Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Blaðsíða 11
HREMMINGAR YFIRVOFANDI miðvikudagur 7. janúar 2009 11Neytendur að fólki meira til fasteignakaupa. Há- marks lánsupphæð Íbúðalánasjóðs hækkaði úr 18 í 20 milljónir auk þess sem brunabótaviðmið lánveitinga Íbúðalánasjóðs var afnumið og mið- að við 80 prósent af kaupverði eignar. Þetta var gert til að blása lífi í frosinn fasteignamarkað. Alþýðusamband Íslands sá ástæðu til að fagna þessum aðgerð- um sem miðuðu að því að auðvelda fólki aðgang að lánsfé. „Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag er verið að bregðast við ýmsum af þeim atriðum sem Alþýðusam- bandið hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi að undanförnu,“ sagði í tilkynningu frá ASÍ. Ljóst er að þeir sem nýttu sér þetta hafa orðið fyrir gríðarlegum fjárhagsskaða sem enn sér ekki fyrir endann á. Lækka raunvexti Lilja segir að því miður geti marg- ir ósköp lítið gert annað en að fylgja straumnum. Sumir húsnæðiseigend- ur hafi þó gripið til þess ráðs að leigja út herbergi eða hluta íbúðar sinnar. Þó sé ekki víst að allir eigi þess kost. Þá séu alltaf einhverjir sem þurfi að stækka við sig og þá séu skipti stund- um möguleg. Fáir kostir séu aðrir í stöðunni. Hún segir að þær aðgerðir sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra kynnti fyrir jól hjálpi aðeins þeim sem þegar eru komnir í vanskil. Margir stefni í vandræði en fái ekki hjálp fyrr en þeir lendi í vanskilum. Svo því sé til haga haldið miðuðu aðgerðir félagsmálaráðherra meðal annars að því að minnka greiðslu- byrði lána, til dæmis með lengingu þeirra. Lilja hefur ráð við því hvern- ig stjórnvöld gætu gripið inn í. „Það sem myndi hjálpa væri að lækka raunvexti á húsnæðislánum. Þeir eru nú á bilinu fjögur til sjö prósent en hafa víða lækkað erlendis. Sums staðar eru þeir á bilinu 0 til 2 pró- sent. Hvert prósentustig þýðir um tíu þúsund króna lækkun greiðslubyrð- ar á milljón króna láni,“ segir hún og bætir við að ef raunvextir yrðu lækk- aðir niður í 2 prósent gæti það hjálp- að þeim mikið sem eiga í greiðsluerf- iðleikum. Jafnari skuldabyrði Þá vill Lilja að verðtryggingin verði endurskoðuð, ekki sé rétt að öll áhætta sé hjá lántakendum. Slíkt þekkist nánast hvergi annars stað- ar á Vesturlöndum. Það er ekki rétt- látt að svona þungar byrðar séu lagð- ar á þær ungu kynslóðir sem nú eru veðsettar í botn vegna fasteignalána. „Hér þyrfti að stefna að því að hanna aðgerðir þannig að skuldabyrði fólks falli ekki bara á eitt æviskeið, heldur dreifist yfir lengra tímabil. Hjá Evr- ópusambandinu er í gangi stefna sem heitir „Life Cycle Approach“ sem miðar að því að jafna skulda- byrðina þannig að fólk þurfi ekki að vera yfirskuldsett á einu æviskeiði lífsins,“ segir hún að lokum. Bið er betri en bráðræði Sigurður Helgi Guðjónsson, formað- ur Húseigendafélagsins, segir að húseigendur séu flestir ekki í teljandi vandræðum í dag. Yfirvofandi séu hins vegar miklar hremmingar. „Mín tilfinning er sú að í sumar og í haust lendi margir í miklum vandræðum,“ segir hann og bætir við: „Hver og einn verður að meta sínar aðstæður. Það er ekki hægt að ráðleggja öllum á einu bretti. Allir kostirnir í stöðunni eru vondir en það mætti kannski hvetja fólk til að kaupa sér tíma með því að sjá hvað setur,“ segir hann og bætir við að fólk eigi ekki að rjúka til og freista þess að selja eða hætta að borga nema að vel ígrunduðu máli. „Bið er betri en bráðræði.“ Fólki ráðlagt að reyna að selja Sigurður Helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, hvetur fólk til að reyna að kaupa sér tíma og sjá hvað setur. MYND KristiNN MagNússoN Skuld 23 milljónir Virði 19 milljónir Staðan í janúar 2010íbúð keypt í janúar 2008 Skuld 18 milljónir Virði 22,5 milljónir mánudagur 8. desember 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Sundagörðum verð á lítra 138,8 kr. verð á lítra 166,4 kr. Búðakór verð á lítra 137,2 kr. verð á lítra 164,9 kr. Kleppsvegi verð á lítra 143,1 kr. verð á lítra 173,9 kr. bensín Miklubraut suður verð á lítra 137,1 kr. verð á lítra 164,8 kr. Starengi verð á lítra 135,2 kr. verð á lítra 161,4 kr. Vatnagörðum verð á lítra 137,2 kr. verð á lítra 164,9 kr. Ægisíðu verð á lítra 138,8 kr. verð á lítra 166,5 kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Sigurður Helgi Guðjónsson bankarnir leiddu fólk til slátrunar „Það er í sjálfu sér ekki hægt að hrekja þessa útreikninga. Það er alveg ljóst að Íbúðalánasjóður og fleiri stofnanir munu lenda í miklum kröggum, ef ekki hrynja, ef fólk hættir unnvörpum að borga,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, um þær háværu raddir að fólk hyggist einfaldlega hætta að borga af lánum sínum. Mikið verðfall fram undan DV sagði frá því í síðustu viku að það gæti einfaldlega borgað sig að hætta að greiða af innlendum húsnæðislánum. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð muni að raunvirði lækka um 47 prósent á tímabilinu 2007 til 2011. Bankinn spáir því einnig að verðbólga eigi eftir að ná nýjum hæðum sem þýðir að verðbætur munu enn aukast. Það þýðir að greiðslubyrði muni hækka enn frekar og að þeir sem séu nú þegar við efri mörk í greiðslugetu, gætu beinlínis hagnast á því að gefast upp á afborgunum strax. Um eitt ár tekur að gera fjárnám í eignum fólks en á þeim tíma gæti fólk lagt fyrir peninga til að búa sig undir að herja á leigumarkað. Fólk hugsi um eigin hag Sigurður Helgi segist helst ekki vilja hugsa þá hugsun til enda, ef fólk myndi í stórum stíl hætta að borga af húsnæðislánum. Það gæti riðið Íbúðalánasjóði að fullu. Hann viðurkennir þó að hver og einn þurfi fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. „Hver er sjálfum sér næstur í þessu eins og öðru. Ef menn geta ekki greitt verða þeir auðvitað að velja skynsamlegustu leiðina, sama hvaða áhrif hún hefur,“ segir hann. Spá í að flytja Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur sagði við DV fyrir helgi að það væri beinlínis fráleitt að halda áfram að borga af húsnæðilánun- um. Sigurður segist hafa orðið þess var að félagsmenn í Húseigenda- félaginu velti þessu mikið fyrir sér, en í félaginu eru um átta þúsund manns. „Menn eru með hugann við sína fjárhagslegu framtíð. Því miður sjá menn ekkert nema svartnættið fram undan, margir hafa enga leið til að takast á við auknar afborgan- ir. Fæstir eru komnir í þá aðstöðu nú en menn sjá fram á að svo muni fara. Þess háttar vangaveltum fylgir auðvitað mikill kvíði,“ segir Sigurð- ur. Hann segir marga velta því fyrir sér að flytja til útlanda eða jafnvel út á land. Aðspurður hvort hann eigi ráð handa fólki segir hann: „Það er ekki gott að ráðleggja fólki þegar kostirn- ir eru svona þröngir. Ég verð bara að vona að þetta reddist, það eru einu huggunarorðin sem ég hef.“ Eins og lömb til slátrunar Sigurður er á þeirri skoðun að bank- arnir hafi brugðist. Þeir hafi haft all- ar forsendur og upplýsingar til að hafa vit fyrir fólki. Þess í stað hafi þeir leitt fólk eins og lömb til slátr- unar með því að bjóða 80 til 100 pró- sent lán í stórum stíl. „Það máttu all- ir sjá að þetta var blaðra sem myndi springa. Ég hef varað við þessu í fjöl- miðlum í mörg ár en hef ávallt ver- ið álitinn vitleysingur og talað fyrir daufum eyrum,“ segir Sigurður sem gagnrýnir sérstaklega greiningar- deildir bankanna. „Greiningadeild- irnar voru ekki vísindalegar deildir eins og fólki var talið trú um. Þetta voru áróðursapparöt sem ginntu fólk áfram. Ekkert hefur ræst enda voru þær ekki að spá, heldur fluttu bara auglýsingar fyrir bankana. Hvers vegna ættum við að treysta þessum deildum nú, þótt þær syngi annan söng núna? Þetta er allt sama fólkið,“ segir hann ákveðinn. Hann undrast einnig fasteigna- sala sem hafi hjálpað til við að blása bóluna. „Þetta var einhver sjálfseyð- ingarhvöt, því auðvitað kemur skell- urinn einna fyrst við þá,“ segir hann að lokum. MataVÆlaVerð lÆKKi Verulega „Talið er að matvælaverð lækki veru- lega með inngöngu Íslands í ESB.“ Þetta er á meðal þess sem stjórn Neytendasamtakanna segir í ályktun sem ítrekuð er á heimasíðu þeirra, ns. is. Þar segir að hagsmunir neytenda skuli vera hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks samfélags um leið og björgunaraðgerðum lýkur. Samtökin vilja að látið verði á það reyna með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samning- um um inngöngu í Evrópusamband- ið. „Hagsmunir neytenda í þessu máli eru það miklir að þetta mál verður að setja í forgang með aðildarumsókn,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að krónan hafi dugað þjóðarbúinu illa og því sé eðli- legt að skoða strax hvort eigi að taka upp annan gjaldmiðil, til að freista þess að hér verði stöðugleiki í efna- hagslífinu. Í yfirlýsingunni er minnt á að við fengjum öruggari aðgang að okkar mikilvægasta viðskiptasvæði, veru- lega væri dregið úr gengisáhættu, tollar í viðskiptum við önnur ESB- lönd myndu falla niður sem myndi skila sér í lægra vöruverði. Samkeppni myndi aukast á nánast öllum sviðum og vöruúrval yrði meira. Þá segir að verðbólga myndi minnka og verð- trygging fjárskuldbindinga færi niður á það stig sem hún er í Evrópu. „Nauðsynlegt er að fá úr því skor- ið sem fyrst hvaða hag íslenska þjóðin muni hafa af aðild að ESB. Það verð- ur aðeins gert með aðildarumsókn og samningum,“ segir enn fremur. baldur@dv.is NaMMilauS KaSSi „Í dagvöruverslunum skal leit- ast við að ekkert sælgæti, flögur, gos eða þvíumlíkt sé nærri kassa og að minnsta kosti sé tryggt að einn kassi sé laus við slíkar vörur í verslunum þar sem eru fleiri en tveir kassar,“ segir meðal annars í drögum að leiðbeiningum um neytendavernd barna sem um- boðsmaður barna og talsmað- ur neytenda hafa nú lagt fram til umsagnar. Í þeim er auk þess mælst til þess að auðvelt sé fyrir fólk með börn að ganga í gegnum verslun og sneiða hjá matvælum sem höfða sérstaklega til barna en hafa hátt innihald sykurs, salts, fitu eða transfitu – einkum að þau séu ekki höfð í augnhæð barna,“ segir meðal annars. Drög- in má sjá á talsmadur.is. Átt rétt Á ógallaðri Vöru Neytandi á ótvíræðan rétt á ógallaðri vöru. Reynist vara göll- uð á hann rétt á endurgreiðslu eða skaðabótum. Þetta segir á heimasíðu talsmanns neyt- enda, talsmadur.is. Þar má meðal annars finna svör við mörgum algengum spurningum um rétt neytenda þegar viðskipti eiga sér stað. Til dæmis er því svarað hvert neytendur skuli snúa sér þegar þeim finnst á sér brot- ið, hvort munnlegir eða jafnvel ósanngjarnir samningar séu lög- legir og hvort verslanir megi vera opnar á helgidögum. Viðskiptavinur Tals hafði samband og sagðist hafa beðið í hálfan mánuð eftir nettengingu hjá Tali. Í fyrradag fékk hann SMS um að netið væri klárt. Það reyndist ekki vera svo hann hringdi í þjónustuver þar sem hann beið í 40 mínútur eftir þjónustu. SMS-skilaboðin höfðu verið send fyrir mistök og bíður hann því enn eftir neti. Lofið fær Europris fyrir fjölbreytni í framboði á vörum. Þar er hægt að finna fjöldann allan af góðgæti, jólavörum, kertum, fatnaði og jafnvel verkfærum sem ekki fást annars staðar á Íslandi. Vörurnar eiga það sammerkt að vera flestar á mjög góðu verði. Þar er spiluð róleg tónlist og andrúmsloftið því afslappaðra en í öðrum verslunum. sendIð loF eða lasT á neYTendur@dV.Is „Greiningadeildirnar voru ekki vísindalegar deildir eins og fólki var talið trú um.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is miðvikudagur 3. desember 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 149,5kr. verð á lítra 179,6kr. Skeifunni verð á lítra 146,2kr. verð á lítra 173,9kr. Skógarhlíð verð á lítra 149,5kr. verð á lítra 179,6kr. bensín Spönginni verð á lítra 144,1kr. verð á lítra 170,3kr. Starengi verð á lítra 144,2kr. verð á lítra 170,4kr. Fellsmúla verð á lítra 148,2kr. verð á lítra 175,9kr. Skógarseli verð á lítra 148,0kr. verð á lítra 178,1kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Fráleitt að borga áFram aF lánunum Baldur Guðmundsson oG Jón BJarki maGnússon blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og jonbjarki@dv.is Engin hreyfing viðskipti á fasteignamarkaði eru lítil sem engin um þessar mundir. Fólk situr uppi með himinhá lán, hærri en verðgildi íbúðanna. Guðmundur ólafsson hagfræðingur vill frumvarp frá ríkisstjórninni þess efnis að hætt verði að borga af skuldum í eitt til tvö ár. „Þeir ættu að boða að ekki verði greitt af skuldum einstaklinga og fyrirtækja í eitt til tvö ár eða á meðan ríkisstjórnin er að ná tökum á ástandinu og sanna sig.“ „Það er fráleitt að halda áfram að borga,“ segir Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur um stöðu þess fólks sem á í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána. Hann segir að fólk eigi í öllu tilliti að fara til skuld- areigandans, oftast Íbúðalánasjóðs eða bankanna, og spyrja þá hvað sé til ráða þegar fólk ræður ekki við greiðslurnar. Guðmundur segir að allur sá fjöldi fólks sem er í þess- um sporum eigi aðeins einn kost. „Hann er þá að segja einfaldlega; „Við borgum ekki“ enda er ekkert annað í boði. Það segir sig sjálft,“ segir hann. Guðmundur segir að eina vit- ið hjá ríkisstjórninni væri að gefa út yfirlýsingu hið bráðasta. „Þeir ættu að boða að ekki verði greitt af skuldum einstaklinga og fyrirtækja í eitt til tvö ár eða á meðan ríkis- stjórnin er að ná tökum á ástandinu og sanna sig,“ segir hann. lánið hækkar um sex milljónir Þeir sem eiga innlend húsnæð- islán standa frammi fyrir þeirri staðreynd að lánið hefur hækkað um 17 prósent á síðastliðnu ári. Það þýðir að höfuðstóll láns sem stóð í 18 milljónum í janúar, stend- ur ári síðar í um 21 milljón króna. Greiðslubyrði af 18 milljóna króna láninu var 93 þúsund krónur í jan- úar á þessu ári. Núna, um ári síð- ar, er greiðslubyrðin orðin meira en 107 þúsund krónur á mánuði og hefur hækkað um tæplega 15 þús- und krónur. Seðlabankinn spáir því þó að úr verðbólgunni muni draga á næsta ári, hún verði 13 prósent yfir árið. Það þýðir að greiðslu- byrðin á láninu muni standa í um 122 þúsund krónum á mán- uði og lánið, sem í byrjun þessa árs var 18 milljónir, muni standa í 23,7 milljón- um króna í lok árs 2009. Hins vegar ger- ir Seðla- bankinn ráð fyrir að staðan geti orðið mun verri. Við óhagstæðar aðstæður getur verðbólgan farið upp undir 30 prósent og lítur dæm- ið þá mun verr út. Þú tapar 11 milljónum Seðlabankinn spáir því að íbúðarverð lækki um 30 prósent að nafnvirði frá 2007 til 2011. Alls lækkar húsnæðisverð um 47% að raunvirði, að teknu tilliti til verð- bólgu. Sá sem keypti 22 milljóna króna íbúð 2007 og átti í henni fjór- ar milljónir tapar því 11 milljónum króna frá kaupunum til ársins 2011. Íbúðin verður samkvæmt spám 15 milljóna króna virði, en lánið verð- ur ekki lengur 18 milljónir króna. Á tveimur árum hækkar lánið í tæpar 24 milljónir króna, og mun hækka enn meira. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur segir það vera fráleitt fyrir fólk að halda áfram að borga, ef það sér fram á að geta það ekki í nán- ustu framtíð. Fólk verði að hætta að borga. Hægt að hætta að borga Ákveði fólk að hætta að borga af láni sínu, vegna þess að það sér ekki möguleika á því að standa í skilum þegar líður á veturinn, get- ur ferlið tekið í kringum ár. Á þeim tíma getur sá sem skuldar lagt þá upphæð fyrir inni á bankabók, sem annars myndi fara í að borga af lán- inu, þar sem höfuðstóllinn hækk- ar hvort sem skuldari borgar af því eður ei. Íbúðalánasjóður hefur ekki heimild til þess að krefj- ast sönnunar frá skuldara um að hann hafi ekki efni á því að borga. Hætti hann að greiða, breytir engu hvort laun hans dugi fyrir skuld- um, ferlið er ávallt hið sama. Hætti lántak- andi að greiða í byrjun mánaðar og ákveði að borga ekki af greiðslu- seðli líður mánuður þar til hann fær ítrek- un í pósti frá Íbúðalána- sjóði. Greiði lántak- andinn ekki af láninu þrátt fyrir ítrekun, líða hátt í fjór- ir mánuðir þar til lántak- andi fær greiðsluáskorun. Með því að hætta að borga af lánunum hefur hann þannig skapað sér tækifæri til þess að leggja fyrir í stað þess að henda peningunum inn í vaxandi lán sem hann sér ekki fram á að geta borgað af til lengdar. safnað í stað þess að henda í hækkandi lán Ákveði skuldarinn að bregðast ekki við greiðslu- áskoruninni lætur Íbúða- lánasjóður birta honum nauðungarsölubeiðni mánuði eftir að greiðslu- áskorunin hafi verið send. Í kjölfarið sendir Íbúða- lánasjóður nauðungarsölu- beiðni til sýslumanns. Þar er málið tekið fyrir eftir tvo til þrjá mánuði frá móttöku nauð- ungarsölubeiðni. Sýslumaður til- kynnir skuldara og fyrirtakan er tekin fyrir. Uppboðið á húsnæðinu er auglýst í dagblöðum. Uppboðið hefst svo einum og hálfum mánuði frá fyrirtöku. Sýslumaður tilkynnir skuldara á nýjan leik og uppboðið er auglýst í dagblöðum. Framhald uppboðs er svo haldið innan við fjórum vikum frá byrjun uppboðs. Á þessum tíma getur sá sem skuld- ar einfaldlega nýtt sér tímann í að safna þeim peningum sem annars myndu fara í sífellt hækkandi lán. Þegar íbúðin er svo tekin af honum í lok þessa ferlis, getur hann verið búinn að koma sér upp sjóði sem kemur sér vel þegar hann þarf svo út á leigumarkaðinn. rúmt ár í friði Ferlið hjá sýslumönnum tekur almennt á bilinu fjóra til sex mán- uði ef ekki er frestað eða afturkall- að. Ef Íbúðalánasjóður eignast eign á nauðungarsölu er sent rýmingar- bréf til íbúa og er rýmingarfrestur yfirleitt þrír mánuðir. Tólf til fjór- tán mánuðir hafa nú liðið frá því að skuldari hætti að borga. Hafi einstaklingurinn sem hætti að borga af láninu á þessu tíma- bili lagt fyrir 110 þúsund krónur á mánuði á hann rúmar 1,5 milljónir þegar íbúðin er tekin af honum. Þá peninga getur hann svo notað til þess að greiða fyrir sér þegar hann reynir að koma sér fyrir í leiguíbúð. Ekki vandalaus lausn Þar sem lánið er orðið mun hærra en verðgildi íbúðarinnar er ljóst að Íbúðalánasjóður fær ekki upp í kröfur við nauðungarsöl- una og þá stofnast svokallað glatað veð. Skuldara er tilkynnt um þetta. Íbúðalánasjóður innheimtir ekki slíkar kröfur og hefur aldrei gert kröfu um að skuldari verði gerður gjaldþrota. Glötuð veð teljast eft- irstæð krafa vegna skuldabréfs og fyrnist krafan á 10 árum. Íbúðalánasjóður hefur heimild til að fella niður kröfu eftir 5 ár sam- kvæmt umsókn skuldara enda hafi hann ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða kröfuna. Einnig er hægt að fá fellda niður kröfu ef greiddur er helmingur kröfunnar. Ef skuldari er með glatað veð birtist slík krafa á vanskilaskrá Lánstrausts. Ef skuld- ari er gjaldþrota fær hann ekki fyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði – ef maki er ekki gjaldþrota get- ur hann sótt um og fengið fyrir- greiðslu til að kaupa. lausn stjórnvalda eykur skuldaklafann Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur undanfarið aukið mjög heimildir Íbúðalána- sjóðs til að koma til móts við fólk sem á í greiðsluerfiðleikum. Nú síðast samþykkti Alþingi lög um greiðslujöfnun fasteignaveðlána. Það þýðir ekki eftirgjöf skulda held- ur er þar aðeins um tímabundna lækkun á mánaðarlegum greiðsl- um að ræða en þegar allt kemur til alls mun kostnaður vegna lánsins stóraukast. Lögin kveða einnig á um að Íbúðalánasjóði verði veittar laga- heimildir til að leigja húsnæði í eigu sjóðsins, þannig að fólk geti búið áfram á eigin heimili, sem þá verð- ur í eigu ríkisins. Lögin voru sett með það markmið að leiðarljósi að gera fólki kleift að búa áfram í íbúð- arhúsnæðinu í tiltekinn tíma gegn leigu. „Fólki sé þannig forðað frá því að þurfa að hrekjast úr húsnæði sínu með litlum fyrirvara og án þess að eiga í önnur hús að venda“, sagði Jóhanna þegar hún mælti fyr- ir frumvarpinu á þingi. Því er jafnvel mögulegt að þeir sem hætta að borga húsnæðislánin sín geti búið áfram á sama heimili. + 6 milljónir lÁniÐ -47% eiGnin 3. desember guðmundur ólafsson hagfræðingur sagði fráleitt að halda áfram að borga. „Margir velta því fyrir sér að flytja til útlanda eða út á land,“ segir sigurður Helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Skora á aðildarviðræður um ESB neytendasamtökin spá lækkandi vöruverði ef Ísland gengur í evrópusambandið. Virði 20 milljóna króna húsnæðis kemur til með að lækka um 1 millj- ón króna á næstu tólf mánuðum gangi spá Seðlabanka Íslands eft- ir. Virði þessa sama húsnæðis mun aftur á móti lækka um 3,4 milljón- ir króna fram til ársins 2010 sam- kvæmt spá bankans. Ef tekið er mið af verðlagsþró- un næstu ára, mun virði þessa hús- næðis hins vegar lækka um 3 millj- ónir króna á þessu ári en um heilar 6 milljónir króna til ársins 2010, samkvæmt spá bankans. Þetta má einnig segja sem svo að kaup- máttur húsnæðisins gagnvart ann- arri vöru og þjónustu minnki sem nemur fyrrgreindum upphæðum. Í þessu dæmi er miðað við 100 pró- senta samsett lán Íbúðalánasjóðs og Sparisjóðsins. Erfitt fyrir lántakendur Þessi þróun mun reynast sér- staklega erfið fyrir þá sem hafa keypt húsnæði á lánum og standa þá frammi fyrir því að virði þess lækkar snarlega. Ásta S. Helga- dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna, seg- ir ljóst að ýmsir muni standa illa ef spá Seðlabankans muni ganga eftir. „Þetta eru slæm tíðindi sem koma fram í spánni og væri vonandi að hún rætist ekki. Ég trúi því ekki að þetta muni rætast. Húsnæðið er hverri fjölskyldu lífsnauðsynlegt og mjög bagalegt ef skuldirnar standa einar eftir,“ segir Ásta. Ef tekið er mið af fjölskyldunni sem hefur í huga að fjárfesta í 20 milljóna króna íbúð nú samkvæmt fyrrgreindum forsendum má gera ráð fyrir að árlegt tap fjölskyldunn- ar verði rétt rúmar 2 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Á meðan höf- uðstóll lánsins hækkar um rúmar 2 miljónir króna, lækkar virði hús- næðisins um 3,4 milljónir króna. Yfirveðsett heimili Ásta segir þetta geta haft í för með sér að eignir verði yfirveðsettar sem kemur sér einstaklega illa fyr- ir þá sem vilji selja eignir sínar eða taka lán. „Þetta kemur í alla staði illa út, þar sem sparnaður Íslendinga er að miklu leyti fólginn í fasteign- um. Þegar húsnæðisverðið lækk- ar getur fjölskyldan svo stað- ið uppi með að skuld sem hvílir á fasteigninni sé hærri en virði þess,“ segir Ásta. Aðspurð hvort þessi spá Seðla- bankans muni halda aftur af hús- næðiskaupendum næstu árin, á meðan beðið er eftir hvort verð- lækkunin gangi eftir, segir Ásta spá bankans hljóta að hafa áhrif í þessu sambandi. „Það verður hver og einn að taka sjálfstæða ákvörðun. Svo ber að geta þess að bankarnir hafa dreg- ið verulega úr útlánum og allt hefur þetta samverkandi áhrif,“ segir Ásta. Ekki á rökum reist Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, er ósam- mála spá Seðlabankans og og telur að hún muni ekki ganga eftir. „Ég tel spána ekki á nægum rökum reista, í henni kemur líka fram að það sé mikil óvissa í henni. Það er ljóst að það hefur hægst um á markaðinum, en það skýrist af minna aðgengi kaupenda að lánsfjár- magni. Það vantar ekki áhuga hjá fólki á kaupum en vextir eru háir og fólk ígrundar vel sína stöðu. Mér þykir óvarlegt að ætla að grípa inn í markaðinn með þessum hætti og stöðva hjólin með hræðsluáróðri,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að spá Seðlabankans gangi ekki eft- ir, segir Ingibjörg vanta rökstuðning í spána og segir hana einkennast af einföldun á markaðinum. „Við- skiptabankarnir sjálfir reikna ekki með þetta mikilli lækkunarsveiflu og er frekar raunhæft að tala um að húsnæðisverð standi í stað en að það lækki,“ segir Ingibjörg og seg- ir offramboð á fasteignum ekki til staðar. 90 prósenta lán Eins og DV hefur greint frá er talið að vaxtabyrði á meðalheim- ili á Íslandi sé um og yfir 10 pró- sentum og hefur hækkun fasteigna- verðs á síðustu árum reynst sérstaklega erfið fyrir yngstu húsnæðiskaupendurna. Hefur Jak- ob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, meðal annars talað fyrir því að lánastefna Íbúðalánasjóðs verði endurskoðuð og hvort bjóða skuli upp á 90 pró- senta lán til fyrstu húsnæðiskaupa. Undir þetta sjónarmið tekur Ingibjörg. „Almenningur þarf að eiga möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið. Núna kemur í ljós hversu mikilvægur sjóðurinn er al- menningi í landinu, þar sem bank- arnir eru undir stýrivaxtaokri og eiga þess ekki kost að lána á öðrum kjörum en þeim sem hafa verið í boði,“ segir Ingibjörg. Vísitala fasteignaverðs hefur nú þegar lækkað um rúmt prósent miðað við það sem hún var nú um áramót, sem telst sú lækkun telst þó vart marktæk enn sem komið er. Þinglýstum kaupsamningum hefur þó fækkað mikið frá því um áramót og voru þeir 76 talsins í mars. þriðjudagur 15. apríl 20082 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kærir ekki nauðgun Í DV í gær var sagt frá því að sautján ára stúlka hefði leitað til lögreglu vegna nauðgunar á salerni skemmtistaðarins Trix. Í framhaldi af því var farið með stúlkuna á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsókn- ardeildar lögreglunn- ar á Suð- urnesjum, segir stúlk- una ekki hafa lagt fram kæru og því sé málinu lokið af hálfu lög- reglunnar: „Það er ógerlegt að rannsaka svona mál ef sá sem telur að brotið hafi verið á sér vill ekki aðstoð.“ Lögregla var við vettvangs- rannsókn á Trix að morgni sunnudags og var ætlunin að fara yfir upptökur úr öryggis- myndavélum staðarins. Skoða gæslu á Trix Lögreglan á Suðurnesjum hefur skemmtistaðinn Trix á Reykjanesi til athugunar en sautján ára stúlku var hleypt þar inn aðfaranótt sunnudags þrátt fyrir að hafa ekki aldur til að sækja staðinn. Jósep Þor- björnsson, eigandi staðarins, þvertók fyrir það í samtali við DV í gær að gæslu og eftirliti hefði verið ábótavant með því að gestir staðarins uppfylli sett aldursskilyrði. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um dvöl stúlkunnar á staðnum. Sautján ára stúlku var nauðgað á salerni skemmtistaðarins Trix í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Lögregla verst fregna og segir málið í rannsókn. Enginn hafði verið handtekinn þegar DV fór í prentun í gær. Samkvæmt traustum heimildum blaðsins hafði stúlkan verið á spjalli við ofbeldismanninn skömmu áður en hann nauðgaði henni. Því er búist við því að hún þekki hann aftur. Fjöldi öryggismyndavéla er einnig á skemmtistaðnum og vinnur lögregla í að fara yfir upptökurnar. Jósep Þorbjörnsson, eigandi Trix, segist ekkert hafa heyrt af nauðgun- inni fyrr en lögreglan kom á staðinn eftir lokun í gærmorgun og hóf vettvangsrannsókn sem stóð yfir í fleiri klukkustundir. Undir lögaldri á Trix Samkvæmd heimild- um DV yfirgaf stúlkan skemmtistaðinn eftir árásina ásamt vinkonu sinni. Þær leituðu til lög- reglunnar á Suð- urnesjum og var þaðan farið með þolandann á neyðarmót- töku fyrir fórn- arlömb nauðg- ana. Athygli vekur að stúlkunni var hleypt inn á skemmti- staðinn Trix þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára. Aðspurður hvort gæslu á staðnum hafi verið ábótavant þvertekur Jósep Þorbjörnsson fyrir það og segir: „Hún hefur alltaf verið mjög góð.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um þá staðreynd að stúlkan var of ung til að vera inni á staðnum en aldurstakmarkið þar er átján ár. Þekktur fyrir splash-partí Lögum samkvæmt er ungmenn- um undir 18 ára aldri óheimilt að vera inni á skemmtistöðum með vínveitingaleyfi eftir klukkan tíu á kvöldin nema í fylgd með for- ráðamönnum. Dyraverðir eða aðrir sem bera ábyrgð á rekstri staðarins eru skyldugir til að fá staðfestingu á aldri gesta sinna. Sektargreiðsla liggur við því á hendur forsvars- mönnum skemmtistaðar sem heimildar ungmennum undir aldri að vera þar inni. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skemmtanastjóra á Trix, við vinnslu fréttarinnar. Hann er fyrrverandi herra Ísland og vakti mikla athygli þegar hann var sviptur titlinum því að sögn keppnishaldara þótti hann ekki nógu góð fyrirmynd. Ólafi Geir fannst að sér vegið, kærði svipt- inguna og fékk titilinn til baka. Skemmtistaðurinn Trix hét áður Traffic. Fyrir nafnbreytinguna voru þó bæði Ólafur Geir og Jósep við stjórnvölinn. Hinn fyrrnefndi hefur reynt að höfða til yngri kynslóðarinnar, meðal annars með svokölluðum splash-partíum. íl 2008 Fréttir DV réttIr ritstjorn@dv.is Sautján ára nauðgað á SkemmtiStað Jósep Þorbjörnsson Erla HlynsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Undir aldri Jósep Þorbjörnsson, eigandi Trix, segir vel fylgst með því að fólki undir lögaldri sé ekki hleypt inn á staðinn. Sú var engu að síður raunin um helgina. Árás á salerni Stúlku undir lögaldri var nauðgað á skemmti- staðnum Trix um helgina. Hákon Eydal Fangar dæmdir fyrir ársás mann aðfaranótt sunnudags eftir að hann hafði keyrt á il húsa á Laugaveginum. n, sem er grunaður um við akstur, ók einnig á aðra ið. Bílstjóri þeirrar bifreiðar ið og brutust út átök á milli þeirra. Áverkar voru á mönnunum eftir slagsmálin. Skemmdir á húsnæðinu eru óverulegar en bíll ökuþórsins er talsvert skemmdur. Maðurinn fékk að gista fangageymslur lögreglunnar það sem eftir lifði Lést í eldsvoða Kristjánsson, lést eftir að iknaði í íbúð við Skúlabraut á Blönduósi í gærmorgun. Björn lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hann var einn í íbúðinni. Þegar slökkviðið kom á vettvang var mikill eldur og reykur í íbúðinni. Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina og fundu þeir manninn. Hann var úrskurðaður látinn skömmu kkvistarf tók um tvær klukkustundir en miklar skemmdir urðu á húsnæðinu. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn á brunanum. kureyri Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina en talsverð ölvun var í bæn- um. Mikill mannfjöldi var í um vegna söngvakeppni skólanema og þá var einnig skíðamót í Hlíðarfjalli. Að sögn lögreglunnar voru þrír einstaklingar teknir vegna o voru tveir handteknir vegna meints Öryrki dæmdur fyrir sjö milljónir Rúmlega fimmtug kona, sem er öryrki, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár fyrir að hylma yfir fjár- svik í stóra Tryggingastofnunar- málinu. Um er að ræða stórfelld fjársvik sem Rannveig Rafns- dóttir, fyrrverandi starfskona Tryggingarstofnunar, hefur játað á sig. En öryrkinn fékk tæplega sjö milljónir króna greiddar inn á eigin reikning. Hún játaði þó brot sín strax þegar hún var yfirheyrð og aðstoðaði við uppljóstrun málsins. Fullur á mótorhjóli Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu í síðustu viku um að maður á bifhjóli hefði far- ið á hliðina skammt vestan við Hellu. Manninum tókst að koma hjólinu á réttan kjöl og hélt hann áfram þar til lögregla kom að honum þar sem hann sat á hjólinu kyrrstæðu við Hvera- gerði. Hann virtist nokkuð ölvað- ur og var handtekinn og færður í lögreglustöð þar sem tekið var frá honum blóð- og þvagsýni. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akst- ur undir áhrifum fíkniefna og 21 var kærður fyrir hraðakstur. NafNvirði húsNæðis Verð húsnæðis miðað við verðlag hvers árs fyrir sig. Ef verð 10 milljóna króna húsnæðis lækkar um 5 prósent, er virði þess um 9,5 milljónir króna eftir á. rauNvirði húsNæðis Verð þegar tekið er mið af verðlags- þróun, það er hversu mikill kaupmátturinn er gegn annarri vöru og þjónustu. Virði húsnæðis getur því bæði lækkað vegna verðlækkunar fasteignaverðs, sem og vegna verðhækkana á matvælaverði eða annarri vöru og þjónustu. 20 milljóNa króNa íbúð kEYpt á 100% láNi NúNa: skuld í lok árs 2010: 22.720.983 kr. (13,6% hækkun) Eign í lok árs 2010: 16.600.000 kr. (17% lækkun að nafnverði) munur: 6,12 milljónir króna árlegt tap: 2,04 milljónir króna. *rEiknað út frá 90% láni hjá íbúðalána- sjóði (5,75% VExtir), 10% láni hjá sparisjóðnum (8,4% VExtir) og 5,6% VErðbólgu á ári. miðað Er Við mEðaltals- spár sérfræðinga um VErðbólgu og VErðþróun á húsnæðismarkaði, sEm birtist í pEningamálum sEðlabankans í síðustu Viku. Tvær milljónir TapasT árlega ásta s. helgadóttir róbErt hlYNur baldurssoN blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is Yfirveðsettar eignir gangi spá seðlabank- ans um þróun húsnæðisverðs eftir má reikna með því að fjöldi fasteigna verði yfirveðsettur þar sem lánin hækka en virði íbúðanna lækkar. ranglega áætlað ingibjörg þórðardóttir efast um að spá seðlabanka íslands gangi eftir. hún segir óvarlegt að seðlabankinn grípi inn í markaðinn með þessum hætti. Vertu Hannes í einn dag heimilin hrynja F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins mánudagur 3. nóvember 2008 dagblaðið vísir 204. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 neytendur rændi ragnHeiði gröndal Hörmungar yfirvofandi Hjá Húsnæðiseigendum: Húsnæðismarkað- urinn „í klessu“ „Þetta er lognið á undan storminum“ „Fólk festist í skulda- og eignafjötrum“ Minnst 16 prósenta hækkun fasteignalána Fréttir Fólk Fréttir sjálFstæðisFlokkurinn í sjálFHeldu Framsókn og Vg vilja ekki fara í stjórn með flokknum „krossleggur bara fingur“ 25-45% hrun! lára ómarsdóttir missti vinnuna Fritzl læsti MöMMu sína inni góðæriskvöld í verðlaun allt að 75% Munur Fólk ódýrustu dekkjaskiptin síbrotamaður í þriggja ára fangelsi listamenn vilja ekki konu geirs Fréttir Fréttir Fréttir þriðjuDAGur 20. NÓVEMbEr 200710 Fréttir DV tvöfaldar greiðslur Húsnæðisverð og afborganir húsnæðislána hafa ríflega tvöfaldast frá árinu 2004. Gífurleg verðhækkun og hærri lánavextir hafa margfaldað afborganir húseigenda sem þurfa að greiða 120 prósentum meira af lán- um sínum í dag miðað við saman- burðartímabil fyrir 3 árum. 23. ágúst 2004 upphófst mikil samkeppni á húsnæðislánamarkaði með innkomu viðskiptabankanna og hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs um svipað leyti. Farið var að keppa um að bjóða sem lægsta lánavexti og hæsta lánshlutfallið. Þróunin frá þessum tíma hefur orðið til þess að nýliðun á húsnæðismarkaði er mjög erfið sökum þess að íbúðaverð hefur margfaldast og lánavextir einnig. Ef skoðað er tilbúið dæmi af hús- næði sem kostaði 23 milljónir árið 2004 og gert ráð fyrir 80 prósenta lánshlutfalli til 40 ára kemur þessi munur berlega í ljós. Eigandi hús- næðisins þurfti að greiða rúmar 950 þúsund krónur í afborganir lána árið 2004 þegar vextirnir voru lægstir, eða 4,15 prósent. Í dag þarf að greiða rúmar tvær milljónir fyrir sams kon- ar húsnæði, hvers markaðsverð hef- ur hækkað í 37 milljónir. Hækkun af- borgunar milli ára nemur tæpum 1,2 milljónum króna. Vaxandi hópur í vanskilum Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, bendir á að fjölmargir hafi náð að fresta vandræðum sín- um með endurfjármögnun heim- ilanna þegar lánavextir voru sem lægstir. Hún segir vaxandi hóp leita til stofnunarinnar, fólk sem ekki hafi efni á að kaupa sér húsnæði og hafi lent í vanskilum á leigumarkaði í staðinn. „Vandræðin skila sér til okkar nokkuð eftir á og ennþá hafa þau ekki birst í mikilli aukningu fjárhagsvandræða vegna húsnæð- isafborgana. Þegar bankarnir komu inn á markaðinn náðu margir að finna úrlausn sinna mála í gegnum endurfjármögnun en sú lausn virk- ar aðeins tímabundið. Hver þró- unin hjá okkur verður á næst- unni er óskrifaður kafli og við óttumst holskeflu hjá þeim sem illa eru staddir,“ segir Ásta. „Sá hópur stækkar hjá okkur sem annaðhvort er búinn að missa húsnæði sitt eða hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Fyrir vikið þurfa þeir að sækja í leiguhúsnæði og vanskil- in þar hafa stóraukist.“ Lofað fyrir kosningar Fyrir alþingiskosningar 2003 lof- aði Framsóknarflokkurinn hækk- uðu lánshlutfalli íbúðalána og lægri vöxtum. Að kosningum loknum var Íbúðalánasjóði beitt í því að standa við loforðin og viðskiptabankarnir komu síðan með krafti inn á íbúða- lánamarkaðinn. Afleiðingin er sú að frá haustinu 2004 hefur húsnæðis- verð á höfuðborgarsvæðinu hækk- að um 111 prósent. Á meðan hafa vextir íbúðalána farið stigvaxandi og greiðslubyrði kaupenda eykst hratt. Ef aðeins er horft til lánavaxta við- skiptabankanna hafa þeir nærri tvö- faldast frá því þegar þeir voru lægst- ir. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur viðurkennt mistök stjórnvalda sem leitt hafi til gífurlegrar hækkun- ar íbúðaverðs og vaxta. „Eftir á að hyggja voru þetta mistök,“ sagði Geir í vikunni. Hann átti þarna við hækk- un lánshlutfalls íbúðalána hjá Íbúða- lánasjóði haustið 2004 sem hafði þær afleiðingar í för með sér að ungt fólk og láglaunafólk getur varla keypt sína fyrstu íbúð í dag. Ríkisstjórnin íhugar hvort grípa þurfi til sértækra aðgerða til að koma þessu fólki til aðstoðar. Stjórnarheimilið á villigötum Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur telur forsætisráðherra skamm- sýnan því stjórnvöld hafi verið vöruð við öllu því sem orðið er. Hann tel- ur það hafa áhrif að Geir, og aðrir ráðherrar hafi sjálfir ekki þurft að hafa áhyggjur af íbúðarkaup- um. „Búið var að útskýra ná- kvæmlega fyrir stjórnvöld- um að svona myndi fara og allt það versta sem við ótt- uðumst hefur komið fram. Aðgerðaleysi stjórnvalda og pen- ingastofn- ana er áberandi. Viðurkenning Geirs eftir á sýnir bara það að hann skildi ekki hvað var að gerast og ég þakka Guði fyrir að honum líður vel með eigið húsnæði,“ segir Guðmundur. Gylfa Arnbjörnssyni, fram- kvæmdastjóra ASÍ, líst heldur ekkert allt of vel á stefnu stjórnvalda. Hann segir almenning hreinlega þurfa að mæta þeim örlögum sínum að tak- ast á við aukna greiðslubyrði og háa vexti. „Húsnæðisverð hefur ríflega tvö- faldast á liðnum árum og aðgerð- ir síðustu ára hafa skilað nýliðum á markaði ekkert sérstökum árangri. Það hefur örlað á því að forsætisráð- herra viðurkenni mistök í hagstjórn- inni sem leitt hafa til þess að heimil- in eiga erfiðara með að láta enda ná saman. Mistökin á stjórnarheimilinu eru afdrifarík og ég viðurkenni að við- brögð forsætisráðherra gefa manni ekki miklar væntingar um að eitthvað verði gert til hjálpar,“ segir Gylfi. Óeðlileg verðmyndun Hallur Magnússon, deildar- stjóri Íbúðalánasjóðs, skellir skuld- inni alfarið á viðskiptabankana og þeirra innkomu á húsnæðislána- markaðinn. Hann segir gífurlega hækkun húsnæðisverðs stóran bita fyrir kaupendur. „Bankarnir komu mjög harkalega inn á markaðinn og haftalaust. Á einni nóttu var öll- um hömlum kippt í burtu. Plön- in hjá okkur og ríkinu voru þau að hækka hóflega húsnæðisverðið til lengri tíma með hækkun lánshlut- fallsins en bankarnir fóru með þau plön. Fyrir vikið fór allt á verri veg. Núna erum við komin hringinn, kaupendur eru í svipaðri eða verri stöðu en áður,“ segir Hallur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur hins vegar að Íbúðalánasjóður hafi haft óeðlileg áhrif á húsnæðismarkað- inn. Hann vill leggja stofnunina niður hið fyrsta og hefur áhyggjur af neyslugleði þjóðarinnar. „Rík- isábyrgð Íbúðalánasjóðs skekkir myndina og truflar rétta verðmynd- un á húsnæðismarkaðnum. Að sjóðurinn hafi ekki hrein viðskipta- sjónarmið að leiðarljósi skemm- ir einnig fyrir og skapar óeðlilega samkeppni. Mikil neyslugleði land- ans á sínum tíma varð til þess að vaxtalækkanir urðu að engu með hækkandi húsnæðisverði. Í staðinn fyrir að minnka skuldsetningu sína nýttu heimilin tækifæri að stækka við sig eða kaupa eitthvað annað í staðinn,“ segir Pétur. Örlítil vonarglæta Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna, hefur verulegar áhyggjur af því hversu erfitt er fyrir fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann segir bankana hafa spilað stærstu rulluna í þróun- inni með sviknum loforðum en und- anskilur ekki Íbúðalánasjóð frá sinni ábyrgð. „Íbúðalánasjóður hellti olíu á eldinn með því að hækka lánshlut- fall sitt. Bankarnir voru síðan auðvit- að að fara inn á þennan markað til að ná tökum á honum. Þetta hefur haft í för með sér grafalvarlegar afleiðing- ar fyrir nýliða. Verðið hefur hækkað svo rosalega og vextirnir líka að þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti eru í vondum málum. Skuldsetningin er mikil og fólk þarf að spenna bog- ann gífurlega til lengri tíma. Í raun má ekkert út af bregða hjá fólki,“ seg- ir Atli. Aðspurð er Ásta bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða. Hún tel- ur ekki hægt að benda á einhvern einn sökudólg í hækkun húsnæðis- verðs. „Staðan á húsnæðismarkaðn- um er ekki góð. Þetta er hins vegar margþættur vandi og alls ekki hægt að benda á einhvern einn söku- dólg. Neyslan í þjóðfélaginu er gíf- urleg og stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða. Bæði félagsmála- og við- skiptaráðherra hafa gefið mér von um úrræði. Að kaupa sér fasteign og stofna til heimilis er einn af grund- vallarþáttum lífsins og það er mjög vont mál að slíkt sé að verða ógjörn- ingur hér á landi,“ segir Ásta. TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Vaxandi hópur leitar til Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna sem ýmist hefur misst húsnæði sitt eða hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Dýrt húsnæði Gífurleg verðhækk- un húsnæðis og hærri lánavextir hafa ríflega tvöfaldað afborganir húsnæðislána á síðustu þremur árum. Í tilbúnu dæmi um 23 milljóna króna húsnæði þarf að greiða rúmri milljón meira í dag. Ásta S. helgadóttir Forstöðumaður ráðgjafastofu heimilanna er bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða til að auðvelda fólki kaup á eigin húsnæði. Varað við Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir stjórnvöld hafa verið vöruð við öllu því slæma sem gerst hafi á húsnæðismarkaðinum. afborganir af húSnæði DEsEMbEr 2004 950 þúsuND NÓVEMbEr 2007 2.080 þúsuND fimmtudagur 28. ágúst 2008 11 Neytendur Lof&Last Lofið fær Ks- bílaverkstæðið á sauðárkróki fyrir ómælda þjónustu- lund. ferðalangur sem lenti í rúðubroti kom á verkstæðið með tárin í augunum, en starfsmenn stukku allir af stað til að ryksuga bílinn og hreinsa hann af glerbrotum. Þeir brugðust frábærlega við og sýndu frábæra þjónustulund. Lastið fá þeir sölumenn sem dirfast að selja niðurskorna ávexti á himinháu verði. Viðskipta- vini N1 í ártúnsbrekkunni blöskaðri þegar hann keypti bakka af niðurskornum ávöxtum sem innihélt 5 melónu- bita, 5 ananssneiðar, 2 appelsínubáta og nokkur vínber. 450 krónur fyrir herlegheitin. Gullinbrú 165,70 181,60 Bensín dísel Skeifunni 164,10 179,90 Bensín dísel Hraunbæ 165,70 181,00 Bensín dísel Hafnarfirði 164,10 179,80 Bensín dísel Barðastöðum 164,10 179,90 Bensín dísel Stekkjarbakka 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarseli 164,20 180,10 Bensín díselel d sn ey t i Lánið hækkar um sex þúsund á dagSnickers-súkkulaðisnickers er eitt vinsælasta súkkulaði í heimi. mjúk karamella, súkkulaðifrauð og hnetur. gerist ekki betra. Ódýrast er snickers hjá Blá turninum og snæland vídeó samkvæmt verðkönnuninni. Það er hins vegar dýrast hjá aktu taktu. Venjulegt húsnæðislán hækkar um 42 þúsund krónur á einni viku vegna verðbólgunnar, ef marka má út- reikninga á 20 milljón króna láni hjá Íbúðalánasjóði. Verðbólgan, sem er orsök þessara gríðarlegu hækk- ana, stendur nú í 14,5 prósentum og hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 0,9 prósent á einum mánuði. Þar sem innlend húsnæðislán eru langflest verðtryggð hækka lánin um samsvarandi hlutfall og verð- bólgan er hverju sinni. Verð á elds- neyti og matvöru hækkar að auki enn og verða því neytendur fyrir tvöföldum áhrifum. Sex þúsund á viku Venjulegt húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði upp á 20 milljón- ir hækkar um 6.012 krónur á dag miðað við verðbólguna. Það ger- ir 42.089 krónur á viku og rúmar 180 þúsund krónur á mánuði. Þessa gríðarlegu hækkun á lánun- um má rekja til þeirr- ar verðbólgu sem hrjáir landsmenn núna. Verð- bólgu sem stafar fyrst og fremst af falli krón- unnar sem hófst í mars á þessu ári. Allir þeir sem eru með hús- næðislán standa frammi fyrir þeim vanda að lánin eru hærri en þau voru og engu skiptir þótt borg- að sé af þein. 10 milljón króna lán frá Íbúðalánasjóði hækkar nú um 21.044 krónur á viku eða rúmar þrjú þúsund krónur á dag. Lágt meðaltal Íbúðalán eru misjafnlega há. Í upplýsingum frá Seðlabankan- um kemur fram að meðalupphæð húsnæðslána hjá íslensku bönkun- um er 11,6 milljónir króna. Það er miðað við allt landið. Í febrúar 2007 var upphæðin 10,5 milljónir. Með- altalið hefur því hækkað um eina milljón á einu ári. Meðaltalið er fremur lágt og er ástæð- an fyrir því að fólk tekur mörg lítil lán hjá bönkunum. Inni- falið í meðaltalinu eru einnig allar eignir úti á landi og er vert að nefna að húsnæðisverð er mun lægra þar en á höfuðborgarsvæðinu. Skuldir hækka Íslensk heimili skulda nú 963 milljarða króna samkvæmt nýj- ustu tölum Seðlabankans. Hlutfall gengisbundinna lána hefur aukist úr 13 prósentum í 23 prósent og er fall krónunnar þar orsök, auk þess sem sífellt fleiri hafa tekið erlend lán vegna hárra stýrivaxta innan- lands. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr húsnæðislánum skulda Íslendingar meira en áður. Verðbólguspá Kaupþings segir að ársverðbólgan sé 14,7 prósent og gerir ráð fyrir að húsnæðislánin muni halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Þeir sem eru með húsnæðislán standa því frammi fyrir því að þurfa að borga miklu meira en þeir gerðu ráð fyrir og eru það mörg þúsund krónur á dag sem þarf að standa strauma af. SnickerS-Súkkulaði Blái turninn 100 Snæland vídeó 100 N1 109 Kúlan 110 Jolli söluturn 110 Aktu taktu 115 Áhyggjur af efnahagnum miðstjórn asÍ hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu efnahagsmála í landinu. miðstjórnin telur nauðsynlegt að seljendur vöru og þjónustu stöðvi hækkanir á gjaldskrám vegna ástands- ins. Verðbólgan hefur ekki mælst svo há í 20 ár og fjárhagsástand á heimilum versnar svo um munar. Þeir segja á vef sínum að forsendur kjarasamninga séu brostnar og krefst stjórnin að vandinn verði tekinn föstum tökum. neytendur@dv.is umsjÓN: ásdÍs Björg jÓhaNNesdÓttir, asdi sbjorg@dv.is Neyten ur neytandinn „10 milljón króna lán frá Íbúðalánasjóði hækkar nú um 21.044 krónur á viku.“ Hollt SKrifStofuNASl Þega þú ert búinn að sitja í marga klukkutíma fyrir framan tölvuna og þér líður eins og þú sért alveg að sofna langar þig oftar en ekki í súkk- ulaðistykki eða gosdrykk. Margir eru komir í sælgætisvítahring og láta eftir sér að þamba kaffi, fá sér gosdrykk og súkkulaðistykki á dag. Þegar allt kem- ur til alls er þetta ekki val sem veld- ur vellíðan heldur þvert á móti. Blóð- sykurinn hækkar á örskotsstundu og hrynur svo niður aftur. Eftir situr maður örþreyttur. Af hverju ekki að koma sér út úr vítahringnum og velja betri kost? Það tekur nokkrar mínútur á dag að und- irbúa nasl í poka eða plastbox áður en maður fer að heiman og það marg- borgar sig. Sniðugt er að kaupa hnet- ur og þurrkaða ávexti og búa til sína eigin blöndu í poka. Hafrakoddar sem venjuega eru notaðir sem morg- unkorn eru sniðugir. Ef mann lang- ar mjög mikið í súkku- laði er hægt að kaupa stangir úr heilsuhill- um eða próst- ínsúkkulaði. Svo má ekki gleyma ávöxt- unum en það er bráðsniðugt að skera til dæmis niður ananas, setja í plastbox og taka með. Starfsfólk getur líka tekið sig saman og komið með nokkra ávexti sem síðan eru settir í skál á skrifstof- unni. Þegar mann langar í eitthvað teygir maður sig bara í ávaxtaskál- ina í stað þess að fara niður í mötuneyti og kaupa sér óhollustu. Um að gera koma sér úr vitleysunni og yfir í hollust- una. Veturinn er að koma og þá langar öllum að líða vel. asdisbjorg@dv.is ÁSDÍS BjÖrg jÓhanneSDÓTTIr blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is nasl einn mikilvægasti hluti heilbrigðs lífernis er að velja vel það sem borðað er á milli mála. 8. desember 2008 15. apríl 2008 3. nóvember 2008 20. nóvember 2007 28. ágúst 2008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.