Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 7. janúar 200918 NÁMSKEIÐ&SKÓLAR Nýlega tók til starfa glæsilegur Fótaaðgerðaskóli í Snyrtiakademíunni í Kópavogi. Guðrún Möller, eigandi skólans, sagði DV frá skólanum. Fæturnir bera okkur uppi „20. desember útskrifuðum við með stolti fyrsta hópinn okkar héðan úr Fótaaðgerðaskólanum,“ segir Guð- rún Möller, framkvæmdastjóri SA í Kópavogi, sem hóf starfsemi sína í árslok 2006. Að sögn Guðrúnar er mikil eft- irspurn eftir fótaaðgerðafræðing- um hér á landi og því mikil þörf á að bjóða upp á nám í fótaaðgerðafræði. „Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða allt upp í þrjá mánuði til að komast að hjá fótaaðgerðafræðing- um,“ segir Guðrún. Námið er á framhaldsskólastigi og samþykkt af menntamálaráðuneyt- inu og þurfa nemendur því að hafa ákveðna undanfara til að komast inn í námið. Einnig er námið lánshæft hjá Lín. „Ég hvet áhugasama til að koma í heimsókn til okkar og kynna sér málið. Við getum þá farið í sam- einingu yfir það sem viðkomandi er búinn að læra og hvað hann vantar til að geta hafið námið. Ég vil gjarn- an taka það fram að þetta nám hent- ar bæði konum og körlum,“ leggur Guðrún áherslu á. „Námið tekur rúmt ár og geta nemendur að því loknu til dæmis hafið eigin atvinnurekstur þar sem námið er löggilt. Einnig er mikið um að fótaaðgerðafræðingar ráði sig á hinar ýmsu stofnanir, samanber elli- heimili, sjúkrahús og fleiri. Þjóðin er að eldast og þarf að hugsa vel um fæturna á sér. Það eru jú fæturnir sem bera okkur uppi.“ Guðrún segir námið, sem fer fram á daginn, mjög áhugavert og að far- ið sé nokkuð vítt og breitt í náminu á þessu rúma ári. „Námið er kjörið fyr- Margrét B. Stefánsdóttir Margrét B. Stefánsdóttir, kennari og fótaaðgerða- fræðingur, kennir við skólann. MYND: SIGTRYGGUR Framkvæmdastjóri Snyrti- akademíunnar Guðrún Möller, framkvæmdastjóri SA Þó svo að HHS-nám sé nýjung í íslenskum háskólum hefur það verið kennt í alþjóðaháskóla- samfélaginu svo áratugum skiptir. Námið var fyrst sett á laggirnar í Ox- ford-háskóla í Bretlandi árið 1920. HHS stendur fyrir heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði en það er þekkt sem PPE á ensku (Philosophy, Politics og Economics). Fleiri þekkt- ir háskólar hafa einnig kennt þetta nám svo sem Háskólinn í Pennsylv- aníu, Háskólinn í Norður-Karólínu og Pomona-háskólinn í Kaliforníu svo eitthvað sé nefnt. Háskólinn á Bifröst bauð fyrst upp á námið á haustönn árið 2005. Um er að ræða þriggja ára BA nám en fyrsti hópurinn var útskrifaður frá skólan- um haustið 2007. Jón Ólafsson, próf- essor og deildarstjóri félagsvísinda- deildar, segir námið hafa farið vel af stað. „Þetta hefur gengið mjög vel og hefur verið að mótast þessi þrjú ár sem námið hefur verið í gangi,“ seg- ir Jón en Bifröst var að taka á móti fjórða árganginum í HHS. „ Almennt eru nemendur mjög ánægðir með það sem þeir fá út úr þessu námi. Þetta er breið og góð undirstöðuhá- skólamenntum. Sem er góð bæði fyr- ir þá sem ætla beint út á vinnumark- ByRjAÐI í OxfORd 1920 Háskólinn á Bifröst bauð fyrst íslenskra há- skóla upp á svokallað HHS-nám árið 2005. Námið á rætur sínar að rekja til hins virta Oxford-háskóla í Bretlandi þar sem það var fyrst kennt 1920. Námið er blanda af heim- speki, hagfræði og stjórnmálafræði. Jón Ólafsson prófessor Deildarstjóri félagsvís- indadeildar Bifrastar. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.