Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 23
miðvikudagur 7. janúar 2009 23Umræða
Hver er maðurinn? „guðmundur
Steingrímsson.“
Hvað drífur þig áfram? „von um að
geta látið gott af mér leiða.“
Uppáhaldstónlist? „Ég hlusta talsvert
á tónlist og er að búa til tónlist.
Einhverra hluta vegna er ég mikið að
hlusta á plötuna okkar sem er að koma
út. Hún er aðallega á fóninum. annað
sem ég hlusta mikið á er nick Cave, Will
Oldham og Fleet Foxes. Svo hef ég
mjög gaman af Portishead, arcade Fire
og morrissey. david Bowie er samt alltaf
hetjan.
Hvers vegna ertu að ganga til liðs
við Framsóknarflokkinn? „Ég vil sjá
þennan flokk rísa upp, byggðan á
gömlum gildum sem ég held að eigi
brýnt erindi við samfélagið. Þetta eru
gildi sem eru mér ágætlega kunn um
ákveðið öfgaleysi, skynsemi, félags-
hyggju og samvinnustefnu. Ég held að
frjálslyndishugsjónin eigi líka að vera
eitthvað sem er lifandi í pólítíska
landslaginu. Framsóknarflokkurinn er
hefðbundinn málsvari þessara gilda.
Hann hefur farið svolítið af leið og ég
hef gagnrýnt það, en nú á að fara fram
endurmat og endurreisn og ég iða í
skinninu að fá að taka þátt í því. “
Hafði pabbi þinn áhrif á þessa
ákvörðun? „við tölum mikið saman
um pólitík, ég og pabbi. Ég hef alltaf
farið mínar leiðir og hann sínar og hann
hefur alltaf stutt mig. Okkar samræður
um pólítík eiga mjög ríkan þátt í því að
ég vel að fara í Framsókn. Ég elst upp
við ákveðin tengsl við þennan flokk og
bý yfir mikilli vitneskju um hans sögu.
úrslitatímar eru fram undan í lífi þessa
flokks, þá er það ríkur þáttur í mér sem
segir að ég eigi að fara þarna yfir og
taka þátt í þessum bardaga. Ef það
mistekst er við hæfi að ég fari niður fyrir
hönd ættbogans. En það verður ekki.“
Stefnirðu á að verða formaður
flokksins, og jafnvel forsætisráð-
herra þegar fram líða stundir,
líkt og faðir þinn og afi? „Ég ætla
bara að taka eitt skref í einu. Þessa
stundina er ég að ganga frá vesturbæn-
um og upp Hverfisgötuna og ganga í
Framsókn. Ég ætla að láta það nægja í
bili. Svo sjáum við til.“
Styður þú málSókn ÍSlendinga á hendur Bretum?
„já, ég geri það. Ég held að það sé
ekkert annað í stöðunni.“
GUðjón MaGnúSSon
25 ára í ÞjónuStudEild
„já, ég bloggaði meira að segja um
það. Ég vil ekki láta þá traðka á okkur.“
HelGa KriStjánSdóttir
74 ára Ekkja
„jájá, þeir eiga það skilið.“
BirGir BirGiSSon
19 ára nEmi
„já, ég geri það!“
Sindri StröM
15 ára vErSlunarmaður
Dómstóll götunnar
GUðMUndUr SteinGríMSSon
tilkynnti í gær að hann væri genginn
í Framsóknarflokkinn. Hann vill
sjá flokkinn rísa upp byggðan
á gömlum gildum og hlakkar til
að takast á við það verkefni.
Iðar í skInnInu
„nei.“
davíð Þór SveinSSon
20 ára nEmi
maður Dagsins
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og þjóðirn-
ar einsleitar. Ísraelar verða Ísraelar og
Palestínumenn verða Palestínumenn.
Ekki kannski alveg svona einfalt því
við erum búin að ná því að höfuðfylk-
ingar Palestínumanna heita Fatah og
Hamas. Síðarnefndu samtökin höfðu
vinninginn í síðustu þingkosningum í
Palestínu. Það líkaði hernámsliði Ísra-
ela illa og neitaði að viðurkenna rétt-
kjörna stjórn. Þá var mynduð þjóð-
stjórn með sameiginlegri þátttöku
Fatah og Hamas. Þeirri stjórn settu
Ísraelar skilyrði, sem hún réð ekki við
og sprakk hún því. Í kjölfar vopnaðra
átaka á meðal Palestínumanna fór svo
að Hamas fékk völd yfir Gaza en Fatah
yfir Vesturbakkanum. Áfram var sorf-
ið að Hamas. Aftur voru sett starfsskil-
yrði sem ekki reyndist unnt að standa
við. Svæðið var þá sett í herkví og nú
hefur verið ráðist þar inn með hrika-
legum afleiðingum.
En hver skyldu vera skilyrðin sem
sprengja allar stjórnir í Palestínu; skil-
yrði sem jafnframt eru ísraelska her-
námsliðinu skálkaskjól fyrir ofbeld-
isaðgerðir? Þau eru að palestínsk
yfirvöld viðurkenni tilvist Ísraelsríkis
undanbragðalaust og komi jafnframt
í veg fyrir allar árásir á Ísrael af pal-
estínsku svæði. Hamas hefur einmitt
verið borið á brýn að viðurkenna ekki
tilvist Ísraelsríkis og virða ekki vopna-
hlé.
erindreki SÞ talar
En er þetta rétt? Ekki telur Richard
Falk svo vera, en hann er bandarísk-
ur prófessor í alþjóðalögum, sérstak-
ur erindreki Sameinuðu þjóðanna
um mannréttindamál á palestínsku
svæðunum. Hann fullyrðir að Ham-
as hafi kappkostað að halda í heiðri
samkomulag um vopnahlé sem Eg-
yptar höfðu forgöngu um og lagt til
að það yrði framlengt í áratug um
leið og unnið yrði að framtíðarlausn
sem byggðist á landamærum Ísra-
els eins og þau voru fyrir 1967 en það
er landamæralínan sem Sameinuðu
þjóðirnar krefjast að verði virt. Með
öðrum orðum, Hamas viðurkennir
Ísrael og vill virða vopnahlé.
Richard Falk segir vanda Ham-
as margþættan. Þannig ráði Hamas
ekki yfir öllum vopnuðum sveitum á
Gaza svæðinu, til dæmis svokallaðri
Baráttusveit al-Aqsa píslarvottanna,
sem njóti stuðnings Fatah. Þessi sam-
tök hafi að öllum líkindum staðið fyr-
ir eldflaugaárásum á Ísrael til að grafa
undan trúverðugleika Hamas. Hvað
sem því líður, segir Falk að vopnahlé
hafi að mestu verið virt fram til 4. nóv-
ember þegar ísraelski herinn gerði
skyndilega sprengjuárásir á meint
hryðjuverkahreiður á Gaza.
að deila og drottna
Richard Falk telur að þetta hafi verið
gert í ögrunarskyni enda hafi Ham-
as fyrir sitt leyti reynt að standa við
vopnahlésskilmála. Staðreyndin er
sú að ísraelska hernámsliðið veit
sem er, að með árásum og ögrunum
er hægt að æsa upp harðdrægustu
baráttusveitirnar. Við slíkar aðstæð-
ur standa palestínsk yfirvöld jafnan
frammi fyrir tveimur afarkostum: Að
berja landa sína niður með vopna-
valdi sem iðulega hefur leitt af sér
innra stríð eða eiga á hættu innrás
frá Ísrael. Í tímans rás hefur það bæði
verið hlutskipti Fatah og Hamas að
standa frammi fyrir þessum kostum.
Rómverjar kölluðu þessa aðferð að
deila og drottna.
Staðreyndin er sú að eldflaugaár-
ásir frá Gaza eru með heimatilbúnum
skammdrægum flaugum sem hingað
til hafa valdið sáralitlu tjóni og er eng-
an veginn saman að jafna við vopna-
búnað ísraelska hersins sem nú hefur
brytjað niður 500 manns og er tekið til
þess hve mörg börn hafi verið drepin í
þessari síðustu árás. Á móti hafa sára-
fáir Ísraelar verið vegnir.
Pólitík, innan ríkis og utan
Inn í þessa mynd þarf síðan að setja
þá staðreynd að fyrir dyrum standa
þingkosningar í Ísrael. Varnarmála-
ráðherrann, Ehud Barak og utanrík-
isráherrann, Tzipi Livni, er að sögn
fréttaskýrenda umhugað um að
sýna hörku og þá ekki síst í ljósi þess
að stórnarnarandstæðingurinn og
stríðsmangarinn, Netanyahu, sækir
að þeim með ásakanir um linku. Allt
þetta reifar Richard Falk í skýrslum
sínum og bendir jafnframt á að skýr-
ingin á því að Egyptaland, Saudi-Ar-
abía og Jórdanía standi þögul hjá, sé
sú að keppinautur þeirra í þessum
heimshluta, Íran, sé jafnframt bak-
hjarl Hamas. Þarna glittir með öðrum
orðum í stórveldapólitík.
Fórnarlömb slíkrar taflmennsku
eru nú sem endranær, óbreyttir borg-
arar, ekki síst börn. Fjölmiðlum ber
að færa okkur gagnrýnar fréttaskýr-
ingar sem varpa ljósi á hagsmuni í
húfi. Með því móti verður atburðarás-
in skiljanlegri og fordómar fjarlægari.
Eða hve margir skyldu gera sér grein
fyrir því að samkvæmt margendur-
teknum skoðanakönnunum á yfir-
gnæfandi meirihluti gyðinga í Ísra-
el sér þann draum heitastan að lifa í
friði með Palestínumönnum?
Fórnarlömbin eru börnin
kjallari
svona er íslanD
1 Segist ekki vera að vernda
Þorgerði
kristján arason segist ekki hafa hætt hjá
kaupþingi til að vernda stöðu Þorgerðar
katrínar gunnarsdóttur, menntamálaráð-
herra og eiginkonu hans.
2 útgáfudögum Fréttablaðsins
fækkar
leitað er leiða til að draga úr kostnaði við
útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins.
3 Samviska Bjarna á við Yaris
Bloggaranum Páli ásgeiri ásgeirssyni
finnst lítið til þess koma að Bjarni
ármannsson hafi endurgreitt glitni 370
milljónir. Hann segir þetta jafngilda því
að ómenntaður starfsmaður hefði keypt
toyota Yaris.
4 Glerfín í ræktinni
dita von teese þykir ávallt hin
glæsilegasta til fara, hún lætur sitt ekki
eftir liggja þó hún sé á leið í ræktina.
5 Morðingi rhys jones barinn í
fangelsi
Sean mercer sem skaut hinn 11 ára rhys
jones í liverpool var barinn í fangelsi.
6 Hægt að vopna þriðja hvern
landsmann
talið er að skráð og óskráð skotvopn á
íslandi séu um 70 þúsund talsins. Það
dugar þriðja hverjum landsmanni.
7 Fáránlega heit á fertugsaldrin-
um – myndir
jim Carrey datt í lukkupottinn þegar
hann kynntist leikkonunni og fyrrverandi
Playboy-fyrirsætunni jenny mcCarthy.
mest lesið á dv.is
öGMUndUr
jónaSSon
alþingismaður skrifar
„Að berja landa sína niður með
vopnavaldi sem iðulega hefur
leitt af sér innra stríð eða eiga á
hættu innrás frá Ísrael. Í tímans
rás hefur það bæði verið hlut-
skipti Fatah og Hamas að standa
frammi fyrir þessum kostum.“