Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Síða 21
miðvikudagur 7. janúar 2009 21Fréttir Lögreglan útkljáir kalda fætur Kona ein í Kína hafði samband við lögregluna í Ningbo eftir að kærastinn hennar neitaði að hlýja henni á tánum. Kærastinn fylgdi síðan í kjölfarið og hafði samband við lögregluna þar sem hann kvart- aði undan kröfum kærustunnar. Hafði hún víst smellt býfunum á magann á kærastanum án þess að spyrja um leyfi í von um að hlýja sér. Til að reyna að leysa ágrein- inginn mættu lögregluþjónar á vettvang. Þar tókst þeim að koma kærastanum í skilning um að það væri hlutverk kærastans að hlýja kaldri kærustu. Á það féllst parið og þakkaði lögreglunni aðstoðina. Endaði í fangelsi með stjúpanum Maður sem særðist illa eftir að hafa verið skotinn af stjúpföður sínum í Jacksonville í Bandaríkj- unum var sendur rakleiðis í sama fangelsi og árásarmaðurinn eftir að lögreglan uppgötvaði að hann átti nokkrar handtökuskipanir á bakinu. Á fimmtudaginn var komu lögreglumenn að hinum 21 árs gamla Michael Bass þar sem hann hélt blóðugu handklæði að mag- anum á sér og sagði að stjúpfaðir hans hefði skotið hann. Stjúpinn, Richard Hayes, var handtekinn og sömuleiðis Bass eftir að lögreglan fletti honum upp og gert hafði ver- ið að sárum hans. Frelsið lét ítölskum fanga líða eins og smábarni: Guido Beneventi frá Palermo á Ítalíu hlaut reynslulausn frá fangelsisvist sinni á dögunum en hefur nú grát- beðið yfirvöld um að henda honum aftur í svartholið. Ástæðan er að hann þolir ekki að búa með foreldrum sín- um. Beneventi var sleppt fyrr úr fang- elsi gegn því að hann bæri ökklaband sem léti lögregluna vita af ferðum hans og að hann færi aftur heim til foreldra sinna til að búa þar. Hinn þrí- tugi Beneventi segir að látlausir fyrir- lestrar foreldra hans um afleiðingar glæpa og skipanir foreldra hans um að taka til í herberginu hafi látið hon- um líða eins og smábarni. Eftir fjölmörg heiftarleg rifrildi ákvað Beneventi að rjúfa útgöngu- bann sitt til að flýja til höfuðstöðva lögreglunnar og heimta að vera hand- tekinn vegna brotsins. Það væri hans eina útgönguleið frá ráðríki foreldra sinna. „Þið eruð bjargvættir mínir,“ sagði hann við fangaverði eftir að hafa ver- ið sendur aftur í svartholið. „Ég hefði ekki lifað af annan dag með þeim. Eina sem ég fékk að heyra var hversu gagnslaus ég væri og aðrir fyrirlestr- ar um lífið og tilveruna voru of mikið. Síðan var mér skipað að sinna hús- verkunum, mér leið eins og barni. Fangelsið er mun betra,“ er haft eftir Beneventi. mikael@dv.is Meikaði ekki foreldrana Ítalski glæpamaðurinn guido Beneventi vildi frekar afplána dóm sinn í fangelsi en í foreldrahúsum. Mynd: photos.coM Frekar Fangelsi en heim Nokkrir góðir dagar áN sEðLabaNka málaeftirlit í Panama. Þegar erlent fjármagn streymir inn í landið lána bankarnir allt umfram fjármagn til útlanda en ekki innanlands og koma þannig í veg fyrir þann óstöðugleika og vandræði sem hljótast af hárri verðbólgu sem önnur lönd þurfa að glíima við þegar fjármagn og aukið lánsfé streymir inn í kerfið. Bankar sjá um stöðugleika Fyrir utan þetta hafa stjórnvöld litla möguleika á að fikta með fjármál ríkisins. Ekki er hægt að auka halla- rekstur ríkissjóðs með seðlaprent- un. Ekkert samband er á milli efna- hagsstefnunnar og peningamagns í umferð. Reyni stjórnvöld að auka peningamagn í umferð með erlend- um lántökum þegar samdráttur og verðhjöðnun þjaka þjóðina bregð- ast bankarnir við með því að taka allt umfram fjármagn úr umferð og lána það úr landi. Taugaveiklun og fjármagnsflótti úr bankakerfinu, sem lék með- al annars bandaríska bankakerfið grátt í eina tíð, hefur ekki gert vart við sig í Panama. Saied segir jafn- framt í grein sinni að fall eins banka hafi ekki haft dómínóáhrif í landinu. Aðrir bankar hafa einfaldlega keypt eignir banka í nauðum, enda alltaf fýsilegt að skoða vel það sem fæst á góðu verði á brunaútsölum. Hann bætir við að í Panama tíðk- ist heldur engar tryggingar á inni- stæðum og enginn gegni hlutverki lánveitanda til þrautavara eins og seðlabankar eigi að gera. Það er heldur enginn seðlabanki til staðar sem stígur fram á sviðið og lækkar stýrivexti til að ýta undir lántökur og auka með þeim hætti umsvif í at- vinnulífi. Í raun verður þetta til þess að verðhjöðnun er tíðari í landinu en annars staðar og það sefar neyt- endur segir Seied. Hagvöxtur í Panama hefur verið allt að 7 prósent undanfarin ár. Augljóst má vera af þessu – seg- ir Saied – að efnahagslíf án lögskip- aðs gjaldmiðils, án seðlabanka og án stöðugrar glímu við verðbólgu er ekki aðeins mögulegt heldur einn- ig raunverulegt í litlu landi eins og Panama. Spurning er hvort þetta haglíkan gæti gengið á Íslandi og meðal fjöl- mennari þjóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.