Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 17
NÁMSKEIÐ&SKÓLAR Hann bendir líka á að stjörnur hafi breyst mikið miðað við hvernig þær voru áður fyrr. Núna séu þær orðnar meira dæmi um hið hversdagslega, orðnar „venjulegri“, miðað við til dæmis Bette Davis og Joan Crawford sem voru mjög sterkar týpur. Dyer segir ennfremur að stjörnur eins og Marylin Monroe og Marlon Brando hafi í rauninni orðið til því það hafi verið í eitthvað í samfélaginu sem kallaði á það sem þær standa fyrir, einhverja ímynd sem þær eru tengd- ar við.“ FÓLKIÐ vILdI vItA MEIRA Ein kenning um tilurð stjarnanna tekur á því hvort kvikmyndaver- in eða áhorfendurnir hafi búið til stjörnurnar. „Á upphafsskeiði þöglu myndanna voru kvikmyndastjörn- ur ekki til,“ útskýrir Alda. „En svo fóru áhorfendur að krefjast þess að fá að vita meira um fólkið sem lék í myndunum. Söluhagnaður mynda fór í framhaldinu að byggjast á því hvaða stjörnur voru í myndunum og má segja að þarna hafi „kvikmynda- stjarnan“ farið að verða til.“ Fyrsta kvikmyndastjarnan er oft sögð vera Florence Lawrence sem kölluð var Biograph-stelpan þar sem hún lék í myndum kvikmyndafyrir- tækis með því nafni á fyrri hluta 20. aldar. Fyrirtækið ákvað 1910 að prófa að ljúga því í fréttabréfi að Lawr- ence hefði látist af slysförum. Þetta olli afar sterkum viðbrögðum hjá almenningi og var í fyrsta sinn sem nafn leikara varð þekkt á meðal al- mennings. Þetta var leiðrétt daginn eftir en núna er talað um þetta sem gjörning í líkingu við þann sem þekk- ist í dag þar sem stjörnur eru sagðar vera í tilbúnum ástarsamböndum til að efla virkni þeirra og auglýsa nýj- ustu mynd stjarnanna. „Allt slúður getur eflt virkni stjörnu, svo lengi sem það er ekki of neikvætt,“ segir Alda. Hún nefnir um- fjöllunina um Tom Cruise undanfar- in misseri í þessu samhengi. „Það var farið að slúðra um að hann væri orðinn það klikkaður að það væri eiginlega ekki hægt að taka mark á honum lengur. Hann virð- ist þó hafa náð að rétta sig af aftur að vissu marki. Cruise er dæmi um það þegar ímynd stjörnu er orðin það sterk að hún verður að hálfgerðu fyrirbæri og virknin og vinsældirnar fara að tapast.“ ÍSLANd EKKI NÓgu StÓRt Alda segir Ísland líklega ekki nógu stórt samfélag til að svona „stjörnu- kerfi“ geti þrifist hér. Þörf sé á ákveðn- um félagslegum hreyfanleika auk þess sem nándin sé líkast til of mikil „Stjörnur geta ekki þekkt alla, en all- ir þekkja stjörnurnar. Því er spurn- ing hvort samfélagið hér sé ekki að- eins of lítið fyrir það því þú getur hitt stjörnurnar á barnum eða í Bónus. Að minnsta kosti gæti stjörnukerfið aldrei orðið í líkingu við það sem til staðar er í Hollywood.“ kristjanh@dv.is Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is BOLHOLTI TRÉ Tálgun Tifsögun Tréútskurður Tréskúlptúr SKARTGRIPIR Silfurleir Silfurkveiking Silfursteypun Víravirki Perlu- og silfurfestar ANNAÐ Steinaskart Koparsláttur Hnífagerð Brýnsla Leirbrennsla HANDVERKSNÁMSKEIÐ FRÁBÆRIR LEIÐBEINENDUR MEÐ MIKLA REYNSLU HVER Í SÍNU FAGI. Handverkshúsið þjónustar öll verkfæri og efni til ástundunar tengt þessum námskeiðum og miklu meira en það. SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR Í S: 555-1212 eða handverkshusid@handverkshusid.is Skráið ykkur á póstlisann á handverkshusid.is og fáið alla námskeiðsdagskrána senda í pósti. NÁMSKEIÐ FYRIRLESTRAR VINNUSTOFUR ÞJÁLFUN Þekkingarmiðlun hefur starfað með estum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi undanfarin 7 ár. Árið 2008 kenndi 21 leiðbeinandi alls um 23.000 nemendum. Fjöldi námskeiða sem boðið er uppá er 63, m.a. á sviði stjórnunar, samskipta, stefnumótunar, starfsmannasamtala, teymisvinnu, erðra starfsmannamála, umhversmála, liðsheildar, tímastjórnunar, þjónustu, vinnustaðarmenningar o.. o.. Fjöldi fyrirlestra sem boðið er upp á er 80. Fjöldi vinnustaða sem keyptu námskeið og fyrirlestra árið 2008 var 231. Flest námskeið eru sérsniðin að óskum vinnustaða. Þekkingarmiðlun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem hefur ögur megingildi að leiðarljósi sem eru Metnaður, Fagmennska, Þjónusta og Ábyrgð. Leiðbeinendur gefa reglulega námskeið og fyrirlestra til góðgerðarmála. Á árinu 2008 nutu SOS-barnaþorpin árhagslegs styrks. Kíktu á www.thekkingarmidlun.is N NI R AP A K S AF O T S A G NI S L G U A Starfsmenntaráðs verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2009 kl. 12:00- 13:30 í húsakynnum Mímis - símenntunar, Skeifunni 8, Reykjavík. Sent verður með fjarfundabúnaði út til símenntunarmiðstöðva á landinu. Áhugsamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum. Starf Starfsmenntaráðs sl. ár Úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2008 Áherslur Starfsmenntaráðs við úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2009. Önnur mál fundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.