokað og aðstaðan var rifin til þess að fram- kvæmdir gætu hafist. Íbúi á Laug- arvatni sagði í samtali við DV að sér fyndist það hneyksli að svona væri í pottinn búið. Það er fyrirtækið Gufa ehf. og Bláa Lónið sem standa að framkvæmd- unum við Laugarvatn og samkvæmt upplýsinum hleypur kostnaðurinn á hundruðum milljóna. Kristján Ein- arsson, formaður Gufu ehf., sagði í samtali við DV að tafir hefðu orðið á framkvæmdinni, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Hafþór Guðmundsson hjá Hollvinasamtök- um Gufubaðsins segir rétt að íbúar og aðrir vegfarendur við Laugarvatn hafi lýst yfir óánægju sinni með að framkvæmdirnar hefðu tafist í ljósi þess að sú leið hafi verið valin að rífa gömlu aðstöðuna, svo gufuhverinn er nú ónothæfur. „Þetta er gríðarlega stór framkvæmd og hleypur á hundr- uðum milljóna króna.“ Hann segir stefnt að því að taka fyrstu skóflus- tunguna á næstu dögum, en málið hafi tafist af margvíslegum ástæðum. Teikningavinnan við mannvirkið hafi verið flóknari en gert var ráð fyrir í upphafi. „Við ætluðum að byrja síð- asta haust, en það er nokkuð síðan að það varð ljóst að við myndum ekki ná að klára mannvirkið á réttum tíma og því var ákveðið að fresta þessu um eitt ár.“ valgeir@dv.is Gufubaðið ári á eftir áætlun Bláa Lónið ráðgert er að heilsulindin við laugarvatn verði að fyrirmynd bláa lónsins. Enn hafa framkvæmdir ekki hafist. Komin í Kilju „Fantaskemmtileg“ - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga „Sjaldgæf nautn að lesa þessa bók“ - Þráinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður        Linnetsstíg 2, Hafnarrði, sími 551 0424 Seyma Ítilefni17.júnigefumvið 25til40%afslátt afbarnafatnaði, stærðirtveggjatiltólfára. Ekki er í neinum tengslum við raun- veruleikann að tala um hækkun fasteignaverðs þrátt fyrir að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um hálft prósent á milli mánaða. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er ljóst að fast- eignaverðið fer áfram lækkandi að raunvirði. Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningadeildar Kaupþings, segir að vísitalan hagi sér undarlega þegar lítil velta sé á markaðnum. Þau misvísandi skilaboð sem hún gefur nú eru dæmi um það. Ekki raunhæf viðmið Vísitala íbúðaverðs hækkaði um hálft prósent í maímánuði. Mikið hefur verið gert úr þessu, sérstak- lega af þeim sem byggja afkomu sína á fasteignaviðskiptum. Á sama tíma jókst þó verðbólgan um tæp 1,4 prósent. Raunlækkun fasteigna- verðs á milli mánaða er því um 0,9 prósent. Þegar litið er lengra aftur í tím- ann sést að vísitala íbúðaverðs lækkaði mjög mikið í apríl, um 1,8 prósent. Mánuðinn áður hafði lækk- unin verið minni, eða 0,4 prósent. Með hliðsjón af því hversu stórt stökk lækkunin tók í apríl þurfa ekki að vera tíðindi að hún hækki örlítið aftur tímabundið. Kaupsamningum fækkar um hundruð „Það er biðstaða á fasteigna- markaði,“ segir Ásgeir og bendir á að þegar viðskiptin eru lítil þarf ekki marga samninga til að skekkja töl- una. Rúmlega 200 færri kaupsamn- ingar voru þinglýstir á höfuð- borgarsvæðinu aðra vikuna í júní miðað við sama tíma í fyrra. Aðra vikuna í júní voru 47 kaup- samningar þing- lýstir en fyr- ir ári voru þeir 252. Heildarveltan var rétt tæp- ir 1,3 milljarðar króna en var tæpir 6,9 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Skekkir niðurstöðuna Ásgeir segir vísitölu fasteigna- verðs ekki gæðaleiðrétta, það er leiðréttir ekki fyrir atriði sem hafa áhrif á gæði íbúðar- húsnæðis. Fjölbýlis- húsnæði á ódýrum og lítt eftirsótt- um stað fer því inn í hana á sama hátt og lúxusíbúðir miðsvæðis. Ásgeir tekur dæmi af hruni á fast- eignamarkaði árið 1993. Þá sýndu mælingar að meðallaun bygginga- verkamanna hækkuðu á sama tíma og byggingariðnaðurinn var á nið- urleið. Ástæðan fyrir þessu var sú að þegar engin verk var að fá var hand- löngurum sagt upp störfum. Þannig stóð fasti kjarninn eftir hjá fyrirtækj- unum og skekkti meðaltalið því ekki var leiðrétt fyrir þessa breytingu. Litlar breytingar í sumar Undanfarnar vikur hafa viðskipti með litlar eignir verið algengastar, meðal annars vegna þess að fæstir fá lán vegna þeirra stærri. Almennt er fermetraverð minni eignanna hærra og bætist það því við til að skekkja heildarmyndina. Þegar jafnfáar eignir skipta um hendur og raun ber vitni þarf síðan ekki marga sölu- samninga til að hafa mikil áhrif, ýmist til hækkunar eða lækkun- ar vísitöl- unnar. Óvissa um framhald- ið einkennir fasteignamark- aðinn um þess- ar mundir. Ás- geir býst ekki við að miklar breyting- ar eigi sér þar stað í sumar. Til að markaðurinn fari af stað þarf ákveðnar breytingar í efna- hagsumhverfinu, og þar fara vaxta- lækkanir, styrking á gengi krónunn- ar og lækkun á verðbólgu fremstar í flokki. Mögulega þurfa þó frekari lækkanir fasteignaverðs að koma til áður en breytinga verður vart. Útlitið á fasteignamarkaði er hins vegar ekki bjart. Spáð er allt að 14 prósenta verðbólgu á næstunni, íbúðafjárfesting hefur dregist veru- lega saman og almennt er snögg kólnun í efnahagslífinu. Þegar þetta leggst ofan á þá staðreynd að fast- eignaverð hefur hækkað gríðarlega frá árinu 2004 er líklegasta útkoman enn frekari lækkun á fasteignaverði, líkt og Seðlabankinn hefur spáð. mánudagur 16. júní 20088 Fréttir DV „Vísitalan hegðar sér undarlega ef það er lítil velta á markaðnum.“ ErLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 17. janúa r 2008 dagblaðið vísi r 11. tbl. – 98. árg. – ver ð kr. 295 ekki kaupa íbúð blásið til sóknaR á vatnsleysustR önd: berjast >> Landsmenn ættu að vara st að kaupa sér húsnæði á n æstunni. Þetta er álit viðmæ lenda DV sem leggja mat á f asteignamarkaðinn í dag. Ve rðbólga, háir vextir og vísbe ndingar um að fasteignaverð haldi ekki í við verðbólgu á næstunni er m eðal þess sem gerir húsnæð iskaup óráðleg í dag. Þá er lá glaunafólk sérstaklega hvat t til að bíða nokkuð með að kaupa sér íbúðarhúsnæði, alla vega þa ngað til stjórnvöld hafa ákve ðið hvort og þá hvernig þau komi til móts við fólk vegna stöðunnar á fasteignamark aði. fréttir bjargaði mömmu Háklassa djass á nasa >> „Þetta eru allt mjög uppt eknir menn og allir í hálfgerðum meistaraflokki,“ segir Björn Thoroddsen um félaga sína í Cold Front. Hljómsveitin heldur t ónleika á Nasa um helgina. Hljómsv eitin er að verða fimm ára en þetta er í fyrsta skipti sem hún spilar á Íslandi. Forsíða DV 17. janú r dV varaði við yfirvofandi kreppu á fasteignamarkaði í janúar síðastliðnum. á hálfu ári hefur kaupandi venjulegrar íbúðar tapað 2,5 milljónum króna. Verðgildi íbúðar minnkar íbúðarverð janúar 2008 25 milljónir Verðrýrnun vegna lækkunar íbúðar* - 625 þúsund Verðrýrnum vegna verðbólgu** - 1,83 milljónir Verðgildi íbúðar nú 22,54 milljónir Tap á íbúðarkaupum frá áramótum 2,46 milljónir * íbúðaVerð hefur lækkað 2,5 prósenT frá áramóTum. ** Verðbólga hefur aukisT um 7,3 prósenT frá áramóTum. Vafasöm vísitala ásgeir jónsson segir vísitölu fasteignaverðs ekki alltaf gefa rétta mynd af markaðnum. Vísitalan nú sýnir verðhækkun á fasteignamarkaði en í raun halda lækkanir áfram. „Við vonum að þeir sem eru sjá- andi geti þarna fengið smá nasasjón af því að vera blindir. Þarna getur fólk upplifað hvernig það er að sjá ekki og borðað og drukkið í myrkr- inu,“ segir Bergvin Oddsson hjá Ungblind, ungmennadeild Blindra- félags Íslands. Hann er einn af fimm blindum og sjónskertum ungmenn- um sem þjóna til borðs á myrkvuðu kaffihúsi í sumar. Kaffihúsið verður opnað í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð á þjóð- hátíðardaginn og verður opið til 20. júlí. Hægt verður að gæða sér á kaffi, bakkelsi, súpu og léttum sérréttum á kaffihúsinu. Allt verður þar með hefðbundnum hætti, nema hvað að enginn sér nokkurn skapaðan hlut. Myrkvuð kaffihús sem þessi eru víða í erlendum stórborgum og yf- irleitt eru það blindir sem þjóna til borðs enda hægara sagt en gert fyrir aðra að rata í myrkrinu. Löngum hefur verið talað um að með því að útiloka eitt skilningar- vit eflist önnur og því er það sérstök upplifum fyrir hina sjáandi að borða í kolsvarta myrkri. Bergvin talar sérstaklega um þekkt myrkvað veitingahús í Berlín og er fyrirmyndin óbeint sótt þang- að. Ekkert ungmennanna hefur þó komið þangað. Auk þess að veita almenningi nýja sýn inn í heim blindra miðar þetta verkefni Ungblindar að því að búa til sumarstörf fyrir blind ung- menni. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við Hitt húsið og bensínstöð Orkunnar, en Ungblind hefur síð- ustu sumur tekið sérstaklega á að- gengismálum blindra í samstarfi við Hitt húsið. Orkan styrkir starfið síðan með bakkelsi og segir Bergvin að hendinni verði ekki slegið á móti fleiri styrkjum af því tagi. Seinna í dag afhendir Ungblind hvatningarverðlaun þeim sem þyk- ir hafa skarað fram úr í starfi fyrir blind ungmenni. erla@dv.is Blindir þjónar á myrkvuðu kaffihúsi ný sýn bergvin Oddsson ætlar að opna augu þeirra sjáandi fyrir veröld blindra í sumar. 16. júní 2008 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 27. ma s 2008 dagblaðið vísir 56. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 besta rannsóknarblaðamennska ársins „Reynið eftiR fRemsta megni að bíða,“ segiR foRmaðuR neytenda: Jón vill reka Davíð Þið tapið milljónum á íbúðinni fréttir >> Íslenskur læknir lumar á beinagrind sem honum áskotnaðist fyrir mörgum árum eftir að hundurinn hans hafði fundið til eitt og eitt bein. Hann segir hana hluta af fjölskyldunni og hefur meðal annars notað hana til að hræða börnin sín þegar þau hafa verið óþæg. Skrifar bók á biðlaunum Verktakar bjóða 95% lán fyrirsjáanlegt tap gríðarlegt fókuSdV Sport 5 milljóna tap læknir agar börn með beinagrind >> Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari boðaði mikinn varnarleik þegar hann tók við starfinu. Hann stóð svo sannar- lega við stóru orðin í gær þegar Ísland lagði Slóvakíu ytra 2-1. Íslenska liðið varðist af kappi og uppskar eftir því. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslands með skömmu millibili. íSlenSkur Sigur 27. mars 2008 DV Neytendur fimmtudagur 17. janúar 2008 11 íða þróun ÍBÚÐAVErÐS Á HÖFuÐBOrGArSVÆÐInu - FrÁ jAnÚAr 1998 tIl dESEmBEr 2007 Fjölbýli Sérbýli 400 350 300 250 200 150 100 50 jan. 1998 jan. 1999 jan. 2000 jan. 2001 jan. 2002 jan. 2003 jan. 2004 jan. 2005 jan. 2006 des. 2007 Grétar jónasson „Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð í dag þurfa vissulega á aðstoð að halda,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteigna- sala, um hvort hagstætt sé að kaupa íbúð eins og markaðurinn stend- ur í dag. „Félagsmálaráðherra er að vinna í því að finna úrbætur fyrir þá sem eru tekjulágir eða vilja kaupa sína fyrstu íbúð,“ bætir hann við og segir að ástæðan sé miklar hækkan- ir á undanförnum árum. Hann mælir með að fólk bíði og sjái hvað stjórn- völd gera. Bjartsýnar spár Lækkandi verðbólga, góðar at- vinnuhorfur og jákvætt efnahagslíf telur Grétar vera fram undan. Hann telur niðursveiflur ekki verða miklar og segist ekki hafa orðið var við að íbúðaverð hafi farið lækkandi. Hins vegar hafi dregið verulega úr hækk- unum. „Ég finn fyrir smá jafnvægi en það eru undantekningar ef íbúðir eru að lækka eitthvað. Það eru ákveð- in svæði sem eru að lækka. Það eru íbúðir á jaðarsvæðum þar sem fólk keypti íbúðir dýru verði. Þær íbúðir gætu lækkað hvað mest á næstunni. Á grónum svæðum og miðsvæð- is gætu íbúðir hækkað örlítið. Þetta er að verða svipað og í stórborgum erlendis að íbúðir miðsvæðis séu þrisvar sinnum dýrari en í úthverf- um,“ segir Grétar og bætir því við að hann sjái hrun ekki í kortunum. láglaunafólk í klípu „Það verður þungur baggi að bera fyrir þetta unga fólk, sem er að hugsa sér að kaupa íbúð, að taka lán. Ég segi að það eigi að bíða um tíma,“ segir Grétar enn fremur. Hann er handviss um að sú ákvörðun sem félagsmála- ráðherra tekur hafi áhrif á framgang mála á næsta ári. Margt fólk leitar til hans um ráð varðandi íbúðarkaup og ráðleggur hann því hið sama. „Það er margt sem stjórnvöld gætu gert, til dæmis hafa lægri vexti fyrstu fimm árin eða lægri vexti ef maður er að kaupa sína fyrstu íbúð. Ég hef trú á Jóhönnu Sigurðardóttur og að hún eigi eftir að bæta stöðu láglaunafólks svo það fái þak yfir höfuðið,“ segir Grétar. Komið til móts við fólk Grétar segir frá því að fyrir um fimmtán árum voru rýmri kjör fyr- ir fólk sem var að kaupa sínu fyrstu íbúð. Fólk fékk til að mynda við- bótarlán á lægri vöxtum. Húsnæð- ismál hafa verið skilgreind sem eitt af því sem var fólki lífsnauðsynlegt. „Grunnþættir þjóðfélagsins eru þeir að fólk eigi að geta fengið mennt- un, heilbrigðismál séu í lagi og allir eiga að geta eignast þak yfir höfuð- ið. Þessir hópar hafa fengið aðstoð í gegnum tíðina en slíkt er ekki fyr- ir hendi í dag. Stjórnvöld hafa sé um þetta og er ég nú spenntur að sjá hvernig þau bregðast við þeim vanda að lágtekjufók og ungt fólk geti hreinlega ekki keypt sér íbúð,“ segir Grétar að lokum. „Það verður �un�� ur �a���� að �era �yr��r �etta un�a �ólk, sem er að hu�sa sér að kaupa í�úð, að taka lán.“ Grétar jónasson Vongóður um að láglaunafólk og ungt fólk fái aðstoð við íbúðakaup. ÁSdÍS BjÖrG jóHAnnESdóttIr blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is Ekki kaupa strax neytendur fimmtudagur 17. janúar 200810 Neytendur DV neytendur@dv.is umsjón: Ásdís Björg jóhannesdóttir Góður kjúklingur í Nóatúni „Ég og kærastan mín keyptum heilan grillaðan kjúkling í nóatúni í grafarholti um daginn og við vorum mjög ánægð með hann. Við keyptum spínat með og þetta var ekki eins dýrt og ég hélt og bragðaðist líka alveg frábærlega. Við vorum mjög ánægð með þetta og þetta var í fyrsta skipti sem við keyptum heilan kjúkling og svo er líka hægt að nýta sér afgangana daginn eftir,“ segir Curver thoroddsen tónlistarmaður. Elda stóran skammt og frysta Á nýju ári fara flestir að spá í budduna og hvernig hægt er að komast til móts við hana eftir velmegun jólanna. matarkostn- aður er oft stór hluti af útgjöldum heimilisins. útivinnandi fólk þarf oft að bæta við kostnaði við hádegisverð. gott ráð við því er að elda mat sem hægt er að frysta. Það gæti til dæmis verið lasagna, grænmetisréttur, eða kjötpott- réttur. Þetta eru matartegundir sem gott er að skipta niður í smærri einingar og setja í plast- eða álbox. Þarna er hægt að fá vikuskammt af hádegismat til að taka með sér í vinnuna. Lastið fá íslenskir bankar og sparisjóðir, sem þrátt fyrir samkeppni rukka ennþá seðilgjöld, útprentunargjöld og fit-kostnað, í skjóli úreltra laga sem nú á loksins að breyta. neytendur, viðskiptavinir bankanna, hefðu getað gert ráð fyrir því að frjáls samkeppni og einkavæðing bankanna myndi sjálfkrafa koma þeim til nútímalegra viðskiptahátta, en nú er ljóst að þörf var á pólitísku inngripi. Ástæða er til þess að bera lof á indverska veitingastaðinn Shalimar í austurstræti. Þar er hægt að fá raunverulegan indverskan mat á þægilegu verði. Ef fólk passar sig á því að halda sig við rétti dagsins er hægt að snæða dægilegan indverskan mat á verði sem er sambærilegt við það sem skyndibiti kostar hér á landi. annað er reyndar uppi á teningnum ef annað er pantað á matseðlinum, sem kannski er bara sanngjarnt. lastið lofið Betra að Bí Ásdís Kristjánsdóttir, greiningardeild Kaupþings Jón Bjarki Bentsson, greiningu glitnis Kristrún T. Gunnarsdóttir, greiningardeild Landsbankans Lækkar að raunvirði Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð? „Já og nei. Það er erfitt að meta það. Það fer al- farið eftir aðstæðum fólks. Að okkar mati er kóln- un hafin á fasteignamarkaði sem meðal annars endurspeglast í minnkandi veltu á fasteigna- markaði. Erfiðara aðgengi að lánsfé og háir vextir eru þeir þættir sem einkum hafa dregið úr um- svifum á fasteignamarkaði. Við gerum þó ekki endilega ráð fyrir nafnvirðislækkun á árinu. Hins vegar getur svo farið að eignir í ákveðnum hverf- um á höfuðborgarsvæðinu gætu lækkað að nafn- virði. Að okkar mati mun markaðurinn þó ekki halda í við verðbólgu og íbúðaverð gæti því lækk- að að raunvirði á þessu ári.“ Hvernig hefur lækkun á fasteignamark- aði áhrif á þá sem keypt hafa á háum lánum? „Verðtryggð lán eru algengustu form íbúðalána hér á landi, um 70 prósent af skuldum heimila eru til að mynda verðtryggð lán. Þegar verðbólga mælist hækkar höfuðstóllinn á slíkum lánum en á síðustu misserum hefur talsverð verðbólga mælst hér á landi. Þrátt fyrir að höfuðstóllinn hækki breytist greiðslubyrði slíkra lána ekki mik- ið þar sem hún dreifist yfir langan tíma. Ef verð eignar lækkar að nafnvirði, þá getur það gerst að höfuðstóll láns mælist hærri en markaðsverðið. Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs vegur þó mjög þungt, eða um 20%, því hefur lækkandi hús- næðisverð að sama skapi áhrif til að draga úr verð- bólgunni.“ Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist og hvar er lækkun líklegust? „Almennt er það í þeim hverfum þar sem mest er framboðið sem verð lækkar fyrst en þetta eru oft hverfi á jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem ný hverfi eru að rísa. Að sama skapi er gjarnan minna framboð af eignum nær miðkjarna og af þeim sökum eru þau svæði líklegust til að standa í stað og jafnvel halda áfram að hækka í verði.“ Betra að bíða Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð? „Samkvæmt spá okkar er verð á fasteigna- markaði nú nálægt tímabundnu hámarki. Vís- bendingar eru um að verðlækkanir séu fram undan en við spáum um 9 prósenta lækkun fast- eignaverðs á þessu ári. Það er samt aðeins hluti af hækkun síðasta árs svo það er alls ekki hægt að tala um verðhrun. Hvað varðar lánskjör hafa vextir hækkað mikið frá því í sumar og það er því ekki eins hagstætt að taka íbúðalán í dag og þeg- ar vextir voru í lágmarki fyrir tveimur árum. Ég myndi því segja við þá sem eru í kauphugleiðing- um að eins og staðan er í dag sé mögulega betra að bíða og sjá hver þróunin verður á næstunni.“ Hefur lækkun á fasteignamarkaði áhrif á þá sem keypt hafa á háum lánum að undanförnu? „Möguleg lækkun fasteignaverðs er í sjálfu sér ekki vandamál nema viðkomandi neyðist til að selja íbúðina og innleysa þar með það tap sem hefur orðið. Ef íbúðareigandinn ræður við afborganir lánanna býr hann áfram í íbúðinni og tapið kemur ekki fram. En það eru helst þeir sem keypt hafa á allra síðustu mánuðum eða eru mjög skuldsettir sem finna fyrir því að verð íbúða lækki. Húsnæði þeirra sem keyptu síðastliðið vor eða enn fyrr hefur hækkað mikið að undanförnu og lækkunin myndi þá bara koma á móti þeim hækkunum, þeir væru því ennþá í plús þrátt fyr- ir allt.“ Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist og hvar er lækkun líklegust? „Við erum ekki með neina sundurliðaða spá fyrir einstök hverfi en það má búast við því að lækkunin eigi eftir að verða nokkuð ójöfn. Sér- býli og stórar eignir munu líklegast lækka mest auk þess sem íbúðir á jaðarsvæðum gætu lækkað meira en íbúðir miðsvæðis. Sérbýli hafa hækk- að meira en fjölbýli að undanförnu og það er því meira svigrúm til lækkana þar.“ ekki stökkva til og kaupa Er þetta góður tími til að kaupa sér íbúð? „Það er erfitt að segja til um það, það fer eft- ir aðstæðum hvers og eins. Sýnin á markaðinn sýnir stöðnun og þá er engin ástæða til að óttast. Ég mæli samt ekki með því að fólk stökkvi til og kaupi íbúð bara til þess eins að kaupa. Horfurn- ar eru samt ekki slæmar. Við spáum ekki nafn- virðislækkun þó að hækkunin milli ára verði að jafnaði sjö prósent, sem er mikil breyting frá síð- ustu árum. Það verður lítils háttar hækkun en svo lækkun eftir það. Það lítur út fyrir að markaður- inn eigi eftir að standa í stað.“ Hefur lækkun á fasteignamarkaði áhrif á þá sem keypt hafa á háum lánum að undanförnu? „Nei, það eru litlar líkur á því að það gerist hérna og núna. Við búum við þá stöðu sem gerir fasteignamarkaðinn okkar til dæmis sterkari en annarra, öfugt við Bandaríkin og Bretland. Þar voru margir sem keyptu til að reyna að græða á. Það orsakaði að lánað var til þeirra sem ekki höfðu svo greiðslugetu og varð til þess að mark- aðurinn veiktist. Hér er um annað að ræða, hægt var á útlánum árið 2006 til húsnæðiskaupa og reglur þrengdar og það kemur sér vel núna. Það eru sárafáir held ég sem yrðu í þeirri stöðu að skulda meira en þeir eiga.“ Hvar er líklegast að húsnæðisverð haldist og hvar er lækkun líklegust? „Það mun lækka meira í úthverfunum. Mið- bærinn er tregur til lækkunar. Séð í niðursveifl- um eru það helst hverfi eins og Grafarholt þar sem stóð mikið af fullbyggðum húsum sem voru of dýr sem lækkuðu síðan fyrst í verði.“ Vefur fyrir neytendur Vakin er athygli á vef neytendasamtakanna. Þar er brunnur upplýsinga um alls kyns málefni. meðal efnisflokka eru helstu lög og reglur sem gilda á neytendasviði, verðkannanir, bréf frá neytendum og athuganir á matvælum. Þar er einnig hlekkjasafn á langflesta vefi í reykjavík sem snerta hagsmuni almennings og nöfn og símanúmer stjórnenda þurfi einstaklingar að leita sér aðstoðar. Slóðin er: http://www.ns.is. NeytaNdiNN 17. janúar 2008 þriðjudagur 4. desember 200710 Fréttir DV HÆTT VIÐ GJALDÞROTUM LÆkkI HúsnÆÐIsVeRÐ Ingunn S. Þorsteinsdóttir Ásgeir Jónsson „Komi fasteignaverð til með að lækka má búast við því að mikið skuldsett heimili lendi í vandræð- um,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdótt- ir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fasteignaverð á Íslandi hefur haldist hátt í töluvert langan tíma. Í Bretlandi og í Danmörku hefur hins vegar orðið nokkur lækkun á fasteignaverði á undanförnum misserum sem hefur gert það að verkum að skuldsettir einstakling- ar hafa lent í erfiðleikum og jafnvel orðið gjaldþrota. Ef fasteignaverð kemur til með að lækka á Íslandi gæti það leitt til þess að heilu fjöl- skyldurnar verði gjaldþrota en til þess þyrfti verð að lækka umtals- vert og ástandið þyrfti að vara í nokkuð langan tíma. Gæti skapað vandræði Ingunn segir að áhrif- in á fólkið í landinu muni fara eftir því hversu djúp sveiflan kemur til með að verða. Það er ef hún á annað borð kemur. „Þetta ætti þá til dæm- is við um ungt fólk sem hyggur á nám erlend- is og hefur nýverið keypt sér íbúð. Þetta hefði einnig slæm áhrif á þá sem hefðu skuldsett eignir sín- ar. Þá gætu bankarn- ir þurft að afskrifa eitthvað af lánum.“ Á tímum banka- kreppunnar á Norðurlöndum á síðasta áratug þurfti fólk nánast að borga með fast- eignum sínum við sölu. Þá voru lánin orðin hærri heldur en verð- ið sem fékkst fyr- ir eignirnar en þetta ástand var hve alvar- legast í Nor- egi og Svíþjóð en teygði einnig anga sína til Danmerkur. Ingunn segir að Íslendingar gætu séð svip- uð áhrif hér á landi fari allt á versta veg. Góðar aðstæður Á tíunda áratug síðustu aldar lentu margir Íslendingar í fjárhags- erfiðleikum og varla leið sá dagur að einhver væri ekki úrskurðaður gjaldþrota. Þá var ástandið á Ís- landi nokkuð öðruvís en það er í dag. Þá ríkti stöðnun í hagkerfinu og Íslendingar voru á leið út úr erf- iðum tíma. Þetta var í aðdraganda þess að farið var í byggingu álvers- ins á Grundartanga. Þá var lítið um að vera í hag- kerfinu og erf- itt var að fá hjólin til að snúast á ný. „Aðstæð- urnar núna eru öðruvísi en á þessum tíma. Núna erum við að koma út úr góðu tímabili og aðstæður núna eru að mörgu leyti svipaðar og voru í kringum aldamótin. Við höfum auk þess möguleika á að fara í frek- ari stóriðjuframkvæmdir. Almennt virðist því ekki ríkja mikil svartsýni í efnahagskerfinu,“ segir Ingunn. Komið til að vera Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings, segir að sú hækkun sem verið hefur á fasteignamarkaðnum muni að öllum líkindum ekki ganga til baka. Að minnsta kosti ekki nema að litlu leyti. Hann segir að lækkun húsnæðisverðs komi til af tveimur orsökum. Annars vegar ef um offramboð er að ræða á nýjum eignum og hins vegar ef það kæmi til harðrar kreppu. „Þetta yrði þá fyrst og fremst óþægilegt fyrir fólk sem farið er að skulda meira en það á og komið með neikvætt eigið fé. Það getur vissulega verið mjög óþægileg tilfinning,“ segir Ásgeir. Segir hann að fyrir fólk sem er í fastri búsetu ætti lækkun húsnæðisverðs ekki að hafa nein áhrif. Nýlega hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína upp í 13,75 prósent og hafa margir gagnrýnt vaxtastefnu bankans. Ásgeir segir að markmið hækkunarinnar sé að kæla markaðinn til að gera fólki erfiðara fyrir að kaupa. „Það má í raun segja að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að fólk kaupi húsnæði. Það getur verið gott að kæla markaðinn en það má ekki frysta hann. Um leið og þenslan minnkar lækka þeir vextina og markaðurinn tekur við sér að nýju.“ EInar Þór SIGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is „Þeir einstaklingar sem þyrftu að selja eignir sínar af einhverjum ástæðum gætu þá lent í vandræðum.“ rEyKJavíK Ákvörðun seðlabank- ans um að hækka stýrivexti miðar meðal annars að því að koma í veg fyrir að fólk kaupi sér íbúðir. Slæm ÁhrIf ingunn segir að lækki fasteignaverð geti það haft slæmar afleiðingar í för með sér. sérstaklega fyrir fólk sem er mikið skuldsett. 4. desember 2007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.