Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 3
framtíð Árvakurs. Hann segist treysta því að félagið fái að taka þátt í frek- ari viðræðum við bankann á sama grundvelli og aðrir. miðvikudagur 7. janúar 2009 2Fréttir Mogginn brennir upp alMannafé Ólafur Stephensen ritstjóri Eigendavaldið yfir morgunblað- iðnu hefur færst yfir til glitnis, helsta viðskiptabanka Árvakurs. Yfir þrjátíu nemendur Verzlunarskóla Íslands hafa sent Persónuvernd formlega kvörtun vegna bréfs sem skólayfirvöld sendu foreldrum allra nemenda skólans með upplýsingum um skólasókn. Birgir Þór Harðarson nemandi segir að sá einstaklingur sem er sjálfráða eigi sér enga forráðamenn og því hafi skólinn ekkert leyfi til að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila. Ingi Ólafsson skólastjóri segir þetta hafa verið gert í aldanna rás en að skólinn muni hlýða úrskurði Persónuverndar. VerZlingar KVarTa unDan SKÓlaSTJÓra „Einstaklingur sem er sjálfráða á sér enga forráðamenn samkvæmt lög- um og það að senda bréf til foreldra þeirra nemenda sem eru orðnir átj- án ára og titla þá sem forráðamenn finnst mér jaðra við brot á lögum um persónuvernd,“ segir Birgir Þór Harð- arson, ritstjóri V75 skólablaðsins, en hann situr einnig í stjórn nemenda- félags Verzlunarskóla Íslands. Margir nemendur voru ósáttir við bréf sem skólayfirvöld sendu for- eldrum allra nemenda í skólanum þar sem þau voru upplýst um stöðu skólasóknar barna sinna. Mikill sam- hugur er í nemendunum en rúmlega þrjátíu nemendur hafa sent formlega kvörtun til Persónuverndar. Nemendurnir telja að Verzlunar- skóli Íslands sé með þessu að brjóta gegn lögverndaðri friðhelgi þeirra sem kveðið er á um í 7. og 8. grein laga um persónuvernd. Þá telja nem- endurnir líka að dreifing bréfsins til þriðja aðila, sem eru þá foreldrar eða aðstandendur, stangist á við 1. máls- grein 7. greinar laganna þar sem er kveðið á um að meðferð slíkra upp- lýsinga sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti. Á gráu svæði „Nemendafélagið er í grunn- atriðum bara hagsmunasamtök nemendanna. Við erum að beita okkur þannig að við útvegum nem- endum þetta kvörtunarplagg ef nem- endur kjósa það,“ segir Birgir Þór. „Þótt mér sé svo sem alveg sama hvort foreldrar mínir viti hvernig mætingin mín er í skólanum veit ég um dæmi þar sem hagsmunirnir eru meiri og þá er líka meira í húfi. Ég veit um dæmi þar sem einstaklingur býr ekki hjá foreldrum sínum vegna heimiliserja og því bjó viðkomandi hjá ömmu sinni en allir þessir aðilar, bæði foreldrar og amman, fengu bréf frá skólanum. Sumir vilja bara ekki fá bréf heim til sín,“ segir Birgir Þór. Þeir sem telja þetta sjálfsagt mál benda á það að flestir þessara nem- enda eru á framfærslu foreldra sinna og jafnvel búa þar. Birgir Þór segir þetta punkt sem foreldrar hans vekja oft athygli á en hann segir það breyta engu: „Þá komum við aftur að því að átján ára einstaklingur á ekki forráða- menn, sama hvernig á það er litið og það er bara nokkuð skýrt í lögunum.“ Birgir Þór vonar að skrifstofa Verzlunarskóla Íslands sjái að sér í kjölfar kvartananna en segist sjálf- ur ekkert óttast að upplýsingar um skólasókn hans endi hjá mömmu og pabba: „Ég er sjálfur að rétta úr kútn- um.“ Persónuvernd ræður „Þetta er nokkuð sem hefur ver- ið gert í aldanna rás en það er alltaf spurning hvenær er réttlætanlegt að senda svona upplýsingar og hvenær ekki,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. „Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu bæði hjá okkur og hjá Per- sónuvernd og engin niðurstaða komin í það,“ segir Ingi og tekur fram að skólinn muni fylgja úrskurði Per- sónuverndar. „Við gerum eins og Persónuvernd segir, þeir ráða. Það er ekki kom- in niðurstaða í málið en það er Per- sónuvernd sem ræður þarna og við förum ekki að deila neitt við þá,“ seg- ir Ingi og heldur áfram: „Það má al- veg skoða þetta á marga vegu en við gerum þetta því við erum með hags- muni nemenda í huga. Þetta eru ákveðnar vinnureglur sem hafa verið hér í aldanna rás.“ Nemendurnir eru þó ekki sam- mála skólastjóranum sínum þó svo að foreldrarnir séu á öðru máli. „Foreldrarnir eru mjög ánægðir og þeir senda okkur bréf og eru þakk- látir. Langflestir af þessum krökkum búa líka hjá foreldrum sínum og eru á þeirra framfæri,“ segir Ingi. Boltinn hjá Verzló „Við óskuðum skýringa frá skóla- stjóra Verzlunarskóla Íslands og höf- um fengið nokkrar skýringar en töld- um okkur þurfa nánari svör og bíðum þeirra,“ segir Sigrún Jóhannesardótt- ir hjá Persónuvernd. „Þannig að í raun og veru er boltinn núna hjá Verzlunarskólan- um,“ segir Sigrún. Persónuvernd hafa borist áþekkar kvartanir en eftir því sem DV kemst næst hefur ekki jafnmikill fjöldi nem- enda kvartað undan eina og sama málinu áður. „Við eigum bara eftir að komast að niðurstöðu en það gerum við ekki fyrr en báðir aðilar hafa tjáð sig. Þeg- ar við erum búin að fá svar frá Verzl- unarskólanum gefum við þeim sem kvörtuðu tækifæri á að sjá þau svör. Allar þessar kvartanir eru í farvegi,“ segir Sigrún. AtlI MÁr GylfASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is nemendur ósáttir Yfir þrjátíu nemendur hafa sent kvörtun til Persónuverndar vegna bréfs sem sent var foreldrum þeirra. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins miðvikudagur 12. nóvember 2008 dagblaðið vísir 211. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Skatturinn Skoðar riSnu HanneSar Yfirtaka á Árvakri var áformuð í október Samruni við Fréttablaðið breytti stöðunni nú er Glitnir aftur kominn af stað Björgólfur Guðmundsson og aðrir eigendur berjast á móti Glitnir vill Gjaldfella milljarða skuldir Árvakurs: RiKiÐ ViLL EiGNAST MOGGANN Barn Svikið aF Bt Safnaði fyrir tölvu í heilt ár en er svikinn um peninginn Fékk gallaða tölvu og beið í fimm mánuði eftir nýrri neYtendur Fréttir tapaði HúSinu veGna iceSave Fólk Fréttir HunGur- verkFall Spiluðu upp í YFir- drÁttinn Fólk oG líkamSÁrÁSir Fréttir krónan er dauðadæmd nýjasti þingmaðurinn Játaði ást sína í 100 þúsund eintökum 12. nóvember 2008 dv greindi fyrst frá því að glitnir vildi yfirtaka Árvakur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.