Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 7. janúar 200914 NÁMSKEIÐ&SKÓLAR Hjá Mími símenntun starfa fjórir náms- og starfsráðgjafar sem veita meðal annars hlutlausa ráðgjöf um nám og störf og aðstoða fólk við val á námi og starfi. „Það geta allir leitað til okkar en markhópurinn er fólk með stutta formlega skólagöngu,“ segir Arnheið- ur Gígja Guðmundsdóttir, náms-og starfsráðgjafi hjá Mími símenntun. Við höfum einnig farið á vinnustaði og boðið fólki upp á náms- og starfs- ráðgjöf en núna í breyttum aðstæð- um í þjóðfélaginu hefur fólk komið til okkar í auknum mæli,“ segir Arn- heiður. Aðspurð hvort hún finni fyrir mik- illi aukningu í ráðgjöfinni eftir hrun efnahagsins og með sívaxandi at- vinnuleysi svarar hún játandi. „Við höfum fundið fyrir aukningu strax á nýju ári. Fólk er að leita sér stuðnings og það helst í hendur við aukið at- vinnuleysi. Við fundum líka fyrir því fyrir jólin að fólk var að verða mjög óöruggt með stöðu sína á vinnu- markaðnum.“ AÐStoÐA vIÐ MARKMIÐASEtNINgu Náms- og starfsráðgjafar hjá Mími veita meðal annars upplýsingar um nám og störf og aðstoða við að finna námsleiðir og starfsvettvang við hæfi. „Við erum fyrst og fremst að hjálpa fólki að styrkja stöðu sína og finna út hvar það er statt. Margir vilja núna skoða hinar ýmsu námsleiðir. Við hjálpum fólki að setja sér markmið, gera áætlanir og finna hvað hentar hverjum og einum best,“ segir Arn- heiður. „Út frá styrkleikum, áhuga og stöðu aðstoðum við fólk við að átta sig á hvaða möguleikar eru í boði varðandi nám eða starf. Við hjálpum líka fólki við gerð á ferilskrár og taka saman færni og þekkingu sem það hefur aflað sér.“ Arnheiður hefur unnið hjá Mími símenntun í eitt og hálft ár við verk- efni sem heitir Náms- og starfsráð- gjöf á vinnustað. Það er Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins sem heldur utan um verkefnið og það er í gangi hjá símenntunarmiðstöðvum úti um allt land. Hér á höfuðborgarsvæð- inu eru það Mímir símenntun og Iðan fræðslusetur sem sjá um fram- kvæmdina. Við förum út á vinnu- staðina og erum líka með stutt nám- skeið og hópráðgjöf.“ HLutLAuS RÁÐgjöf Arnheiður leggur áherslu á að náms- og starfsráðgjafar Mímis starfi ekki sem vinnumiðlun heldur sjái þau um að leiðbeina og veita ráðgjöf. „Algengast er að við veitum ráð- gjöf varðandi nám og námsleiðir en einnig hjálpum við fólki við gerð fer- ilskráa og taka saman reynslu sína og færni. Það eru ýmsar námsleiðir hér hjá Mími til dæmis fyrir fólk með lesblindu eða Grunnmenntaskólinn sem er ákveðin brú yfir í framhalds- skóla. Mikið framboð er á námi fyr- ir fullorðna, bæði í hinu formlega skólakerfi og alls konar nám og nám- skeið svo sem tungumálanám, tölvu- nám og margt fleira. Við hvetjum fólk einnig til að afla sér upplýsinga um möguleika á styrkjum hjá fræðslu- og starfsmenntasjóðum stéttarfélag- anna.“ Eins og áður sagði geta allir leit- að til náms-og starfsráðgjafa Mímis en æskilegt er að hringja á undan sér og panta tíma í síma 580-1800 eða á radgjof@mimir.is Allar nánari upp- lýsingar um þjónustuna er að finna á heimasíðu Mímis, mimir.is. krista@dv.is Aðstoð við náms- og starfsleit Arnheiður Gígja Guðmundsdótt- ir, náms-og starfsráðgjafi hjá Mími „Út frá styrkleikum, áhuga og stöðu aðstoðum við fólk við að átta sig á hvaða möguleikar eru í boði varðandi nám eða starf.“ Hjá mörgum ríkir óvissa og valkvíði um hvaða nám henti þeim best Hjá Mími símenntun hjálpa náms- og starfsráðgjafarnir fólki að setja sér markmið, gera áætlanir og finna hvað hentar hverjum og einum best. Hraðlestrarskólinn með námskeið: AuKtu fæRNI þíNA Námskeið hjá Hraðlestrarskólan- um hafa verið gríðarlega vinsæl í gegnum árin og hjálpað mörg- um að ná betri tökum á hraðlestri. Flestir þeirra eru námsmenn sem hafa viljað ná betri tökum á náms- efninu auk þess sem það hentar öllum þeim sem vilja auka færni sína. Hvort sem það er til að auka einbeitingu, læra að skrá mikilvæg minnisatriði úr texta eða bara til að ná tökum á hraðlestri er þetta bráðsniðugt námskeið sem hent- ar öllum. Við lok þess má gera ráð fyrir tvöföldun og jafnvel þreföldun á lestrarhraða og 15 til 20 prósenta aukningu á lesskilningi. Nú í janúar verða haldin tvö þriggja vikna námskeið á vegum skólans sem hefjast annars vegar 11. janúar og hins vegar 19. jan- úar. Kennt er einu sinni í viku og þrjá tíma í senn. Gert er ráð fyrir að nemendur eyði klukkutíma á dag í æfingar á meðan á námskeiðinu stendur. Námskeiðið kostar 34.500 krónur fyrir almenning, 28.500 fyr- ir námsmenn og 21.500 fyrir nem- endur Háskólans í Reykjavík en kennslan fer fram í húsakynnum hans. Nánari upplýsingar og skrán- ing er á h.is/hr.html eða í síma 586 9400. asdisbjorg@dv.is Vandræði með lestur? Námskeið í hraðlestri getur þrefaldað lestrarhraða og aukið lesskilning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.